Menning

Við sjálf og þeir sem við elskum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Arnhildur, Trausti og Ingibjörg.
Arnhildur, Trausti og Ingibjörg. Mynd/Úr einkasafni
„Þessi músík hefur svo margar víddir. Ég get ekki lýst henni á fræðilegan hátt en hún er sterkt og hrífandi verk,“ segir Trausti Ólafsson, leiklistarfræðingur, kennari og þýðandi, um tónlist Benjamíns Britten við ljóðaflokkinn Á eynni þeirri eftir W.H. Auden.

 

Trausti hefur þýtt ljóðin og nú mun Ingibjörg Guðjónsdóttir sópransöngkona syngja þau við undirleik Arnhildar Valgarðsdóttur í Hannesarholti annað kvöld.

Trausti kveðst hafa gert tvær atrennur að þýðingunni, þá seinni sérstaklega svo hún félli vel að tónlistinni. Hann líkir útkomunni við fallegt hjónaband. En hver er eyjan?

„Mér finnst hún vera við sjálf og þeir sem við elskum. Allur heimurinn, hafið, litbrigðin og hringrás vatnsins. Það er ótrúleg stemning í þessu verki.“

Stundin í Hannesarholti hefst klukkan 20 annað kvöld, fimmtudag.

Trausti mun þar einnig lesa þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar á ljóðinu Ferð til Íslands eftir Auden.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×