Tónlist

Lifa í draumi eins og skáldið orti forðum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Lily Of The Valley er hvað þekktust fyrir lagið I'll Be Waiting.
Lily Of The Valley er hvað þekktust fyrir lagið I'll Be Waiting. mynd/úr einkasafni
„Þetta er skemmtileg saga nefnilega hvernig þetta fór svona, við kynntumst strákunum í Johnny á Airwaves í fyrra og upphófst skemmtilegt samstarf þar sem við spiluðum mikið af tónleikum saman í vetur,“ segir Logi Marr, gítarleikari hljómsveitarinnar Lily of the Valley. Hljómsveitin sendi nýverið frá sér nýtt lag sem heitir Back og fengu strákana í Johnny and the Rest til að taka upp lagið með sér.

„Við tókum svo tónleikatúr um landið í sumar og kórónuðum sumarið svo með því að fara í hljóðverið saman. Þetta er í raun okkar draumur að fá að spila tónlist með svona frábæru fólki svo við erum að lifa í draumi eins og skáldið orti,“ segir Logi.

Með Back fylgir hljómsveitin Lily of the Valley eftir laginu I'll be waiting sem hefur gert það gott á öldum ljósvakans og lofar Logi að sveitin eigi eftir að troða upp hér og þar í nánustu framtíð.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.