Undirmeðvitundin átti erindi við Hildi Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar 14. október 2014 10:00 Hildi Guðnadóttur dreymdi tónverkið Undir tekur yfir í formi teikningar. MYND/ANTJE TAIGA JANDRIG „Sumarið 2012 varð ég fyrir þeirri lífsreynslu að missa meðvitund. Ég missti reyndar ekki neitt, því það sem gerðist í rauninni var að það urðu eins konar meðvitundarskipti og undirmeðvitundin tók völdin af þeirri vitund sem yfirleitt ræður ferðinni.“ Þannig m.a. lýsir Hildur Guðnadóttir, sellóleikari, tónskáld og söngkona, innblæstri sínum að tónverkinu Undir tekur yfir, sem tilnefnt er til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2014. Í gærmorgun missti Hildur af flugi frá Kraká til Berlínar. Strandaglópurinn gaf sér stund til að segja svolítið nánar frá tilurð verksins og því helsta sem er á döfinni. „Ég er alltaf á ferð og flugi, spila úti um allan heim og hef verið svo heppin að fá næg verkefni upp í hendurnar. Undanfarið hef ég samið tónlist fyrir kvikmyndir, leikhús og unnið við að setja upp tónlistarviðburði. Einn slíkur er í lok mánaðarins í Neue Nationalgallerie í Berlín, sem er innsetning með nýju hljóðfæri sem Hans Jóhannesson er að smíða fyrir mig,“ segir hún. „Annars spila ég aðallega á tónleikum, sóló á selló, en þó einstaka sinnum með öðrum, t.d. múm. Ég spila mest víðsvegar um Evrópu, en þó í æ ríkari mæli í Bandaríkjunum þar sem ég verð með tvenna einleikstónleika í Metrópólitan í New York n.k. föstudag og mánudag. Því næst í Tókýó í nóvember,“ segir Hildur og gæti haldið þulunni áfram. Hún stundaði nám í Listaháskólanum í Berlín og settist að í borginni árið 2007. Þótt tilnefningar, viðurkenningar og verðlaun séu engin nýlunda fyrir Hildi, segir hún hafa komið sér á óvart að vera tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. „Undir tekur yfir er fyrsta verk mitt fyrir sinfóníuhljómsveit. Stuttu áður en ég varð fyrir þeirri lífsreynslu að missa meðvitund hafði Ilan Volkov, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og listrænn stjórnandi Tectonics-hátíðarinnar, haft samband við mig og beðið mig að skrifa tónverk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þegar mig síðan dreymdi verkið í formi teikningar fannst mér undirmeðvitundin eiga við mig erindi. Ég teiknaði það sem mig dreymdi og byggði tónverkið á teikningunni,“ segir Hildur, en mælir ekkert sérstaklega með að missa meðvitund. Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verkið á Tectonics-hátíðinni í Hörpu í vor og kveðst tónlistarkonan ekki hafa átt von á að það ætti eftir að fara víða. „Tilnefningin gleður mig mikið, sérstaklega af því ég lagði gríðarlega mikla vinnu í verkið og það var mjög flókið í vinnslu,“ segir hún. Eins og öðrum tilnefndum er henni boðið í ráðhúsið í Stokkhólmi 29. október nk. þar sem úrslitin verða kunngjörð. Frá Íslandi var einnig tilnefnt tónverkið Solar5: Journey to the Center of Sound eftir Huga Guðmundsson, Hilmar Jensson, Sverri Guðjónsson og Matthías Hemstock með gagnvirkum sjónlistaverkum eftir Joshue Ott.Þrjár sólóplötur Hildur hefur gefið út þrjár sólóplötur á vegum útgáfufyrirtækisins Touch: Leyfðu ljósinu, Without Sinking og Mount A og samið tónlist fyrir leikrit, dansverk, kvikmyndir, verk fyrir kammersveitir, alls kyns hljóðfærasamsetningar, raddir og rafhljóð. Hún hefur samið tónlist að beiðni Konunglega sænska ballettsins, Tate Modern, Opera North og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hljómsveitin Múm, Skúli Sverrisson, Jóhann Jóhannsson, Angel, Pan Sonic, Schneider og Throbbing Gristle eru á meðal fjölmargra tónlistarmanna, sem hún hefur starfað með. Hildur Guðnadóttir Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
„Sumarið 2012 varð ég fyrir þeirri lífsreynslu að missa meðvitund. Ég missti reyndar ekki neitt, því það sem gerðist í rauninni var að það urðu eins konar meðvitundarskipti og undirmeðvitundin tók völdin af þeirri vitund sem yfirleitt ræður ferðinni.“ Þannig m.a. lýsir Hildur Guðnadóttir, sellóleikari, tónskáld og söngkona, innblæstri sínum að tónverkinu Undir tekur yfir, sem tilnefnt er til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2014. Í gærmorgun missti Hildur af flugi frá Kraká til Berlínar. Strandaglópurinn gaf sér stund til að segja svolítið nánar frá tilurð verksins og því helsta sem er á döfinni. „Ég er alltaf á ferð og flugi, spila úti um allan heim og hef verið svo heppin að fá næg verkefni upp í hendurnar. Undanfarið hef ég samið tónlist fyrir kvikmyndir, leikhús og unnið við að setja upp tónlistarviðburði. Einn slíkur er í lok mánaðarins í Neue Nationalgallerie í Berlín, sem er innsetning með nýju hljóðfæri sem Hans Jóhannesson er að smíða fyrir mig,“ segir hún. „Annars spila ég aðallega á tónleikum, sóló á selló, en þó einstaka sinnum með öðrum, t.d. múm. Ég spila mest víðsvegar um Evrópu, en þó í æ ríkari mæli í Bandaríkjunum þar sem ég verð með tvenna einleikstónleika í Metrópólitan í New York n.k. föstudag og mánudag. Því næst í Tókýó í nóvember,“ segir Hildur og gæti haldið þulunni áfram. Hún stundaði nám í Listaháskólanum í Berlín og settist að í borginni árið 2007. Þótt tilnefningar, viðurkenningar og verðlaun séu engin nýlunda fyrir Hildi, segir hún hafa komið sér á óvart að vera tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. „Undir tekur yfir er fyrsta verk mitt fyrir sinfóníuhljómsveit. Stuttu áður en ég varð fyrir þeirri lífsreynslu að missa meðvitund hafði Ilan Volkov, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og listrænn stjórnandi Tectonics-hátíðarinnar, haft samband við mig og beðið mig að skrifa tónverk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þegar mig síðan dreymdi verkið í formi teikningar fannst mér undirmeðvitundin eiga við mig erindi. Ég teiknaði það sem mig dreymdi og byggði tónverkið á teikningunni,“ segir Hildur, en mælir ekkert sérstaklega með að missa meðvitund. Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verkið á Tectonics-hátíðinni í Hörpu í vor og kveðst tónlistarkonan ekki hafa átt von á að það ætti eftir að fara víða. „Tilnefningin gleður mig mikið, sérstaklega af því ég lagði gríðarlega mikla vinnu í verkið og það var mjög flókið í vinnslu,“ segir hún. Eins og öðrum tilnefndum er henni boðið í ráðhúsið í Stokkhólmi 29. október nk. þar sem úrslitin verða kunngjörð. Frá Íslandi var einnig tilnefnt tónverkið Solar5: Journey to the Center of Sound eftir Huga Guðmundsson, Hilmar Jensson, Sverri Guðjónsson og Matthías Hemstock með gagnvirkum sjónlistaverkum eftir Joshue Ott.Þrjár sólóplötur Hildur hefur gefið út þrjár sólóplötur á vegum útgáfufyrirtækisins Touch: Leyfðu ljósinu, Without Sinking og Mount A og samið tónlist fyrir leikrit, dansverk, kvikmyndir, verk fyrir kammersveitir, alls kyns hljóðfærasamsetningar, raddir og rafhljóð. Hún hefur samið tónlist að beiðni Konunglega sænska ballettsins, Tate Modern, Opera North og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hljómsveitin Múm, Skúli Sverrisson, Jóhann Jóhannsson, Angel, Pan Sonic, Schneider og Throbbing Gristle eru á meðal fjölmargra tónlistarmanna, sem hún hefur starfað með.
Hildur Guðnadóttir Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira