Óskar sér glöggra og nærgöngulla lesenda Friðrika Benónýsdóttir skrifar 6. október 2014 10:00 Davíð Stefánsson: „Satt best að segja held ég ekki að ég sé neitt færari um það en aðrir lesendur að segja þér hver meining sagnanna sé.“ Vísir/Ernir Þetta er fyrsta smásagnasafnið mitt, hingað til hef ég einungis gefið út ljóð,“ segir Davíð Stefánsson um nýja bók sína Hlýtt og satt – átján sögur af lífi og lygum, sem eins og nafnið bendir til inniheldur átján smásögur. „Ég átti lengi í erfiðleikum með að skrifa prósa sem ég var ánægður með, en eftir að ég uppgötvaði að ég var alltaf að reyna að skrifa eins og ég hélt að ætti að skrifa prósa og hætti því fór þetta að rokganga.“ Davíð segist hafa átt brot af smásögum og skáldsögu en ekki tekið sig til og farið að vinna í þeim af alvöru fyrr en árið 2011. „Sumar sögurnar í Hlýtt og satt eru gamlar sögur sem ég endurskrifaði fyrir útgáfuna en aðrar eru nýjar og komu mun auðveldlegar til mín. Ég er nokkuð viss um að glöggur og nærgöngull lesandi getur séð hvaða sögur það eru. Ég óska mér slíkra lesenda.“ Spurður hvað það sé sem hann vilji koma á framfæri í þessum sögum svarar Davíð að bragði: „Nú á ég auðvitað að segja að mitt sé að skrifa og þitt að skilja og satt best að segja held ég ekki að ég sé neitt færari um það en aðrir lesendur að segja þér hver meining sagnanna sé. Þetta eru marglaga sögur sem krefjast nokkuð gaumgæfilegs lesturs, meiningin liggur yfirleitt ekki á yfirborði þeirra. Þarna er fjallað um tilfinningar og samskipti fólks, einkum ástvina, og ef það ætti að súmmera upp eitthvert þema yrði það sennilega eitthvað á þann veg að sögurnar fjölluðu um hvað það er að vera manneskja og þurfa að hafa samskipti við aðrar manneskjur.“ Spurður hvort vænta megi fleiri prósaverka frá hans hendi segist Davíð vera kominn vel á veg með skáldsögu. „Hún er eiginlega orðin til í höfðinu á mér og ef Guð lofar þarftu að hringja aftur í mig að ári til að ræða við mig um hana.“ Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þetta er fyrsta smásagnasafnið mitt, hingað til hef ég einungis gefið út ljóð,“ segir Davíð Stefánsson um nýja bók sína Hlýtt og satt – átján sögur af lífi og lygum, sem eins og nafnið bendir til inniheldur átján smásögur. „Ég átti lengi í erfiðleikum með að skrifa prósa sem ég var ánægður með, en eftir að ég uppgötvaði að ég var alltaf að reyna að skrifa eins og ég hélt að ætti að skrifa prósa og hætti því fór þetta að rokganga.“ Davíð segist hafa átt brot af smásögum og skáldsögu en ekki tekið sig til og farið að vinna í þeim af alvöru fyrr en árið 2011. „Sumar sögurnar í Hlýtt og satt eru gamlar sögur sem ég endurskrifaði fyrir útgáfuna en aðrar eru nýjar og komu mun auðveldlegar til mín. Ég er nokkuð viss um að glöggur og nærgöngull lesandi getur séð hvaða sögur það eru. Ég óska mér slíkra lesenda.“ Spurður hvað það sé sem hann vilji koma á framfæri í þessum sögum svarar Davíð að bragði: „Nú á ég auðvitað að segja að mitt sé að skrifa og þitt að skilja og satt best að segja held ég ekki að ég sé neitt færari um það en aðrir lesendur að segja þér hver meining sagnanna sé. Þetta eru marglaga sögur sem krefjast nokkuð gaumgæfilegs lesturs, meiningin liggur yfirleitt ekki á yfirborði þeirra. Þarna er fjallað um tilfinningar og samskipti fólks, einkum ástvina, og ef það ætti að súmmera upp eitthvert þema yrði það sennilega eitthvað á þann veg að sögurnar fjölluðu um hvað það er að vera manneskja og þurfa að hafa samskipti við aðrar manneskjur.“ Spurður hvort vænta megi fleiri prósaverka frá hans hendi segist Davíð vera kominn vel á veg með skáldsögu. „Hún er eiginlega orðin til í höfðinu á mér og ef Guð lofar þarftu að hringja aftur í mig að ári til að ræða við mig um hana.“
Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp