Afskiptaleysi getur verið banvænt Friðrika Benónýsdóttir skrifar 4. október 2014 10:30 Heiðrún Ólafsdóttir. "Ég gæti verið konan sem verður fyrir ofbeldi af hendi maka síns, ég gæti verið barnið sem varð vitni að ofbeldinu eða ég gæti verið vinkona einhverrar sem hefur þessa reynslu.” vísir/Stefán „Efnið er svolítið sprottið úr eigin ranni, en þetta er samt alls ekki sjálfsævisöguleg saga,“ segir Heiðrún Ólafsdóttir um skáldsögu sína Leið sem komin er út hjá Sæmundi bókaútgáfu. „Við eigum öll einhverja sögu sem við felum kirfilega fyrir umheiminum. Við funkerum alveg, mætum í vinnuna og stöndum okkur, en oft býr eitthvað undir sem okkur gengur miserfiðlega að lifa með, þunglyndi er nefnilega svo lúmskur fjandi.“ Söguhetja Leiðar, Signý, segir sögu sína í fyrstu persónu og strax á fyrstu síðunum verður ljóst að hún hefur ákveðið að stytta sér aldur. Ástæðurnar fyrir þeirri ákvörðun koma smátt og smátt í ljós í endurlitum hennar, en lesandinn fær samt ekki tilfinningu fyrir því að hún sé þunglynd. „Það er líka eitt af því sem ég vildi koma á framfæri,“ segir Heiðrún. „Maður heldur alltaf að fólk sem sviptir sig lífi geri það af einhverri einni rosalegri ástæðu. Signý er hins vegar raunsæismanneskja og hefur bara komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé ekki þess virði.“ Það er dálítið stór pakki sem Signý hefur á bakinu, hún elst upp við heimilisofbeldi, funkerar ekki í ástarsamböndum og er nýkomin úr brjóstnámi vegna krabbameins. Er það ekki dálítið stór pakki fyrir eina sögupersónu? „Ég velti því einmitt fyrir mér þegar ég var að skrifa söguna, en svona er nú bara lífið, ég þekki konur sem glíma við akkúrat þennan pakka,“ segir Heiðrún. „Þetta er líka sagan um barnið sem gleymdist að hugsa um á uppvaxtarárunum og ég held að það sé dálítið algengt hjá fólki af minni kynslóð. Við gengum sjálfala í einhverjum nýbyggingum í Breiðholtinu á meðan pabbi og mamma voru á fullu að vinna fyrir nýju íbúðinni. Þau hugsuðu auðvitað um okkur, en það var bara tíðarandinn að börn ættu að finna út úr lífinu sjálf og það getur haft alvarlegar afleiðingar. Afskiptaleysi getur nefnilega verið banvænt.“ Heiðrún þvertekur fyrir það að Signý endurspegli að nokkru leyti hana sjálfa. „Ég gæti verið konan sem verður fyrir ofbeldi af hendi maka síns, ég gæti verið barnið sem varð vitni að ofbeldinu eða ég gæti verið vinkona einhverrar sem hefur þessa reynslu. Það skiptir bara engu máli. Þessi saga er innlegg í umræðuna um sjálfsvíg og heimilisofbeldi og kannski enn þá frekar hvernig það sem við verðum fyrir í uppvextinum heldur áfram að grassera í okkur ef við gerum ekkert í því. Ég vil að sagan verði hvatning til að fólk þori að segja frá, hætti að byrgja slæma reynslu inni. Svo erum við svo misjafnlega gerð að sumir bara taka svona ákvarðanir og standa við þær þótt lífið reyni að sýna þeim að ákvörðunin sé ekkert endilega rétt. Ákveða bara að nú sé þetta orðið nóg og kveðja.“ Leið er fyrsta skáldsaga Heiðrúnar en hún hefur áður sent frá sér tvær ljóðabækur, Á milli okkar allt og Af hjaranum, sem tilnefnd var til Fjöruverðlaunanna í fyrra, hvers vegna valdi hún skáldsöguformið til að segja þessa sögu? „Þetta efni bara kallaði á þetta form, ég get ekki útskýrt það öðru vísi,“ segir Heiðrún. „Það tók töluverðan tíma að finna réttu leiðina til að segja þessa sögu og elstu kaflar bókarinnar eru um tíu ára gamlir. Ég þurfti að taka nokkrar atrennur að henni til að finna réttu sögukonuna, það var alltaf á hreinu að það yrði að vera kona sem segði frá í fyrstu persónu. Svo er maður svolítið smeykur um að þetta verði afgreitt sem einhver kellingabók, bara enn ein konan að segja sína sögu. Ég vona samt ekki og þeir sem hafa lesið bókina hafa verið mjög ánægðir, ég hef fengið mjög jákvæð viðbrögð frá lesendum þannig að ég er bara nokkuð keik.“ Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Efnið er svolítið sprottið úr eigin ranni, en þetta er samt alls ekki sjálfsævisöguleg saga,“ segir Heiðrún Ólafsdóttir um skáldsögu sína Leið sem komin er út hjá Sæmundi bókaútgáfu. „Við eigum öll einhverja sögu sem við felum kirfilega fyrir umheiminum. Við funkerum alveg, mætum í vinnuna og stöndum okkur, en oft býr eitthvað undir sem okkur gengur miserfiðlega að lifa með, þunglyndi er nefnilega svo lúmskur fjandi.“ Söguhetja Leiðar, Signý, segir sögu sína í fyrstu persónu og strax á fyrstu síðunum verður ljóst að hún hefur ákveðið að stytta sér aldur. Ástæðurnar fyrir þeirri ákvörðun koma smátt og smátt í ljós í endurlitum hennar, en lesandinn fær samt ekki tilfinningu fyrir því að hún sé þunglynd. „Það er líka eitt af því sem ég vildi koma á framfæri,“ segir Heiðrún. „Maður heldur alltaf að fólk sem sviptir sig lífi geri það af einhverri einni rosalegri ástæðu. Signý er hins vegar raunsæismanneskja og hefur bara komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé ekki þess virði.“ Það er dálítið stór pakki sem Signý hefur á bakinu, hún elst upp við heimilisofbeldi, funkerar ekki í ástarsamböndum og er nýkomin úr brjóstnámi vegna krabbameins. Er það ekki dálítið stór pakki fyrir eina sögupersónu? „Ég velti því einmitt fyrir mér þegar ég var að skrifa söguna, en svona er nú bara lífið, ég þekki konur sem glíma við akkúrat þennan pakka,“ segir Heiðrún. „Þetta er líka sagan um barnið sem gleymdist að hugsa um á uppvaxtarárunum og ég held að það sé dálítið algengt hjá fólki af minni kynslóð. Við gengum sjálfala í einhverjum nýbyggingum í Breiðholtinu á meðan pabbi og mamma voru á fullu að vinna fyrir nýju íbúðinni. Þau hugsuðu auðvitað um okkur, en það var bara tíðarandinn að börn ættu að finna út úr lífinu sjálf og það getur haft alvarlegar afleiðingar. Afskiptaleysi getur nefnilega verið banvænt.“ Heiðrún þvertekur fyrir það að Signý endurspegli að nokkru leyti hana sjálfa. „Ég gæti verið konan sem verður fyrir ofbeldi af hendi maka síns, ég gæti verið barnið sem varð vitni að ofbeldinu eða ég gæti verið vinkona einhverrar sem hefur þessa reynslu. Það skiptir bara engu máli. Þessi saga er innlegg í umræðuna um sjálfsvíg og heimilisofbeldi og kannski enn þá frekar hvernig það sem við verðum fyrir í uppvextinum heldur áfram að grassera í okkur ef við gerum ekkert í því. Ég vil að sagan verði hvatning til að fólk þori að segja frá, hætti að byrgja slæma reynslu inni. Svo erum við svo misjafnlega gerð að sumir bara taka svona ákvarðanir og standa við þær þótt lífið reyni að sýna þeim að ákvörðunin sé ekkert endilega rétt. Ákveða bara að nú sé þetta orðið nóg og kveðja.“ Leið er fyrsta skáldsaga Heiðrúnar en hún hefur áður sent frá sér tvær ljóðabækur, Á milli okkar allt og Af hjaranum, sem tilnefnd var til Fjöruverðlaunanna í fyrra, hvers vegna valdi hún skáldsöguformið til að segja þessa sögu? „Þetta efni bara kallaði á þetta form, ég get ekki útskýrt það öðru vísi,“ segir Heiðrún. „Það tók töluverðan tíma að finna réttu leiðina til að segja þessa sögu og elstu kaflar bókarinnar eru um tíu ára gamlir. Ég þurfti að taka nokkrar atrennur að henni til að finna réttu sögukonuna, það var alltaf á hreinu að það yrði að vera kona sem segði frá í fyrstu persónu. Svo er maður svolítið smeykur um að þetta verði afgreitt sem einhver kellingabók, bara enn ein konan að segja sína sögu. Ég vona samt ekki og þeir sem hafa lesið bókina hafa verið mjög ánægðir, ég hef fengið mjög jákvæð viðbrögð frá lesendum þannig að ég er bara nokkuð keik.“
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira