Vegagerðin áfrýjar úrskurði Sveinn Arnarsson skrifar 18. september 2014 08:00 Hreinn Haraldsson vegamálastjóri telur eðlilegt að kæra úrskurð Skipulagsstofnunar vegna veglínunnar. Mynd/Egill Aðalsteinsson Vegagerðin ætlar að kæra niðurstöðu Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu síðastliðinn þriðjudag að veglínan sem Vegagerðin lagði fram í tillögu að matsáætlun fylgdi að verulegu leyti fyrri útfærslum veglína sem lagðar voru fram í matsskýrslu árið 2005. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri telur eðlilegt að kæra þann úrskurð. Málið sé ein samfelld sorgarsaga og niðurstöðu þurfi að fá sem fyrst. „Sú veglína sem við bjóðum upp á er sú langöruggasta og hagkvæmasta sem til er. Við höfnum þeim rökum sem Skipulagsstofnun leggur fram og viljum láta reyna á þau. Þetta er búið að taka langan tíma. Nokkrir áfangar að bættum samgöngum um sunnanverða Vestfirði hafa verið kláraðir en enn er eftir síðasti áfanginn. Það er vissulega slæmt að vera ekki kominn með þetta mál lengra,“ segir Hreinn. „Nú er svo komið að þessi 20 kílómetra kafli sem eftir stendur mun líklega taka allt að fjögur ár í framkvæmd, með umhverfismati, hönnun og öllu því ferli sem veglínan þarf að fara í gegnum. Allar viðbótartafir leggjast við þann tíma.“Hreinn Haraldsson vegamálastjóri „Við höfnum þeim rökum sem Skipulagsstofnun leggur fram og viljum láta reyna á þau.“Ólína Þorvarðardóttir, varaþingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi, telur það ekki hjálpa Vestfirðingum að fá bættar samgöngur um sunnanverða Vestfirði að kæra málið til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. „Svo virðist sem Skipulagsstofnun sé orðin þreytt á að láta stilla sér upp við vegg. Þannig ákveður stofnunin að veita Vegagerðinni leiðbeiningar í úrskurði sínum um endurupptöku í þessu máli. Vegagerðin hefur hins vegar ekki skoðað þau tilmæli um allar þær færu leiðir en ákveður að áfrýja úrskurðinum. Með því er vegagerðin að ýta þessum brýnu samgöngubótum inn í áframhaldandi pattstöðu. Að mínu mati verða menn að leita allra löglegra og færra leiða, áfrýjun er ekki ein þeirra,“ segir Ólína. Hún telur réttast að leita endurupptöku málsins. „Vilji menn leið um Teigsskóg, þá er réttast að sækja um endurupptöku málsins. Í stað þess fara menn með málið inn í óleysanlegan hnút og á meðan streymir fjármagn í samgöngumálum í önnur, minna brýn verkefni, í öðrum kjördæmum.“ Hreinn telur uppbygginguna á sunnanverðum Vestfjörðum vera af þeirri stærðargráðu að ekki sé hægt að bíða lengur með þessa brýnu samgöngubót. „Sú uppbygging á sunnanverðum Vestfjörðum kallar á bættar samgöngur við hringveginn, fyrir utan hina almennu kröfu íbúa um að komast í nútímavegasamband við aðra landshluta.“ Teigsskógur Tengdar fréttir Er hlynnt vegi um Teigsskóg "Ég er hlynnt því að leggja veginn hér,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra þegar hún skoðaði sig um í Teigsskógi síðdegis í gær á leið sinni til fundar við Vestfirðinga um samgöngumál. 21. júní 2013 09:00 Vilja skoða sérlög á vegarlagningu um Teigsskóg Skipulagsstofnun hafnar tillögu Vegagerðarinnar um veg um Teigsskóg. Forseti Alþingis vill að þingið setji lög um vegarlagninguna. Formaður Byggðastofnunnar tekur undir. Skipulagsstofnun bundin að lögum, segir talsmaður stofnunarinnar. 17. september 2014 07:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira
Vegagerðin ætlar að kæra niðurstöðu Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu síðastliðinn þriðjudag að veglínan sem Vegagerðin lagði fram í tillögu að matsáætlun fylgdi að verulegu leyti fyrri útfærslum veglína sem lagðar voru fram í matsskýrslu árið 2005. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri telur eðlilegt að kæra þann úrskurð. Málið sé ein samfelld sorgarsaga og niðurstöðu þurfi að fá sem fyrst. „Sú veglína sem við bjóðum upp á er sú langöruggasta og hagkvæmasta sem til er. Við höfnum þeim rökum sem Skipulagsstofnun leggur fram og viljum láta reyna á þau. Þetta er búið að taka langan tíma. Nokkrir áfangar að bættum samgöngum um sunnanverða Vestfirði hafa verið kláraðir en enn er eftir síðasti áfanginn. Það er vissulega slæmt að vera ekki kominn með þetta mál lengra,“ segir Hreinn. „Nú er svo komið að þessi 20 kílómetra kafli sem eftir stendur mun líklega taka allt að fjögur ár í framkvæmd, með umhverfismati, hönnun og öllu því ferli sem veglínan þarf að fara í gegnum. Allar viðbótartafir leggjast við þann tíma.“Hreinn Haraldsson vegamálastjóri „Við höfnum þeim rökum sem Skipulagsstofnun leggur fram og viljum láta reyna á þau.“Ólína Þorvarðardóttir, varaþingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi, telur það ekki hjálpa Vestfirðingum að fá bættar samgöngur um sunnanverða Vestfirði að kæra málið til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. „Svo virðist sem Skipulagsstofnun sé orðin þreytt á að láta stilla sér upp við vegg. Þannig ákveður stofnunin að veita Vegagerðinni leiðbeiningar í úrskurði sínum um endurupptöku í þessu máli. Vegagerðin hefur hins vegar ekki skoðað þau tilmæli um allar þær færu leiðir en ákveður að áfrýja úrskurðinum. Með því er vegagerðin að ýta þessum brýnu samgöngubótum inn í áframhaldandi pattstöðu. Að mínu mati verða menn að leita allra löglegra og færra leiða, áfrýjun er ekki ein þeirra,“ segir Ólína. Hún telur réttast að leita endurupptöku málsins. „Vilji menn leið um Teigsskóg, þá er réttast að sækja um endurupptöku málsins. Í stað þess fara menn með málið inn í óleysanlegan hnút og á meðan streymir fjármagn í samgöngumálum í önnur, minna brýn verkefni, í öðrum kjördæmum.“ Hreinn telur uppbygginguna á sunnanverðum Vestfjörðum vera af þeirri stærðargráðu að ekki sé hægt að bíða lengur með þessa brýnu samgöngubót. „Sú uppbygging á sunnanverðum Vestfjörðum kallar á bættar samgöngur við hringveginn, fyrir utan hina almennu kröfu íbúa um að komast í nútímavegasamband við aðra landshluta.“
Teigsskógur Tengdar fréttir Er hlynnt vegi um Teigsskóg "Ég er hlynnt því að leggja veginn hér,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra þegar hún skoðaði sig um í Teigsskógi síðdegis í gær á leið sinni til fundar við Vestfirðinga um samgöngumál. 21. júní 2013 09:00 Vilja skoða sérlög á vegarlagningu um Teigsskóg Skipulagsstofnun hafnar tillögu Vegagerðarinnar um veg um Teigsskóg. Forseti Alþingis vill að þingið setji lög um vegarlagninguna. Formaður Byggðastofnunnar tekur undir. Skipulagsstofnun bundin að lögum, segir talsmaður stofnunarinnar. 17. september 2014 07:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira
Er hlynnt vegi um Teigsskóg "Ég er hlynnt því að leggja veginn hér,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra þegar hún skoðaði sig um í Teigsskógi síðdegis í gær á leið sinni til fundar við Vestfirðinga um samgöngumál. 21. júní 2013 09:00
Vilja skoða sérlög á vegarlagningu um Teigsskóg Skipulagsstofnun hafnar tillögu Vegagerðarinnar um veg um Teigsskóg. Forseti Alþingis vill að þingið setji lög um vegarlagninguna. Formaður Byggðastofnunnar tekur undir. Skipulagsstofnun bundin að lögum, segir talsmaður stofnunarinnar. 17. september 2014 07:00