Vilja ekki festast aftur Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. september 2014 13:00 Reggíhljómsveitin UB40 kemur fram í Hörpu í kvöld. Vísir/getty „Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til Íslands en mig hefur alltaf langað til að koma. Það væri samt verra ef við myndum festast á Íslandi því við þurfum að fara til Hollands daginn eftir tónleikana,“ segir Mickey Virtue, hljómborðsleikari reggíhljómsveitarinnar UB40, en sveitin kemur fram á tónleikum í Hörpu í kvöld. Hann segist vita ýmislegt um landið og hefur mikinn áhuga á því, sérstaklega út af eldvirkninni. Hann og hljómsveitin fengu eins og svo margir að kenna á eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010. „Við vorum föst í sex daga í Suður-Ameríku á þessu tímabili, við áttum að fljúga til Evrópu en það var ekkert flogið út af gosinu,“ bætir Virtue við og vonar það besta. UB40 kemur frá Birmingham á Englandi, var stofnuð 1978 og hefur fjórum sinnum hlotið tilnefningu til Grammy-verðlaunanna fyrir reggíplötu ársins. Þá hefur sveitin selt yfir 70 milljónir platna á heimsvísu sem telst ansi gott. „Ég, Astro og Ali Campbell erum einu upprunalegu meðlimirnir sem spila með sveitinni í dag. Við erum samt alveg tólf sem erum á sviðinu og erum með blásarasveit með okkur og það gengur mjög vel,“ segir Virtue. Sveitin hefur gefið út yfir tuttugu plötur og þar af þrjár sem innihalda tökulög. Ný plata frá UB40 mun líta dagsins ljós í næsta mánuði. Af hverju fer hljómsveit frá Birmingham að spila reggí? „Þetta er svo mikil fjölmenningarborg og það var ekki erfitt fyrir okkur að nálgast reggímúsík. Það voru klúbbar sem spiluðu reggí og svo var Bob Marley auðvitað á lífi á þessum tíma,“ segir Virtue. Hann segir reggí vera mjög alþjóðlega tónlist og hvar sem hann komi skilji allir reggítónlistina. Hann telur einnig að umrædd tónlistarstefna hafi verið mjög mikilvæg í tónlistarsögunni. „Við hefðum ekki haft hipphopp í þeirri mynd sem við þekkjum í dag nema vegna reggítónlistarinnar. Fólk úti um allt hefur gaman af reggímúsík.“ UB40 hefur komið fram í ýmsum myndum á ferlinum en er nú í fyrsta sinn síðan árið 2008 að koma saman með þeim Ali Campbell og Mickey Virtue því þeir hættu báðir árið 2008 vegna ágreinings. Tónleikarnir í fara fram í Eldborgarsalnum í Hörpu í kvöld og hefjast klukkan 20.00. Tónlist Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til Íslands en mig hefur alltaf langað til að koma. Það væri samt verra ef við myndum festast á Íslandi því við þurfum að fara til Hollands daginn eftir tónleikana,“ segir Mickey Virtue, hljómborðsleikari reggíhljómsveitarinnar UB40, en sveitin kemur fram á tónleikum í Hörpu í kvöld. Hann segist vita ýmislegt um landið og hefur mikinn áhuga á því, sérstaklega út af eldvirkninni. Hann og hljómsveitin fengu eins og svo margir að kenna á eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010. „Við vorum föst í sex daga í Suður-Ameríku á þessu tímabili, við áttum að fljúga til Evrópu en það var ekkert flogið út af gosinu,“ bætir Virtue við og vonar það besta. UB40 kemur frá Birmingham á Englandi, var stofnuð 1978 og hefur fjórum sinnum hlotið tilnefningu til Grammy-verðlaunanna fyrir reggíplötu ársins. Þá hefur sveitin selt yfir 70 milljónir platna á heimsvísu sem telst ansi gott. „Ég, Astro og Ali Campbell erum einu upprunalegu meðlimirnir sem spila með sveitinni í dag. Við erum samt alveg tólf sem erum á sviðinu og erum með blásarasveit með okkur og það gengur mjög vel,“ segir Virtue. Sveitin hefur gefið út yfir tuttugu plötur og þar af þrjár sem innihalda tökulög. Ný plata frá UB40 mun líta dagsins ljós í næsta mánuði. Af hverju fer hljómsveit frá Birmingham að spila reggí? „Þetta er svo mikil fjölmenningarborg og það var ekki erfitt fyrir okkur að nálgast reggímúsík. Það voru klúbbar sem spiluðu reggí og svo var Bob Marley auðvitað á lífi á þessum tíma,“ segir Virtue. Hann segir reggí vera mjög alþjóðlega tónlist og hvar sem hann komi skilji allir reggítónlistina. Hann telur einnig að umrædd tónlistarstefna hafi verið mjög mikilvæg í tónlistarsögunni. „Við hefðum ekki haft hipphopp í þeirri mynd sem við þekkjum í dag nema vegna reggítónlistarinnar. Fólk úti um allt hefur gaman af reggímúsík.“ UB40 hefur komið fram í ýmsum myndum á ferlinum en er nú í fyrsta sinn síðan árið 2008 að koma saman með þeim Ali Campbell og Mickey Virtue því þeir hættu báðir árið 2008 vegna ágreinings. Tónleikarnir í fara fram í Eldborgarsalnum í Hörpu í kvöld og hefjast klukkan 20.00.
Tónlist Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira