Eðlilegt að vilja drepa gerandann Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. október 2014 10:00 Steinar Bragi: „Ég komst að því að nánast allar stelpur sem ég þekkti höfðu orðið fyrir jafnvel grófu kynferðisofbeldi á einhverjum tímapunkti.“ Vísir/Pjetur „Kata er kona sem missir dóttur sína við skelfilegar aðstæður og fer í gegnum sorg. Bókin lýsir tilfinningalegri og pólitískri vakningu hennar. Þar hefurðu fimm hundruð blaðsíðna bók í sem stystu máli,“ segir Steinar Bragi beðinn að súmmera upp inntakið í nýjustu skáldsögu sinni, Kötu. „Rauði þráðurinn í bókinni er kynferðislegt ofbeldi gegn konum og það var nokkuð óvænt fyrir mig hvað tökin á því urðu pólitísk, allavega lengi framan af bókinni. Ég hafði ekki beint séð það fyrir mér að ég myndi skrifa bók sem ætti félagslegt erindi, en það gerðist sisvona. Það er ekki eins og ég leggi upp með eitthvert sérstakt erindi þegar ég byrja að skrifa bók heldur kviknar hjá mér áhugi á dramatískum kringumstæðum, eins og í þessu tilfelli, ég stíg til hliðar og leyfi þeim að fara sína leið.“ Steinar Bragi segist hafa viljað skrifa um persónu sem væri ólík honum að flestu leyti en Kata hafi komið honum á óvart. „Svo tók hún yfir bókina. Um miðbik bókar byrjar persónan að lifna og höfundurinn deyr, þannig séð. Það er margt í bókinni sem mér sjálfum þykir siðferðilega hæpið og gæti ekki hvatt neinn til að gera, en þessi persóna velur aðra leið og tekur beint strik inn á svæði þar sem ég hélt að færi öðruvísi fyrir henni, en ég ætla ekki að afhjúpa það hér hvernig fer.“Þekkir afleiðingar ofbeldis Félagslegu skilaboðin í Kötu eru kristaltær. „Þegar kerfið bregst verður einstaklingurinn að grípa til sinna ráða. Það hefur ríkt gríðarleg óánægja með framgang mála sem varða kynferðisofbeldi. Ekki bara að dómarnir séu vægir heldur hvað sönnunarbyrðin er ofboðslega ströng. Eða eins og Kata segir í bókinni: Sönnunarbyrðin í kynferðisofbeldismálum hlýtur að vera strangari en í eðlisfræðirannsóknum. Sumum dómurum virðist bara aldrei vera hægt að sýna fram á nauðgun. Það er líka dálítið sláandi hvað við skorum hátt í nauðgunum. Tölur frá 2003 sýna 24 kærðar nauðganir á hverja hundrað þúsund íbúa á Íslandi á meðan meðaltalið á Norðurlöndum er tíu. Sex árum síðar – samkvæmt skýrslu innanríkisráðuneytisins þá er meðaltalið komið í 32 nauðganir á hundrað þúsund íbúa. Ekki nóg með það heldur eru aðrar tölur slæmar fyrir Íslendinga líka; hversu alvarlegt kynferðisofbeldið er, hversu ofboðslega fáar kærur fá náð fyrir augum saksóknara og í hve fáum er sakfellt.“ Hvers vegna sækir þessi málaflokkur svona sterkt á tæplega fertugan karlmann? „Ég veit það ekki, málið er mér bara skylt. Þegar ég las Á mannamáli eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur fyrir fimm árum var ég mjög sleginn yfir tölunum sem þar komu fram og ég fór að taka betur eftir ofbeldinu sem konur í kringum mig höfðu orðið fyrir. Ég komst að því að nánast allar stelpur sem ég þekkti höfðu orðið fyrir jafnvel grófu kynferðisofbeldi á einhverjum tímapunkti. Ég hef líka reynslu af afleiðingum ofbeldisins, sem eru mjög slæmar og oft langvarandi.“ Meðal kveikjanna að Kötu segir Steinar Bragi hafa verið dvöl í sumarbústað þar sem hann las lífsreynslusögur Vikunnar í hrönnum, meðal annars sögu konu sem hafði verið byrluð ólyfjan og nauðgað af þremur mönnum samkvæmt læknisskoðun á Neyðarmóttöku, en mundi ekkert. „Ég á bágt með að skilja hvernig fólk jafnar sig á slíkri reynslu, eftir að hafa verið svipt sjálfræði sínu, gert að dauðum hlut sem höfð eru not af og skilað.“ Saga Kötu er sögð út frá sjónarhóli aðstandandans, ekki fórnarlambsins, hvers vegna valdirðu þá leið? „Það er auðvitað næst mínu sjónarhorni á þessi mál og gerðist bara af sjálfu sér strax í upphafi.“Kalman í dúkkuhúsi Þú ert alveg óhræddur við að nota raunverulegar persónur úr íslenskum samtíma, er það ekkert hættulegt? „Nei, nei, ég nenni ekki að búa til einhver sæt dulnefni og svo lengi sem maður særir ekki fólk óskaplega mikið finnst mér þetta allt í lagi.“ Er Jón Kalman búinn að lesa bókina? „Nei, en hann var líka tilnefndur til Nóbelsverðlauna og hefur eflaust annað að hugsa um. Kata er hrifin af honum, að minnsta kosti framan af bók, og svo fær hann að leika sér í dúkkuhúsi, hann hlýtur að hafa gaman af því.“ Hvað sem Jóni Kalman mun finnast þá má búast við því að þessi bók veki mikil viðbrögð, hvernig líst þér á það? „Það getur nú alltaf brugðið til beggja vona í bókaflóði en jú, jú, ég finn fyrir miklum áhuga á bókinni og þessum málaflokki. Það hefur alveg furðulega lítið verið skrifað um þetta í íslenskum skáldskap.“ Bókin kemur beint inn í HeforShe-umræðuna en Steinar segist ekki skilja þá baráttu þannig að karlar eigi að hjálpa konum að ná jafnrétti, þetta snúist um jafnrétti fyrir alla. „Annað kynið á ekki að hjálpa hinu heldur ætti þetta að snúast um sameiginlegt réttlætismál fyrir alla og mikilvægt að karlmenn detti ekki í það að fara að bjarga konum með því að beita sér í þessum málum.“ Samkvæmt þessum tölum sem þú nefndir áðan virðist kynferðislegt ofbeldi samt aukast með auknu jafnrétti, kanntu skýringu á því? „Eins og listamaðurinn í Konum segir: „Fyrir hverja konu sem kemst inn á þing eru þúsund svívirtar í klámmyndum.“ Það er frústreruð karlmennska sem finnur sér leiðir. Þess vegna er svo mikilvægt að ná breiðari samstöðu um jafnréttið. Femínistar hafa náð ágætum árangri víða og hérna á Íslandi, en ég veit að ef fleiri karlar beittu sér mætti þoka umræðunni lengra upp úr skotgröfunum. Körlum finnst sér svo oft vera ógnað þegar konur vísa í tölur yfir kynferðisofbeldi og þá er viðkvæðið alltaf: „Við erum ekki allir slæmir, það eru ekki allir karlmenn nauðgarar.“ Þannig tekst þeim í varnarstöðunni að horfa fram hjá tölunum sjálfum og hversu alvarlegar þær eru.“Auga fyrir auga Þú segir að Kata hafi tekið af þér stjórnina við skriftirnar, hvernig gekk þér að skilja við hana þegar bókin var búin? „Ég hef ekki enn skilið við hana. Hún er blóðpollur í hausnum á mér. Hún hefur sína ströngu og að sumu leyti aðdáunarverðu réttlætiskennd og ég leyfi henni að fara þangað sem henni sýnist með hana. Það er svo auðvitað eðlilegt viðbragð sem allir hafa upplifað, held ég, að langa til að taka lögin í eigin hendur þegar þeir heyra af grófu kynferðislegu ofbeldi sem er ekki refsað fyrir.“ Við tölum eins og bókin sé skýrsla um kynferðisofbeldi, sem hún er alls ekki, hún er mjög vel skrifuð og byggð eins og spennusaga. „Já, ég ákvað að leyfa mér að hafa þetta spennandi. Hefnd er spennandi og þá er við hæfi að vitna í Gandhi: auga fyrir auga gerir allan heiminn blindan. Sem er auðvitað bull. Samkvæmt Kötu þýðir auga fyrir auga að tvær manneskjur verði eineygðar – og eineygður gerandi er ólíklegri til að eyðileggja líf annarra.“ Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Kata er kona sem missir dóttur sína við skelfilegar aðstæður og fer í gegnum sorg. Bókin lýsir tilfinningalegri og pólitískri vakningu hennar. Þar hefurðu fimm hundruð blaðsíðna bók í sem stystu máli,“ segir Steinar Bragi beðinn að súmmera upp inntakið í nýjustu skáldsögu sinni, Kötu. „Rauði þráðurinn í bókinni er kynferðislegt ofbeldi gegn konum og það var nokkuð óvænt fyrir mig hvað tökin á því urðu pólitísk, allavega lengi framan af bókinni. Ég hafði ekki beint séð það fyrir mér að ég myndi skrifa bók sem ætti félagslegt erindi, en það gerðist sisvona. Það er ekki eins og ég leggi upp með eitthvert sérstakt erindi þegar ég byrja að skrifa bók heldur kviknar hjá mér áhugi á dramatískum kringumstæðum, eins og í þessu tilfelli, ég stíg til hliðar og leyfi þeim að fara sína leið.“ Steinar Bragi segist hafa viljað skrifa um persónu sem væri ólík honum að flestu leyti en Kata hafi komið honum á óvart. „Svo tók hún yfir bókina. Um miðbik bókar byrjar persónan að lifna og höfundurinn deyr, þannig séð. Það er margt í bókinni sem mér sjálfum þykir siðferðilega hæpið og gæti ekki hvatt neinn til að gera, en þessi persóna velur aðra leið og tekur beint strik inn á svæði þar sem ég hélt að færi öðruvísi fyrir henni, en ég ætla ekki að afhjúpa það hér hvernig fer.“Þekkir afleiðingar ofbeldis Félagslegu skilaboðin í Kötu eru kristaltær. „Þegar kerfið bregst verður einstaklingurinn að grípa til sinna ráða. Það hefur ríkt gríðarleg óánægja með framgang mála sem varða kynferðisofbeldi. Ekki bara að dómarnir séu vægir heldur hvað sönnunarbyrðin er ofboðslega ströng. Eða eins og Kata segir í bókinni: Sönnunarbyrðin í kynferðisofbeldismálum hlýtur að vera strangari en í eðlisfræðirannsóknum. Sumum dómurum virðist bara aldrei vera hægt að sýna fram á nauðgun. Það er líka dálítið sláandi hvað við skorum hátt í nauðgunum. Tölur frá 2003 sýna 24 kærðar nauðganir á hverja hundrað þúsund íbúa á Íslandi á meðan meðaltalið á Norðurlöndum er tíu. Sex árum síðar – samkvæmt skýrslu innanríkisráðuneytisins þá er meðaltalið komið í 32 nauðganir á hundrað þúsund íbúa. Ekki nóg með það heldur eru aðrar tölur slæmar fyrir Íslendinga líka; hversu alvarlegt kynferðisofbeldið er, hversu ofboðslega fáar kærur fá náð fyrir augum saksóknara og í hve fáum er sakfellt.“ Hvers vegna sækir þessi málaflokkur svona sterkt á tæplega fertugan karlmann? „Ég veit það ekki, málið er mér bara skylt. Þegar ég las Á mannamáli eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur fyrir fimm árum var ég mjög sleginn yfir tölunum sem þar komu fram og ég fór að taka betur eftir ofbeldinu sem konur í kringum mig höfðu orðið fyrir. Ég komst að því að nánast allar stelpur sem ég þekkti höfðu orðið fyrir jafnvel grófu kynferðisofbeldi á einhverjum tímapunkti. Ég hef líka reynslu af afleiðingum ofbeldisins, sem eru mjög slæmar og oft langvarandi.“ Meðal kveikjanna að Kötu segir Steinar Bragi hafa verið dvöl í sumarbústað þar sem hann las lífsreynslusögur Vikunnar í hrönnum, meðal annars sögu konu sem hafði verið byrluð ólyfjan og nauðgað af þremur mönnum samkvæmt læknisskoðun á Neyðarmóttöku, en mundi ekkert. „Ég á bágt með að skilja hvernig fólk jafnar sig á slíkri reynslu, eftir að hafa verið svipt sjálfræði sínu, gert að dauðum hlut sem höfð eru not af og skilað.“ Saga Kötu er sögð út frá sjónarhóli aðstandandans, ekki fórnarlambsins, hvers vegna valdirðu þá leið? „Það er auðvitað næst mínu sjónarhorni á þessi mál og gerðist bara af sjálfu sér strax í upphafi.“Kalman í dúkkuhúsi Þú ert alveg óhræddur við að nota raunverulegar persónur úr íslenskum samtíma, er það ekkert hættulegt? „Nei, nei, ég nenni ekki að búa til einhver sæt dulnefni og svo lengi sem maður særir ekki fólk óskaplega mikið finnst mér þetta allt í lagi.“ Er Jón Kalman búinn að lesa bókina? „Nei, en hann var líka tilnefndur til Nóbelsverðlauna og hefur eflaust annað að hugsa um. Kata er hrifin af honum, að minnsta kosti framan af bók, og svo fær hann að leika sér í dúkkuhúsi, hann hlýtur að hafa gaman af því.“ Hvað sem Jóni Kalman mun finnast þá má búast við því að þessi bók veki mikil viðbrögð, hvernig líst þér á það? „Það getur nú alltaf brugðið til beggja vona í bókaflóði en jú, jú, ég finn fyrir miklum áhuga á bókinni og þessum málaflokki. Það hefur alveg furðulega lítið verið skrifað um þetta í íslenskum skáldskap.“ Bókin kemur beint inn í HeforShe-umræðuna en Steinar segist ekki skilja þá baráttu þannig að karlar eigi að hjálpa konum að ná jafnrétti, þetta snúist um jafnrétti fyrir alla. „Annað kynið á ekki að hjálpa hinu heldur ætti þetta að snúast um sameiginlegt réttlætismál fyrir alla og mikilvægt að karlmenn detti ekki í það að fara að bjarga konum með því að beita sér í þessum málum.“ Samkvæmt þessum tölum sem þú nefndir áðan virðist kynferðislegt ofbeldi samt aukast með auknu jafnrétti, kanntu skýringu á því? „Eins og listamaðurinn í Konum segir: „Fyrir hverja konu sem kemst inn á þing eru þúsund svívirtar í klámmyndum.“ Það er frústreruð karlmennska sem finnur sér leiðir. Þess vegna er svo mikilvægt að ná breiðari samstöðu um jafnréttið. Femínistar hafa náð ágætum árangri víða og hérna á Íslandi, en ég veit að ef fleiri karlar beittu sér mætti þoka umræðunni lengra upp úr skotgröfunum. Körlum finnst sér svo oft vera ógnað þegar konur vísa í tölur yfir kynferðisofbeldi og þá er viðkvæðið alltaf: „Við erum ekki allir slæmir, það eru ekki allir karlmenn nauðgarar.“ Þannig tekst þeim í varnarstöðunni að horfa fram hjá tölunum sjálfum og hversu alvarlegar þær eru.“Auga fyrir auga Þú segir að Kata hafi tekið af þér stjórnina við skriftirnar, hvernig gekk þér að skilja við hana þegar bókin var búin? „Ég hef ekki enn skilið við hana. Hún er blóðpollur í hausnum á mér. Hún hefur sína ströngu og að sumu leyti aðdáunarverðu réttlætiskennd og ég leyfi henni að fara þangað sem henni sýnist með hana. Það er svo auðvitað eðlilegt viðbragð sem allir hafa upplifað, held ég, að langa til að taka lögin í eigin hendur þegar þeir heyra af grófu kynferðislegu ofbeldi sem er ekki refsað fyrir.“ Við tölum eins og bókin sé skýrsla um kynferðisofbeldi, sem hún er alls ekki, hún er mjög vel skrifuð og byggð eins og spennusaga. „Já, ég ákvað að leyfa mér að hafa þetta spennandi. Hefnd er spennandi og þá er við hæfi að vitna í Gandhi: auga fyrir auga gerir allan heiminn blindan. Sem er auðvitað bull. Samkvæmt Kötu þýðir auga fyrir auga að tvær manneskjur verði eineygðar – og eineygður gerandi er ólíklegri til að eyðileggja líf annarra.“
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira