Kjúklingavængir í sunnudagskaffinu 27. september 2014 12:00 Róbert Örn Óskarsson Róbert stendur á milli stanganna í marki FH í stórleiknum gegn Val á sunnudaginn. Valli Það sem ber hæst þessa helgina hjá Róberti Erni Óskarssyni, markverði FH, er stórleikur Hafnarfjarðarliðsins gegn Val á sunnudag. Hann hvetur fólk til að tryggja sér miða í forsölu „þar sem miðarnir eiga víst bara eftir að hækka og hækka.“Á hvers konar bíómyndir horfir þú? Ég er eins og Billy Walsh. Ég horfi á allar bíómyndir.Með hverjum? Öllum. Nema óvinum mínum auðvitað.Uppáhaldsmyndin? Godfather I og II.Ætlarðu að fara á einhverja mynd á RIFF? Ég ætla að reyna að ná sem flestum. Ég verð hins vegar að sjá Light Fly, Fly High eftir Hofseth og Østigaard. Ég er mikill áhugamaður um hnefaleika.Hefurðu farið einn í bíó? Nei. Er of meðvitaður um sjálfan mig.Hver er óskamorgunmaturinn um helgar? Auðvelt. Amerískar pönnukökur og beikon.Hver er yfirleitt helgarmorgunmaturinn? Kaffi.Sefur þú út um helgar? Ég er á æfingum klukkan hálf ellefu á laugardögum þannig að ég sef ekki lengi þá. En ég bæti mér það alltaf upp á sunnudögum.Vakir þú fram eftir? Já.Færðu þér eitthvað í gogginn á kvöldin? Að sjálfsögðu. Nachos og eitthvað svaðalegt dip. Uuusss!Ertu með nammidag? Hvaða nammi færðu þér? Engan sérstakan nammidag. Það er hræðileg hugmynd. Ég er nautnaseggur.Hvað er í sunnudagskaffinu? Ég er meiri matmaður en sælkeri eins og allir mennirnir í fjölskyldunni. Þannig að kjúklingavængir eru mjög líklegir.Hvað er annars að frétta? Það er helst að frétta að epíkin Grafir og bein eftir Anton Inga Sigurðsson verður frumsýnd 31. okt. nk. Mynd sem á eftir að vinna hug og hjörtu gagnrýnenda og raska svefni hörðustu manna. Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Það sem ber hæst þessa helgina hjá Róberti Erni Óskarssyni, markverði FH, er stórleikur Hafnarfjarðarliðsins gegn Val á sunnudag. Hann hvetur fólk til að tryggja sér miða í forsölu „þar sem miðarnir eiga víst bara eftir að hækka og hækka.“Á hvers konar bíómyndir horfir þú? Ég er eins og Billy Walsh. Ég horfi á allar bíómyndir.Með hverjum? Öllum. Nema óvinum mínum auðvitað.Uppáhaldsmyndin? Godfather I og II.Ætlarðu að fara á einhverja mynd á RIFF? Ég ætla að reyna að ná sem flestum. Ég verð hins vegar að sjá Light Fly, Fly High eftir Hofseth og Østigaard. Ég er mikill áhugamaður um hnefaleika.Hefurðu farið einn í bíó? Nei. Er of meðvitaður um sjálfan mig.Hver er óskamorgunmaturinn um helgar? Auðvelt. Amerískar pönnukökur og beikon.Hver er yfirleitt helgarmorgunmaturinn? Kaffi.Sefur þú út um helgar? Ég er á æfingum klukkan hálf ellefu á laugardögum þannig að ég sef ekki lengi þá. En ég bæti mér það alltaf upp á sunnudögum.Vakir þú fram eftir? Já.Færðu þér eitthvað í gogginn á kvöldin? Að sjálfsögðu. Nachos og eitthvað svaðalegt dip. Uuusss!Ertu með nammidag? Hvaða nammi færðu þér? Engan sérstakan nammidag. Það er hræðileg hugmynd. Ég er nautnaseggur.Hvað er í sunnudagskaffinu? Ég er meiri matmaður en sælkeri eins og allir mennirnir í fjölskyldunni. Þannig að kjúklingavængir eru mjög líklegir.Hvað er annars að frétta? Það er helst að frétta að epíkin Grafir og bein eftir Anton Inga Sigurðsson verður frumsýnd 31. okt. nk. Mynd sem á eftir að vinna hug og hjörtu gagnrýnenda og raska svefni hörðustu manna.
Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira