Þegar nær afmælinu dró greip mig æðruleysi 18. september 2014 15:30 "Það er nú alltaf eitthvað á könnunni en það er ekkert stórbrotið í bígerð,“ segir Einar Már um afmælishaldið heima. Fréttablaðið/GVA „Þetta leggst bara vel í mig. Alltaf gaman að eiga afmæli, enda kemur það fyrir á bestu bæjum,“ segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur spurður hvernig sextugu skáldi líði. „Ég hugsa að öllum finnist afmælisdagurinn sinn svolítið sérstakur. Greta Garbo hefði orðið 109 ára í dag. Það er ekki leiðinlegt að eiga sama afmælisdag og hún.“ Mörg afmæli eru Einari Má eftirminnileg, einkum frá æskuárunum. „Ég var alinn upp á svo barnmörgu svæði í Heima- og Vogahverfinu. Þar voru um tvö þúsund börn, um 1% af þjóðinni, og ekki búið að finna upp alla mannasiðina. Það má segja að ég hafi gert þeirri sögu skil í Riddurum hringstigans þar sem afmælisveisla fór úr böndunum. Þannig að þar eru öll afmælin dregin inn í eitt.“ Að sjálfsögðu situr Einar Már við að skrifa. „Ég er með bók í smíðum og er ekki búinn með hana. Það spurði mig einhvern tíma einhver hvort það kæmi út bók um jólin. Ég sneri út úr því og sagði að ég væri að skrifa bók en hún fjallaði ekki um jólin. Ég er að vinna í verki og það tekur sinn tíma.“ En hvað ætlar skáldið að gera í dag í tilefni sextugsafmælisins? „Heyrðu. Bjóddu bara öllum sem lesa Fréttablaðið í afmælið mitt. Það verður í Bókabúð Máls og menningar klukkan 17 og er kallað afmælis- og útgáfuhóf því þá er að koma út úrval af ljóðunum mínum á ensku. Það verður smá dagskrá og glatt á hjalla og kannski verður einhver sem segir eitthvað – en allt á hófstilltum nótum.“ Skyldi hann ekkert ætla að hella upp á könnuna heima? „Það er nú alltaf eitthvað á könnunni en það er ekkert stórbrotið í bígerð. Maður var búinn að sjá ýmislegt fyrir sér í sínum villtustu draumum en þegar nær afmælinu dró greip mig æðruleysi. Hugsanlega geri ég eitthvað seinna. Það er dálítið uppi á teningnum núna að vera ekkert að flýta sér. Kannski er það aldurinn. En að öðru leyti er ég þakklátur fyrir að tíminn líði og að vera nokkuð óskaddaður.“ Menning Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta leggst bara vel í mig. Alltaf gaman að eiga afmæli, enda kemur það fyrir á bestu bæjum,“ segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur spurður hvernig sextugu skáldi líði. „Ég hugsa að öllum finnist afmælisdagurinn sinn svolítið sérstakur. Greta Garbo hefði orðið 109 ára í dag. Það er ekki leiðinlegt að eiga sama afmælisdag og hún.“ Mörg afmæli eru Einari Má eftirminnileg, einkum frá æskuárunum. „Ég var alinn upp á svo barnmörgu svæði í Heima- og Vogahverfinu. Þar voru um tvö þúsund börn, um 1% af þjóðinni, og ekki búið að finna upp alla mannasiðina. Það má segja að ég hafi gert þeirri sögu skil í Riddurum hringstigans þar sem afmælisveisla fór úr böndunum. Þannig að þar eru öll afmælin dregin inn í eitt.“ Að sjálfsögðu situr Einar Már við að skrifa. „Ég er með bók í smíðum og er ekki búinn með hana. Það spurði mig einhvern tíma einhver hvort það kæmi út bók um jólin. Ég sneri út úr því og sagði að ég væri að skrifa bók en hún fjallaði ekki um jólin. Ég er að vinna í verki og það tekur sinn tíma.“ En hvað ætlar skáldið að gera í dag í tilefni sextugsafmælisins? „Heyrðu. Bjóddu bara öllum sem lesa Fréttablaðið í afmælið mitt. Það verður í Bókabúð Máls og menningar klukkan 17 og er kallað afmælis- og útgáfuhóf því þá er að koma út úrval af ljóðunum mínum á ensku. Það verður smá dagskrá og glatt á hjalla og kannski verður einhver sem segir eitthvað – en allt á hófstilltum nótum.“ Skyldi hann ekkert ætla að hella upp á könnuna heima? „Það er nú alltaf eitthvað á könnunni en það er ekkert stórbrotið í bígerð. Maður var búinn að sjá ýmislegt fyrir sér í sínum villtustu draumum en þegar nær afmælinu dró greip mig æðruleysi. Hugsanlega geri ég eitthvað seinna. Það er dálítið uppi á teningnum núna að vera ekkert að flýta sér. Kannski er það aldurinn. En að öðru leyti er ég þakklátur fyrir að tíminn líði og að vera nokkuð óskaddaður.“
Menning Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira