Erlent

Mannfall í Austur-Úkraínu meira en áður var talið

Bjarki Ármannsson skrifar
Talið er að vélin MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum.
Talið er að vélin MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum. Vísir/AP
Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir 3.543 manns hið minnsta hafa látist í átökunum í Austur-Úkraínu ef þeir 298 sem fórust með farþegaflugvélinni MH17 eru taldir með. Ivan Simonovic, aðalritari mannréttindamála, segir töluna þó „sennilega talsvert hærri“.

Áður var fjöldi látinna talinn vera í kringum þrjú þúsund. Vopnahléi var komið á 5. september en fram að því féllu að meðaltali 42 á dag í átökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×