Menning

Áttaviti Charcots til Sandgerðis

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Charcot á góðri stundu ásamt vini á Suðurskautslandinu.
Charcot á góðri stundu ásamt vini á Suðurskautslandinu. Mynd/Franska sendiráðið
Þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði hefur fengið til varðveislu áttavita og glerstrending úr eigu vísindamannsins og skipherrans Jean-Baptiste Charcot.

Munirnir fundust eftir strand Pourquoi Pas? við Álftanes á Mýrum 16. september 1936 þar sem Charcot fórst ásamt allri áhöfn, að einum manni undanskildum.

Það var sendiherra Frakka á Íslandi, Marc Bouteiller, sem afhenti forsvarsmönnum setursins munina, hann hafði fengið þá að gjöf í desember síðastliðnum frá barnabarni Charcots, Anne-Marie Vallin-Charcot.

Sendiherrann er á förum frá landinu og þótti rétt að finna gripunum stað meðal annarra minja um vísindamanninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×