Rostungshrollvekja Þórður Ingi Jónsson skrifar 9. október 2014 13:00 Verðandi rostungur - Justin Long leikur aðalfórnarlambið. Kvikmyndin Tusk verður frumsýnd hér á landi í Laugarásbíói á mánudaginn. Myndin er nýjasta verk leikstjórans, grínistans og Íslandsvinarins Kevins Smith en hann var staddur hér á landi árið 2011 þar sem hann hélt uppistandið sitt fræga, An Evening With Kevin Smith, í Hörpunni. Kevin Smith er langþekktastur fyrir sínar sérstöku grínmyndir en honum skaut upp á stjörnuhimininn árið 1994 með myndinni Clerks. Sú var afar ódýr í framleiðslu en hinn einfaldi söguþráður sem byggðist aðallega á fyndnum samtölum varð til þess að myndin var mjög áhrifamikil á indímyndasenunni. Smith hefur gert margar grínmyndir sem eiga það allar sameiginlegt að gerast í heimabæ hans New Jersey en í þeim koma oft fyrir sömu karakterarnir, svo sem tvíeykið geðþekka Jay og Silent Bob. Á undanförnum árum hefur Smith verið að færa sig út fyrir þægindarammann með því að gera hryllingsmyndir. Hrollvekjan Red State kom út árið 2011 og fjallar um unglinga sem lenda í klónum á klikkuðum sértrúarsöfnuði. Tusk er nýjasta hrollvekjan hans en sami leikari er í hlutverki „vonda karlsins“ og í Red State, Michael Parks. Söguþráðurinn í Tusk er ansi geggjaður en myndin á að vera sú fyrsta í þríleik sem Smith kallar True North-þríleikinn. Myndin fjallar um internetsútvarpsmanninn Wallace Bryton (Justin Long) en besti vinur hans, Teddy (Haley Joel Osmont), og kærastan hans, Allison (Ally Leon), fara að leita að honum þegar hann týnist eftir að hafa tekið viðtal við dularfullan sjómann að nafni Howard Howe (Michael Parks). Í ljós kemur að Howe hefur reynt að breyta Wallace í rostung. Þetta er söguþráður myndarinnar. Myndin hefur fengið afar misjafna dóma, sumir segja hana ömurlega en öðrum finnst hún frábær. Því verður spennandi að sjá hvernig leikstjóranum hefur tekist að útfæra þessa absúrd sögu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndin Tusk verður frumsýnd hér á landi í Laugarásbíói á mánudaginn. Myndin er nýjasta verk leikstjórans, grínistans og Íslandsvinarins Kevins Smith en hann var staddur hér á landi árið 2011 þar sem hann hélt uppistandið sitt fræga, An Evening With Kevin Smith, í Hörpunni. Kevin Smith er langþekktastur fyrir sínar sérstöku grínmyndir en honum skaut upp á stjörnuhimininn árið 1994 með myndinni Clerks. Sú var afar ódýr í framleiðslu en hinn einfaldi söguþráður sem byggðist aðallega á fyndnum samtölum varð til þess að myndin var mjög áhrifamikil á indímyndasenunni. Smith hefur gert margar grínmyndir sem eiga það allar sameiginlegt að gerast í heimabæ hans New Jersey en í þeim koma oft fyrir sömu karakterarnir, svo sem tvíeykið geðþekka Jay og Silent Bob. Á undanförnum árum hefur Smith verið að færa sig út fyrir þægindarammann með því að gera hryllingsmyndir. Hrollvekjan Red State kom út árið 2011 og fjallar um unglinga sem lenda í klónum á klikkuðum sértrúarsöfnuði. Tusk er nýjasta hrollvekjan hans en sami leikari er í hlutverki „vonda karlsins“ og í Red State, Michael Parks. Söguþráðurinn í Tusk er ansi geggjaður en myndin á að vera sú fyrsta í þríleik sem Smith kallar True North-þríleikinn. Myndin fjallar um internetsútvarpsmanninn Wallace Bryton (Justin Long) en besti vinur hans, Teddy (Haley Joel Osmont), og kærastan hans, Allison (Ally Leon), fara að leita að honum þegar hann týnist eftir að hafa tekið viðtal við dularfullan sjómann að nafni Howard Howe (Michael Parks). Í ljós kemur að Howe hefur reynt að breyta Wallace í rostung. Þetta er söguþráður myndarinnar. Myndin hefur fengið afar misjafna dóma, sumir segja hana ömurlega en öðrum finnst hún frábær. Því verður spennandi að sjá hvernig leikstjóranum hefur tekist að útfæra þessa absúrd sögu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira