Rauðhærðu stelpurnar rokka Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. september 2014 10:00 Sterkasta stelpa í heimi. Ágústa Eva segir þær Línu eiga ýmislegt sameiginlegt. Mynd/Grímur Bjarnason Það er margt líkt með okkur Línu,“ segir Ágústa Eva Erlendsdóttir sem leikur sterkustu stelpu í heimi í Borgarleikhúsinu. „Fyrir það fyrsta erum við báðar rauðhærðar og svo eigum við báðar óvenjulega pabba. Minn er reyndar ekki sjóræningi heldur útskurðarmeistari og myndlistarmaður sem er ekkert heilagt og þeir sem hafa einhvern tíma hitt hann muna alltaf eftir honum.“ Melkorka Pitt, sem leikur Sollu stirðu í Latabæ í Þjóðleikhúsinu, tekur ekki alveg jafn djúpt í árinni um líkindi sín og persónunnar sem hún túlkar en viðurkennir þó að þær eigi ýmislegt sameiginlegt. „Til dæmis það að reyna alltaf að líta á björtu hliðarnar og vera jákvæðar.“ Ágústa Eva upplýsir að hún hafi aldrei lesið bækurnar um Línu Langsokk og raunar lítið þekkt persónuna áður en hún fór að æfa hlutverkið. „Ég las ekki mikið af bókum þegar ég var stelpa. Heima var voða mikið verið að segja sögur og svo las systir mín eitthvað af bókum fyrir mig, en aldrei Línu. Okkur Línu kemur hins vegar mjög vel saman, enda er hún opin og frjálsleg stelpa sem tekur sig ekki hátíðlega, sem er einmitt markmiðið hjá mér.“ Melkorka segist hins vegar hafa horft mikið á Latabæ þegar hún var barn. „Solla var reyndar ekki uppáhaldið mitt heldur Glanni glæpur, hann fannst mér æðislegur. Stefán Karl er líka svo ótrúlegur leikari og mér finnst mikill heiður að fá að leika með honum – og auðvitað öllum leikurunum í sýningunni.“ Búið er að sýna báðar sýningarnar nokkrum sinnum fyrir unga áhorfendur og þær Ágústa Eva og Melkorka eru sammála um að viðbrögð þeirra hafi farið fram úr björtustu vonum. „Maður hefur heyrt af mörgum börnum sem fara út grátandi yfir því að sýningin skuli vera búin,“ segir Ágústa Eva. „Og heyrt svona setningar eins og: Mamma, ég vil að þessi sýning endi aldrei!“ „Við höfum fengið slatta af krökkum á æfingar og þau hafa verið alveg rosalega ánægð,“ segir Melkorka. „Það hefur verið mjög gaman að fá viðbrögðin frá þeim.“ Ef að líkum lætur munu báðar sýningarnar ganga fram á vor, eru þær stöllur tilbúnar til að verja öllum helgum vetrarins á leiksviðinu? „Já, já já,“ segir Melkorka. „Þetta verður bara gaman og ég ætla að njóta þess á meðan það er.“ Ágústa Eva tekur í sama streng. „Já, svo sannarlega, þetta er svo svakalega gaman. Ég hlakka bara til.“ Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það er margt líkt með okkur Línu,“ segir Ágústa Eva Erlendsdóttir sem leikur sterkustu stelpu í heimi í Borgarleikhúsinu. „Fyrir það fyrsta erum við báðar rauðhærðar og svo eigum við báðar óvenjulega pabba. Minn er reyndar ekki sjóræningi heldur útskurðarmeistari og myndlistarmaður sem er ekkert heilagt og þeir sem hafa einhvern tíma hitt hann muna alltaf eftir honum.“ Melkorka Pitt, sem leikur Sollu stirðu í Latabæ í Þjóðleikhúsinu, tekur ekki alveg jafn djúpt í árinni um líkindi sín og persónunnar sem hún túlkar en viðurkennir þó að þær eigi ýmislegt sameiginlegt. „Til dæmis það að reyna alltaf að líta á björtu hliðarnar og vera jákvæðar.“ Ágústa Eva upplýsir að hún hafi aldrei lesið bækurnar um Línu Langsokk og raunar lítið þekkt persónuna áður en hún fór að æfa hlutverkið. „Ég las ekki mikið af bókum þegar ég var stelpa. Heima var voða mikið verið að segja sögur og svo las systir mín eitthvað af bókum fyrir mig, en aldrei Línu. Okkur Línu kemur hins vegar mjög vel saman, enda er hún opin og frjálsleg stelpa sem tekur sig ekki hátíðlega, sem er einmitt markmiðið hjá mér.“ Melkorka segist hins vegar hafa horft mikið á Latabæ þegar hún var barn. „Solla var reyndar ekki uppáhaldið mitt heldur Glanni glæpur, hann fannst mér æðislegur. Stefán Karl er líka svo ótrúlegur leikari og mér finnst mikill heiður að fá að leika með honum – og auðvitað öllum leikurunum í sýningunni.“ Búið er að sýna báðar sýningarnar nokkrum sinnum fyrir unga áhorfendur og þær Ágústa Eva og Melkorka eru sammála um að viðbrögð þeirra hafi farið fram úr björtustu vonum. „Maður hefur heyrt af mörgum börnum sem fara út grátandi yfir því að sýningin skuli vera búin,“ segir Ágústa Eva. „Og heyrt svona setningar eins og: Mamma, ég vil að þessi sýning endi aldrei!“ „Við höfum fengið slatta af krökkum á æfingar og þau hafa verið alveg rosalega ánægð,“ segir Melkorka. „Það hefur verið mjög gaman að fá viðbrögðin frá þeim.“ Ef að líkum lætur munu báðar sýningarnar ganga fram á vor, eru þær stöllur tilbúnar til að verja öllum helgum vetrarins á leiksviðinu? „Já, já já,“ segir Melkorka. „Þetta verður bara gaman og ég ætla að njóta þess á meðan það er.“ Ágústa Eva tekur í sama streng. „Já, svo sannarlega, þetta er svo svakalega gaman. Ég hlakka bara til.“
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira