Menning

Allir lesa á B.S.Í.

Upphafsmaður verkefnisins, Jón Karl Helgason háskólakennari og stjórnarmaður hjá Miðstöð íslenskra bókmennta, skýrði frá tildrögum hugmyndarinnar.
Upphafsmaður verkefnisins, Jón Karl Helgason háskólakennari og stjórnarmaður hjá Miðstöð íslenskra bókmennta, skýrði frá tildrögum hugmyndarinnar.
Í gær var opnaður nýr lestrarvefur, sem ber heitið Allir lesa, á vegum Miðstöðvar íslenskra bókmennta og Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO. Vefurinn, sem er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum svo vitað sé, er vettvangur Allir lesa – Landsleiks í lestri, liðakeppni með svipuðu sniði og Hjólað í vinnuna og Lífshlaupið, sem eru Íslendingum að góðu kunnir.

Leikurinn hefst eftir viku, 17. október, og geta keppendur skráð sig á slóðinni allirlesa.is.

Af þessu tilefni var slegið upp veislu á BSÍ, stoppistöð allra landsmanna, og var margt um dýrðir. Hrefna Haraldsdóttir, stjórnarformaður Miðstöðvar íslenskra bókmennta, sagði við þetta tilefni að það væri engin tilviljun að opnunin færi fram á BSÍ, með því væri undirstrikað að verkefnið væri fyrir alla landsmenn – því allir lesi alls staðar.



Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, var á staðnum og fangaði stemninguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×