Kossinn langþráði á baðstofuloftinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. september 2014 10:15 Listakonurnar Kristín og Margrét nýta sér sögu Nesstofu í nútímalist sinni. Mynd úr einkasafni Eitt af verkum Kristínar á sýningunni. „Orðin kláði, sviði, verkur, bólga og pirringur eru algeng lýsing líkamlegra einkenna sem íslenskar lækningajurtir áttu að hafa áhrif á og hafa líklega margoft heyrst í skoðunarherbergi Bjarna Pálssonar landlæknis. Þess vegna urðu þau sýningartitill,“ segir Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður sem ásamt Margréti Jónsdóttur leirlistakonu sýnir list í Nesstofu um þessar mundir. „Við Margrét göngum nálægt umræðuefni sem er ekki algengt í íslenskri samtímalist, til dæmis nánd og kynlíf á baðstofuloftum, staða kvenna á 18. öld og fæðingar við frumstæðar aðstæður,“ nefnir hún sem dæmi. Nesstofa var byggð 1763 sem fyrsta læknissetur landsins og hefur verið endurgerð í upprunalegri mynd. „Það er einstakt að fá tækifæri til að sýna samtímamyndlist í húsi sem á sér sögu 250 ár aftur í tímann og gefur kærkomið tækifæri til að velta fyrir sér tengingu okkar við eigin sögu og líðan,“ segir Kristín. „Ég sýni veggteppi og eggtemperu á tré, Margrét er með verk úr steinleir. Öll verkin á sýningunni, utan eitt, eru svört. Í húsinu eru tvö stór og öflug eldstæði og þar er enn lykt af sóti sem gefur manni sterka tilfinningu fyrir tímanum.“ Uppi á loftinu er stórt veggverk eftir Kristínu, saumað með lopa í haustlitum í svartan striga sem fellur fram á gólfið. Verkið sýnir ákafan koss karls og konu en áhorfendur mega ekki fara nema upp í hálfan stiga til að kíkja á þau. „Þörf fólks fyrir hamingju var sú sama fyrr á tímum og alltaf og eðlilegt að áhorfandinn fái rétt að kíkja inn í einkalíf fólks. En á meðan þörfin eilífa fyrir ástina logar á efri hæðinni minnir dauðinn á sig í kjallaranum og er innan um nytjahluti hins daglega lífs í húsinu,“ bendir listakonan á og segir öflugt samtal milli fortíðar og nútíðar myndast þar sem þjóðlegar minjar hússins blandist samtímalistinni. „Þetta er tækifæri sem gefst því miður of sjaldan að listamönnum sé hleypt nálægt þjóðararfinum og verður vonandi til þess að fleiri fái að túlka hver við erum og hvaðan við komum í réttu umhverfi,“ segir hún. Nesstofa er opin á laugardögum og sunnudögum milli klukkan 13 og 17. Á laugardögum eru þar fyrirlestrar sem tengjast efni sýningarinnar og í dag klukkan 15 er Guðrún Ásmundsdóttir leikkona með frásagnir um fæðingar sem hún setur inn í sögusvið 18. aldar. Sýningin stendur til 12. október. Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Eitt af verkum Kristínar á sýningunni. „Orðin kláði, sviði, verkur, bólga og pirringur eru algeng lýsing líkamlegra einkenna sem íslenskar lækningajurtir áttu að hafa áhrif á og hafa líklega margoft heyrst í skoðunarherbergi Bjarna Pálssonar landlæknis. Þess vegna urðu þau sýningartitill,“ segir Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður sem ásamt Margréti Jónsdóttur leirlistakonu sýnir list í Nesstofu um þessar mundir. „Við Margrét göngum nálægt umræðuefni sem er ekki algengt í íslenskri samtímalist, til dæmis nánd og kynlíf á baðstofuloftum, staða kvenna á 18. öld og fæðingar við frumstæðar aðstæður,“ nefnir hún sem dæmi. Nesstofa var byggð 1763 sem fyrsta læknissetur landsins og hefur verið endurgerð í upprunalegri mynd. „Það er einstakt að fá tækifæri til að sýna samtímamyndlist í húsi sem á sér sögu 250 ár aftur í tímann og gefur kærkomið tækifæri til að velta fyrir sér tengingu okkar við eigin sögu og líðan,“ segir Kristín. „Ég sýni veggteppi og eggtemperu á tré, Margrét er með verk úr steinleir. Öll verkin á sýningunni, utan eitt, eru svört. Í húsinu eru tvö stór og öflug eldstæði og þar er enn lykt af sóti sem gefur manni sterka tilfinningu fyrir tímanum.“ Uppi á loftinu er stórt veggverk eftir Kristínu, saumað með lopa í haustlitum í svartan striga sem fellur fram á gólfið. Verkið sýnir ákafan koss karls og konu en áhorfendur mega ekki fara nema upp í hálfan stiga til að kíkja á þau. „Þörf fólks fyrir hamingju var sú sama fyrr á tímum og alltaf og eðlilegt að áhorfandinn fái rétt að kíkja inn í einkalíf fólks. En á meðan þörfin eilífa fyrir ástina logar á efri hæðinni minnir dauðinn á sig í kjallaranum og er innan um nytjahluti hins daglega lífs í húsinu,“ bendir listakonan á og segir öflugt samtal milli fortíðar og nútíðar myndast þar sem þjóðlegar minjar hússins blandist samtímalistinni. „Þetta er tækifæri sem gefst því miður of sjaldan að listamönnum sé hleypt nálægt þjóðararfinum og verður vonandi til þess að fleiri fái að túlka hver við erum og hvaðan við komum í réttu umhverfi,“ segir hún. Nesstofa er opin á laugardögum og sunnudögum milli klukkan 13 og 17. Á laugardögum eru þar fyrirlestrar sem tengjast efni sýningarinnar og í dag klukkan 15 er Guðrún Ásmundsdóttir leikkona með frásagnir um fæðingar sem hún setur inn í sögusvið 18. aldar. Sýningin stendur til 12. október.
Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira