Vegagerðin áfrýjar úrskurði Sveinn Arnarsson skrifar 18. september 2014 08:00 Hreinn Haraldsson vegamálastjóri telur eðlilegt að kæra úrskurð Skipulagsstofnunar vegna veglínunnar. Mynd/Egill Aðalsteinsson Vegagerðin ætlar að kæra niðurstöðu Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu síðastliðinn þriðjudag að veglínan sem Vegagerðin lagði fram í tillögu að matsáætlun fylgdi að verulegu leyti fyrri útfærslum veglína sem lagðar voru fram í matsskýrslu árið 2005. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri telur eðlilegt að kæra þann úrskurð. Málið sé ein samfelld sorgarsaga og niðurstöðu þurfi að fá sem fyrst. „Sú veglína sem við bjóðum upp á er sú langöruggasta og hagkvæmasta sem til er. Við höfnum þeim rökum sem Skipulagsstofnun leggur fram og viljum láta reyna á þau. Þetta er búið að taka langan tíma. Nokkrir áfangar að bættum samgöngum um sunnanverða Vestfirði hafa verið kláraðir en enn er eftir síðasti áfanginn. Það er vissulega slæmt að vera ekki kominn með þetta mál lengra,“ segir Hreinn. „Nú er svo komið að þessi 20 kílómetra kafli sem eftir stendur mun líklega taka allt að fjögur ár í framkvæmd, með umhverfismati, hönnun og öllu því ferli sem veglínan þarf að fara í gegnum. Allar viðbótartafir leggjast við þann tíma.“Hreinn Haraldsson vegamálastjóri „Við höfnum þeim rökum sem Skipulagsstofnun leggur fram og viljum láta reyna á þau.“Ólína Þorvarðardóttir, varaþingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi, telur það ekki hjálpa Vestfirðingum að fá bættar samgöngur um sunnanverða Vestfirði að kæra málið til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. „Svo virðist sem Skipulagsstofnun sé orðin þreytt á að láta stilla sér upp við vegg. Þannig ákveður stofnunin að veita Vegagerðinni leiðbeiningar í úrskurði sínum um endurupptöku í þessu máli. Vegagerðin hefur hins vegar ekki skoðað þau tilmæli um allar þær færu leiðir en ákveður að áfrýja úrskurðinum. Með því er vegagerðin að ýta þessum brýnu samgöngubótum inn í áframhaldandi pattstöðu. Að mínu mati verða menn að leita allra löglegra og færra leiða, áfrýjun er ekki ein þeirra,“ segir Ólína. Hún telur réttast að leita endurupptöku málsins. „Vilji menn leið um Teigsskóg, þá er réttast að sækja um endurupptöku málsins. Í stað þess fara menn með málið inn í óleysanlegan hnút og á meðan streymir fjármagn í samgöngumálum í önnur, minna brýn verkefni, í öðrum kjördæmum.“ Hreinn telur uppbygginguna á sunnanverðum Vestfjörðum vera af þeirri stærðargráðu að ekki sé hægt að bíða lengur með þessa brýnu samgöngubót. „Sú uppbygging á sunnanverðum Vestfjörðum kallar á bættar samgöngur við hringveginn, fyrir utan hina almennu kröfu íbúa um að komast í nútímavegasamband við aðra landshluta.“ Teigsskógur Tengdar fréttir Er hlynnt vegi um Teigsskóg "Ég er hlynnt því að leggja veginn hér,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra þegar hún skoðaði sig um í Teigsskógi síðdegis í gær á leið sinni til fundar við Vestfirðinga um samgöngumál. 21. júní 2013 09:00 Vilja skoða sérlög á vegarlagningu um Teigsskóg Skipulagsstofnun hafnar tillögu Vegagerðarinnar um veg um Teigsskóg. Forseti Alþingis vill að þingið setji lög um vegarlagninguna. Formaður Byggðastofnunnar tekur undir. Skipulagsstofnun bundin að lögum, segir talsmaður stofnunarinnar. 17. september 2014 07:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Vegagerðin ætlar að kæra niðurstöðu Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu síðastliðinn þriðjudag að veglínan sem Vegagerðin lagði fram í tillögu að matsáætlun fylgdi að verulegu leyti fyrri útfærslum veglína sem lagðar voru fram í matsskýrslu árið 2005. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri telur eðlilegt að kæra þann úrskurð. Málið sé ein samfelld sorgarsaga og niðurstöðu þurfi að fá sem fyrst. „Sú veglína sem við bjóðum upp á er sú langöruggasta og hagkvæmasta sem til er. Við höfnum þeim rökum sem Skipulagsstofnun leggur fram og viljum láta reyna á þau. Þetta er búið að taka langan tíma. Nokkrir áfangar að bættum samgöngum um sunnanverða Vestfirði hafa verið kláraðir en enn er eftir síðasti áfanginn. Það er vissulega slæmt að vera ekki kominn með þetta mál lengra,“ segir Hreinn. „Nú er svo komið að þessi 20 kílómetra kafli sem eftir stendur mun líklega taka allt að fjögur ár í framkvæmd, með umhverfismati, hönnun og öllu því ferli sem veglínan þarf að fara í gegnum. Allar viðbótartafir leggjast við þann tíma.“Hreinn Haraldsson vegamálastjóri „Við höfnum þeim rökum sem Skipulagsstofnun leggur fram og viljum láta reyna á þau.“Ólína Þorvarðardóttir, varaþingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi, telur það ekki hjálpa Vestfirðingum að fá bættar samgöngur um sunnanverða Vestfirði að kæra málið til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. „Svo virðist sem Skipulagsstofnun sé orðin þreytt á að láta stilla sér upp við vegg. Þannig ákveður stofnunin að veita Vegagerðinni leiðbeiningar í úrskurði sínum um endurupptöku í þessu máli. Vegagerðin hefur hins vegar ekki skoðað þau tilmæli um allar þær færu leiðir en ákveður að áfrýja úrskurðinum. Með því er vegagerðin að ýta þessum brýnu samgöngubótum inn í áframhaldandi pattstöðu. Að mínu mati verða menn að leita allra löglegra og færra leiða, áfrýjun er ekki ein þeirra,“ segir Ólína. Hún telur réttast að leita endurupptöku málsins. „Vilji menn leið um Teigsskóg, þá er réttast að sækja um endurupptöku málsins. Í stað þess fara menn með málið inn í óleysanlegan hnút og á meðan streymir fjármagn í samgöngumálum í önnur, minna brýn verkefni, í öðrum kjördæmum.“ Hreinn telur uppbygginguna á sunnanverðum Vestfjörðum vera af þeirri stærðargráðu að ekki sé hægt að bíða lengur með þessa brýnu samgöngubót. „Sú uppbygging á sunnanverðum Vestfjörðum kallar á bættar samgöngur við hringveginn, fyrir utan hina almennu kröfu íbúa um að komast í nútímavegasamband við aðra landshluta.“
Teigsskógur Tengdar fréttir Er hlynnt vegi um Teigsskóg "Ég er hlynnt því að leggja veginn hér,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra þegar hún skoðaði sig um í Teigsskógi síðdegis í gær á leið sinni til fundar við Vestfirðinga um samgöngumál. 21. júní 2013 09:00 Vilja skoða sérlög á vegarlagningu um Teigsskóg Skipulagsstofnun hafnar tillögu Vegagerðarinnar um veg um Teigsskóg. Forseti Alþingis vill að þingið setji lög um vegarlagninguna. Formaður Byggðastofnunnar tekur undir. Skipulagsstofnun bundin að lögum, segir talsmaður stofnunarinnar. 17. september 2014 07:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Er hlynnt vegi um Teigsskóg "Ég er hlynnt því að leggja veginn hér,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra þegar hún skoðaði sig um í Teigsskógi síðdegis í gær á leið sinni til fundar við Vestfirðinga um samgöngumál. 21. júní 2013 09:00
Vilja skoða sérlög á vegarlagningu um Teigsskóg Skipulagsstofnun hafnar tillögu Vegagerðarinnar um veg um Teigsskóg. Forseti Alþingis vill að þingið setji lög um vegarlagninguna. Formaður Byggðastofnunnar tekur undir. Skipulagsstofnun bundin að lögum, segir talsmaður stofnunarinnar. 17. september 2014 07:00