Krakkamyndir kveiktu áhugann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. október 2014 14:00 Myndefnin eru ýmist valin samkvæmt kerfi þar sem staðir úr ákveðnum sögum eru afmarkaðir eða eftir eigin fyrirmælum, segir Erla. Fréttablaðið/Pjetur „Ég er að sýna stór málverk, fígúratív verk í átt að ljósmyndaraunsæi. Þar eru fossar, jökull og torfbær en þemað er samt alþjóðlegt,“ segir Erla Haraldsdóttir myndlistarmaður þegar hún er beðin að lýsa í nokkrum orðum sýningunni Visual Wandering, eða Sjónrænar göngur, í Listasafni ASÍ sem hún opnar í dag klukkan 15. „Myndefnin eru ýmist valin samkvæmt kerfi þar sem tilviljunarkenndir staðir úr ákveðnum sögum eru afmarkaðir eða eftir fyrirmælum,“ lýsir hún og heldur áfram að útskýra aðferðir sínar. „Fullkomið frelsi getur orðið til trafala og vissir rammar og fyrirmæli verið til bóta en þegar maður er komin á kaf í verkefnin þá koma hugmyndirnar. Þessar aðferðir er hægt að nýta í öllum listum.“ Hún kveðst hafa gefið út bók fyrir um það bil mánuði hjá Crymogeu um rannsóknir á myndlist og þeim aðferðum sem hún notar. „Svo kemur út önnur bók eftir mig eftir jól.“ Erla er héðan úr Reykjavík en flutti til Svíþjóðar níu ára og fór bæði í listaháskóla í Stokkhólmi og Gautaborg áður en hún hélt til San Francisco og fór í Art Institute. Ætlaði hún alltaf að verða myndlistarmaður? „Já, það var þegar ég var níu ára og flutti til Svíþjóðar sem sú hugmynd kviknaði. Ég kunni ekki orð í sænsku og var bara feimin og vandræðaleg en kynntist krökkunum þannig að ég teiknaði af þeim portrett. Það bjargaði mér. Segja má að tengsl séu rauði þráðurinn á bak við alla mína listsköpun.“ Erla býr í Berlín og er þar með vinnustofu en er líka gestaprófessor í Umeå í Svíþjóð. „Ég er búin að vera á listamannalaunum,“ segir hún og kveðst hafa unnið að málverkunum sem eru á sýningunni í ASÍ síðustu tvö ár. Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Sjá meira
„Ég er að sýna stór málverk, fígúratív verk í átt að ljósmyndaraunsæi. Þar eru fossar, jökull og torfbær en þemað er samt alþjóðlegt,“ segir Erla Haraldsdóttir myndlistarmaður þegar hún er beðin að lýsa í nokkrum orðum sýningunni Visual Wandering, eða Sjónrænar göngur, í Listasafni ASÍ sem hún opnar í dag klukkan 15. „Myndefnin eru ýmist valin samkvæmt kerfi þar sem tilviljunarkenndir staðir úr ákveðnum sögum eru afmarkaðir eða eftir fyrirmælum,“ lýsir hún og heldur áfram að útskýra aðferðir sínar. „Fullkomið frelsi getur orðið til trafala og vissir rammar og fyrirmæli verið til bóta en þegar maður er komin á kaf í verkefnin þá koma hugmyndirnar. Þessar aðferðir er hægt að nýta í öllum listum.“ Hún kveðst hafa gefið út bók fyrir um það bil mánuði hjá Crymogeu um rannsóknir á myndlist og þeim aðferðum sem hún notar. „Svo kemur út önnur bók eftir mig eftir jól.“ Erla er héðan úr Reykjavík en flutti til Svíþjóðar níu ára og fór bæði í listaháskóla í Stokkhólmi og Gautaborg áður en hún hélt til San Francisco og fór í Art Institute. Ætlaði hún alltaf að verða myndlistarmaður? „Já, það var þegar ég var níu ára og flutti til Svíþjóðar sem sú hugmynd kviknaði. Ég kunni ekki orð í sænsku og var bara feimin og vandræðaleg en kynntist krökkunum þannig að ég teiknaði af þeim portrett. Það bjargaði mér. Segja má að tengsl séu rauði þráðurinn á bak við alla mína listsköpun.“ Erla býr í Berlín og er þar með vinnustofu en er líka gestaprófessor í Umeå í Svíþjóð. „Ég er búin að vera á listamannalaunum,“ segir hún og kveðst hafa unnið að málverkunum sem eru á sýningunni í ASÍ síðustu tvö ár.
Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Sjá meira