Býrð. Þú. Langt. Upp. Coonagh? Sara McMahon skrifar 30. september 2014 07:00 Fyrir óralöngu síðan flutti ég til föðurlandsins. Ég fékk inni hjá föðurbróður mínum og fjölskyldu hans í heimaborginni Limerick og ég var nokkuð fljót að aðlagast nýjum háttum og lífi. Það er að segja fyrir utan tvennt: Skólabúninginn sem ég þurfti að klæðast og mállýskunni sem ákveðinn hópur borgarbúa talaði. Frændur mínir sögðu mér að ef ég fyndi mig í þeirri aðstöðu að skilja ekki eitthvað sem við mig væri sagt, væri sniðugast að brosa vinalega og kinka kolli. Þetta reyndist hið þokkalegasta ráð – eða allt þar til ég var á leið heim eina nótt eftir kvöld á kránni. Í þá daga tíðkaðist að námsmenn söfnuðust við leigubílastöð sem ók fólki heim fyrir fast verð, nema hver leigubíll var fylltur af fólki sem átti leið í sama hverfið. Þar sem ég bjó svolítið fyrir utan borgina var mér alltaf skutlað síðast heim og þetta tiltekna kvöld ákvað leigubílstjórinn að halda uppi samræðum á meðan á akstri stóð. Ég skildi því miður aðeins orð og orð af því sem maðurinn sagði og á meðan hann lét dæluna ganga, brosti ég og kinkaði látlaust kolli. Svo tók ég allt í einu eftir því að bílstjórinn starði í forundran á mig í baksýnisspeglinum. Það kom á mig svolítið fát og afsakandi sagðist ég ekki hafa heyrt almennilega það sem hann sagði. Bílstjórinn endurtók sig og aftur skildi ég ekki neitt. Hann endurtók sig í þriðja, og svo fjórða sinn, þar til hann loks mataði hvert orð ofan í mig skýrt og skorinort: „Do. You. Live. Far. Up. Coonagh?“ Í þetta sinn svaraði ég neitandi, ég átti alls ekki heima mjög langt upp Coonagh-götu eins og ég hafði upphaflega gefið til kynna með krónískum höfuðhreyfingum. Hver er tilgangurinn með því að rifja upp þessa sögu núna, kann einhver að spyrja? Satt að segja veit ég það ekki. Atvikið rifjaðist einfaldlega upp fyrir mér eftir umræður síðustu vikna um nýja fjárlagafrumvarpið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun
Fyrir óralöngu síðan flutti ég til föðurlandsins. Ég fékk inni hjá föðurbróður mínum og fjölskyldu hans í heimaborginni Limerick og ég var nokkuð fljót að aðlagast nýjum háttum og lífi. Það er að segja fyrir utan tvennt: Skólabúninginn sem ég þurfti að klæðast og mállýskunni sem ákveðinn hópur borgarbúa talaði. Frændur mínir sögðu mér að ef ég fyndi mig í þeirri aðstöðu að skilja ekki eitthvað sem við mig væri sagt, væri sniðugast að brosa vinalega og kinka kolli. Þetta reyndist hið þokkalegasta ráð – eða allt þar til ég var á leið heim eina nótt eftir kvöld á kránni. Í þá daga tíðkaðist að námsmenn söfnuðust við leigubílastöð sem ók fólki heim fyrir fast verð, nema hver leigubíll var fylltur af fólki sem átti leið í sama hverfið. Þar sem ég bjó svolítið fyrir utan borgina var mér alltaf skutlað síðast heim og þetta tiltekna kvöld ákvað leigubílstjórinn að halda uppi samræðum á meðan á akstri stóð. Ég skildi því miður aðeins orð og orð af því sem maðurinn sagði og á meðan hann lét dæluna ganga, brosti ég og kinkaði látlaust kolli. Svo tók ég allt í einu eftir því að bílstjórinn starði í forundran á mig í baksýnisspeglinum. Það kom á mig svolítið fát og afsakandi sagðist ég ekki hafa heyrt almennilega það sem hann sagði. Bílstjórinn endurtók sig og aftur skildi ég ekki neitt. Hann endurtók sig í þriðja, og svo fjórða sinn, þar til hann loks mataði hvert orð ofan í mig skýrt og skorinort: „Do. You. Live. Far. Up. Coonagh?“ Í þetta sinn svaraði ég neitandi, ég átti alls ekki heima mjög langt upp Coonagh-götu eins og ég hafði upphaflega gefið til kynna með krónískum höfuðhreyfingum. Hver er tilgangurinn með því að rifja upp þessa sögu núna, kann einhver að spyrja? Satt að segja veit ég það ekki. Atvikið rifjaðist einfaldlega upp fyrir mér eftir umræður síðustu vikna um nýja fjárlagafrumvarpið.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun