Ekkert kynlíf fyrir tónleikana Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. september 2014 09:30 Friðrik Ómar vill að sitt fólk verði úthvílt fyrir tónleikamaraþonið sem fram fer í Hofi á laugardag. mynd/ Gunnlaugur Rögnvaldsson „Þau þurfa að nýta alla sína orku og úthald, þess vegna er það brottrekstrarsök að stunda kynlíf fyrir tónleika, sérstaklega fyrir svona törn eins og þetta verður um helgina,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson, en hann stendur fyrir þrennum Bat out of hell heiðurstónleikum í Hofi á Akureyri á laugardaginn. Hann segist ekki hafa tekið þrenna tónleika samdægurs síðan hann hélt afmælistónleika sína árið 2011. Hann hefur þó undirbúið maraþonið vel og verður vel hugsað um tónlistarmennina á milli tónleika. „Við verðum með þrjá nuddara sem ætla losa um streituna hjá listamönnunum og svo verðum við einnig með kokk sem ætlar að elda hollan mat ofan í okkur,“ útskýrir Friðrik Ómar. Fyrstu tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 og þeir síðustu klukkan 23.00. „Listamennirnir munu standa í tónlistarflutningi í um það bil átta klukkustundir með tæknirennsli og þess háttar, þannig að þetta verður maraþon,“ bætir Friðrik Ómar við léttur í lundu. Eftir þessa þrennu tónleika munu um fimm þúsund manns hafa séð þá. „Við vorum líka á Fiskidaginn á Dalvík, þannig að þetta eru um 35.000 manns ef við tökum Fiskidaginn með.“ Bat out of hell-tónleikarnir verða svo aftur í Eldborgarsalnum þann 7. febrúar. „Við erum ótrúlega ánægð með þessar frábæru viðtökur sem tónleikarnir hafa fengið.“ Miðasala á tónleikana í Hofi er á midi.is. Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Þau þurfa að nýta alla sína orku og úthald, þess vegna er það brottrekstrarsök að stunda kynlíf fyrir tónleika, sérstaklega fyrir svona törn eins og þetta verður um helgina,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson, en hann stendur fyrir þrennum Bat out of hell heiðurstónleikum í Hofi á Akureyri á laugardaginn. Hann segist ekki hafa tekið þrenna tónleika samdægurs síðan hann hélt afmælistónleika sína árið 2011. Hann hefur þó undirbúið maraþonið vel og verður vel hugsað um tónlistarmennina á milli tónleika. „Við verðum með þrjá nuddara sem ætla losa um streituna hjá listamönnunum og svo verðum við einnig með kokk sem ætlar að elda hollan mat ofan í okkur,“ útskýrir Friðrik Ómar. Fyrstu tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 og þeir síðustu klukkan 23.00. „Listamennirnir munu standa í tónlistarflutningi í um það bil átta klukkustundir með tæknirennsli og þess háttar, þannig að þetta verður maraþon,“ bætir Friðrik Ómar við léttur í lundu. Eftir þessa þrennu tónleika munu um fimm þúsund manns hafa séð þá. „Við vorum líka á Fiskidaginn á Dalvík, þannig að þetta eru um 35.000 manns ef við tökum Fiskidaginn með.“ Bat out of hell-tónleikarnir verða svo aftur í Eldborgarsalnum þann 7. febrúar. „Við erum ótrúlega ánægð með þessar frábæru viðtökur sem tónleikarnir hafa fengið.“ Miðasala á tónleikana í Hofi er á midi.is.
Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“