Ekki nægjanlegt að hækka barnabætur Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. september 2014 11:45 Sá munur sem er á aðstæðum foreldra sem eiga lögheimili með barni og umgengnisforeldra myndi aukast enn meira ef barnabætur yrðu notaðar sem mótvægisaðgerð. fréttablaðið/Vilhelm Hækkun barnabóta er ekki nægjanleg mótvægisaðgerð við fimm prósentustiga hækkun neðra þreps tekjuskattsins, að mati Guðmundar Steingrímssonar, formanns Bjartrar framtíðar. Hann leggur til hækkun persónuafsláttar í staðinn. Fyrstu umræðu um tekjuöflunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar og virðisaukaskattsfrumvarpið er lokið á Alþingi. Nú mun umræðan fara fram í efnahags- og viðskiptanefnd, þar sem Guðmundur situr. Hann telur að það yrði mun sanngjarnara, einkum fyrir barnlaust fólk og umgengnisforeldra, að hækka persónuafslátt sem mótvægisaðgerð við hækkun neðra virðisaukaskattsþrepsins. Ekkert sé gert til að mæta þessum hópi.Guðmundur Steingrímsson„Þetta eru meðlagsgreiðendur margir og ég held að þeir hafi það margir mjög skítt. Þeir eru skráðir núna sem einstæðingar en þeir eru uppalendur barna og foreldrar. Barnabætur ná ekkert til þessa hóps og við erum að nota tækifærið og vekja máls á þessu fyrst barnabætur eru eina mótvægisaðgerðin við hækkun á matarskatti,“ segir hann. Að sögn Guðmundar gagnast persónuafsláttur öllum sem hafi úr litlu að spila. „Sú leið nær líka til umgengnisforeldra, hún nær til námsmanna og hún nær til aldraðra og örorkubótaþega. Mér finnst það sanngjarnara ef hún nær til allra hópa sem mótvægisaðgerð við aðgerð sem kemur niður á öllum hópum.“Karl GarðarssonKarl Garðarsson, þingmaður Framsóknar, segir hækkun á neðra þrepi ekki mega fara í tólf prósent. „Ég vil ekki nefna tölu núna en ég tel að hún þyrfti að vera lægri auk þess sem mótvægisaðgerðirnar þyrftu að ná til fleiri hópa. Það er ekki nóg að þær nái bara til barnafólks. Það eru svo margir aðrir stórir hópar sem yrðu skildir út undan,“ segir hann. Karl segir að sú hugmynd að hækka persónuafslátt hljómi ekki illa, en vandamálið sé að þá kæmu mótvægisaðgerðir líka til móts við þá sem eru með mestu tekjurnar og það sé kannski fullmikið. „Þó mér finnist alveg sjálfsagt að skoða það,“ segir hann. Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Hækkun barnabóta er ekki nægjanleg mótvægisaðgerð við fimm prósentustiga hækkun neðra þreps tekjuskattsins, að mati Guðmundar Steingrímssonar, formanns Bjartrar framtíðar. Hann leggur til hækkun persónuafsláttar í staðinn. Fyrstu umræðu um tekjuöflunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar og virðisaukaskattsfrumvarpið er lokið á Alþingi. Nú mun umræðan fara fram í efnahags- og viðskiptanefnd, þar sem Guðmundur situr. Hann telur að það yrði mun sanngjarnara, einkum fyrir barnlaust fólk og umgengnisforeldra, að hækka persónuafslátt sem mótvægisaðgerð við hækkun neðra virðisaukaskattsþrepsins. Ekkert sé gert til að mæta þessum hópi.Guðmundur Steingrímsson„Þetta eru meðlagsgreiðendur margir og ég held að þeir hafi það margir mjög skítt. Þeir eru skráðir núna sem einstæðingar en þeir eru uppalendur barna og foreldrar. Barnabætur ná ekkert til þessa hóps og við erum að nota tækifærið og vekja máls á þessu fyrst barnabætur eru eina mótvægisaðgerðin við hækkun á matarskatti,“ segir hann. Að sögn Guðmundar gagnast persónuafsláttur öllum sem hafi úr litlu að spila. „Sú leið nær líka til umgengnisforeldra, hún nær til námsmanna og hún nær til aldraðra og örorkubótaþega. Mér finnst það sanngjarnara ef hún nær til allra hópa sem mótvægisaðgerð við aðgerð sem kemur niður á öllum hópum.“Karl GarðarssonKarl Garðarsson, þingmaður Framsóknar, segir hækkun á neðra þrepi ekki mega fara í tólf prósent. „Ég vil ekki nefna tölu núna en ég tel að hún þyrfti að vera lægri auk þess sem mótvægisaðgerðirnar þyrftu að ná til fleiri hópa. Það er ekki nóg að þær nái bara til barnafólks. Það eru svo margir aðrir stórir hópar sem yrðu skildir út undan,“ segir hann. Karl segir að sú hugmynd að hækka persónuafslátt hljómi ekki illa, en vandamálið sé að þá kæmu mótvægisaðgerðir líka til móts við þá sem eru með mestu tekjurnar og það sé kannski fullmikið. „Þó mér finnist alveg sjálfsagt að skoða það,“ segir hann.
Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira