Skildi ekki þjálfarann en tók ummælunum sem hrósi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. september 2014 06:30 Sigrún Ella Einarsdóttir hefur átt frábært tímabil með Stjörnunni. vísir/valli Ísland mætir Serbíu í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvelli. Ísland á ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni og því hefur Freyr Alexandersson lagt áherslu á að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri. Í þeim hópi er Sigrún Ella Einarsdóttir sem stóð sig vel þegar hún kom inn á í sínum fyrsta landsleik um helgina, er Ísland lagði Ísrael, 3-0. „Mér leið vel og það var gott að koma inn á í stöðunni 2-0. Þá var maður aðeins rólegri fyrir vikið,“ sagði Sigrún Ella, sem uppskar mikið hrós frá þjálfaranum fyrir frammistöðu sína. „Það er alltaf gott að fá hrós en ég reyni að halda mér á jörðinni og sinna minni vinnu áfram,“ segir hún en Sigrún Ella veit ekki hvort frammistaðan dugir til að fá sæti í byrjunarliðinu í kvöld. „Fanndís stóð sig vel í leiknum, skoraði til dæmis frábært mark, og það verður erfitt að slá hana út úr liðinu. Ég æfi bara og spila eins vel og ég get,“ segir Sigrún Ella sem kom til Stjörnunnar frá uppeldisfélagi sínu, FH, fyrir síðasta tímabil. Þar hefur hún blómstrað og verið í lykilhlutverki í liði Stjörnunnar sem er aðeins einu stigi frá Íslandsmeistaratitlinum. „Ég skipti um lið til að fá stærri áskorun og mér hefur gengið ágætlega. Ég hef mín markmið en framtíðin verður að leiða í ljós hvort ég næ þeim.“ Freyr sagði fyrir leikinn gegn Ísrael að Sigrún Ella væri kantmaður af „gamla skólanum“ og að það væru leikmenn að hans skapi. „Ég vissi reyndar ekki alveg hvað hann átti við en ég tók því bara sem hrósi,“ sagði hún og hló. Leikurinn í kvöld verður sá síðasti hjá markverðinum Þóru B. Helgadóttur en hann hefst klukkan 17.00 og verður í beinni textalýsinu á íþróttavef Vísis. Íslenski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Sjá meira
Ísland mætir Serbíu í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvelli. Ísland á ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni og því hefur Freyr Alexandersson lagt áherslu á að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri. Í þeim hópi er Sigrún Ella Einarsdóttir sem stóð sig vel þegar hún kom inn á í sínum fyrsta landsleik um helgina, er Ísland lagði Ísrael, 3-0. „Mér leið vel og það var gott að koma inn á í stöðunni 2-0. Þá var maður aðeins rólegri fyrir vikið,“ sagði Sigrún Ella, sem uppskar mikið hrós frá þjálfaranum fyrir frammistöðu sína. „Það er alltaf gott að fá hrós en ég reyni að halda mér á jörðinni og sinna minni vinnu áfram,“ segir hún en Sigrún Ella veit ekki hvort frammistaðan dugir til að fá sæti í byrjunarliðinu í kvöld. „Fanndís stóð sig vel í leiknum, skoraði til dæmis frábært mark, og það verður erfitt að slá hana út úr liðinu. Ég æfi bara og spila eins vel og ég get,“ segir Sigrún Ella sem kom til Stjörnunnar frá uppeldisfélagi sínu, FH, fyrir síðasta tímabil. Þar hefur hún blómstrað og verið í lykilhlutverki í liði Stjörnunnar sem er aðeins einu stigi frá Íslandsmeistaratitlinum. „Ég skipti um lið til að fá stærri áskorun og mér hefur gengið ágætlega. Ég hef mín markmið en framtíðin verður að leiða í ljós hvort ég næ þeim.“ Freyr sagði fyrir leikinn gegn Ísrael að Sigrún Ella væri kantmaður af „gamla skólanum“ og að það væru leikmenn að hans skapi. „Ég vissi reyndar ekki alveg hvað hann átti við en ég tók því bara sem hrósi,“ sagði hún og hló. Leikurinn í kvöld verður sá síðasti hjá markverðinum Þóru B. Helgadóttur en hann hefst klukkan 17.00 og verður í beinni textalýsinu á íþróttavef Vísis.
Íslenski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Sjá meira