Kristur fer til fjarheilara Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 16. október 2014 09:00 Kolfinna bindur miklar vonir við heilunina. Fréttablaðið/Stefán „Þetta er svolítið eins og píslarganga Krists, þessi veikindasaga hans,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir, ein af Reykjavíkurdætrum, sem er eigandi kattarins Krists, en hann þjáist af áfallastreituröskun á háu stigi. „Ég held að fyrsta áfallið hans hafi verið þegar hann fæddist, en það voru átta aðrir kettlingar í gotinu, sem er mjög mikið,“ segir Kolfinna og bætir við að hann hafi einnig verið lengi hjá móður sinni og þess vegna hafi það verið annað áfall fyrir hann þegar hann var tekinn frá henni. Síðan þá hefur sjúkrasaga Krists bara lengst. „Hann hefur oft verið lagður inn á dýraspítala vegna líkamlegra og andlegra áfalla. Nú síðast var það vegna sára á hálsi sem hann fékk, en hann er smá vandræðaunglingur núna,“ segir Kolfinna. Við þessi áföll segir hún að Kristur sé lengi að jafna sig og sé hræddur. Kolfinna segist hafa reynt allt til þess að hjálpa honum, en ekkert virkað. „Ég vildi leita í annað en þessar hefðbundnu vestrænu aðferðir, svo ég fann kattaheilara, hún heitir Natasha og býr í Danmörku og stundar svokallaða fjarheilun,“ segir Kolfinna. „Ég er búin að panta tíma fyrir hann 30. október. Þá hef ég hann inni allan daginn og býð heim til mín andlega tengdu fólki til að vera með okkur. Kristur verður svo lagður í bæli og við sitjum hjá honum,“ segir Kolfinna. Á sama tíma verður heilarinn í Danmörku og sendir heilunarorkuna til hans. „Þetta á að græða öll hans andlegu sár, en það fer allt eftir því hvort líkami hans hafnar þessu eða ekki,“ segir hún. Kolfinna segist hafa heyrt margar góðar reynslusögur af meðferðinni, en hún segir að hún sé þekkt í Evrópu. „Við erum bara svo aftarlega í öllum svona málum hérna á Íslandi,“ segir Kolfinna. Ef meðferðin ber einhvern árangur hyggst Kolfinna safna fyrir ferð fyrir sig og Krist til Danmerkur. „Natasha getur líka talað við dýrin og ef þetta gengur vel förum við til hennar. Þetta verður hans andlega ferðalag.“ Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
„Þetta er svolítið eins og píslarganga Krists, þessi veikindasaga hans,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir, ein af Reykjavíkurdætrum, sem er eigandi kattarins Krists, en hann þjáist af áfallastreituröskun á háu stigi. „Ég held að fyrsta áfallið hans hafi verið þegar hann fæddist, en það voru átta aðrir kettlingar í gotinu, sem er mjög mikið,“ segir Kolfinna og bætir við að hann hafi einnig verið lengi hjá móður sinni og þess vegna hafi það verið annað áfall fyrir hann þegar hann var tekinn frá henni. Síðan þá hefur sjúkrasaga Krists bara lengst. „Hann hefur oft verið lagður inn á dýraspítala vegna líkamlegra og andlegra áfalla. Nú síðast var það vegna sára á hálsi sem hann fékk, en hann er smá vandræðaunglingur núna,“ segir Kolfinna. Við þessi áföll segir hún að Kristur sé lengi að jafna sig og sé hræddur. Kolfinna segist hafa reynt allt til þess að hjálpa honum, en ekkert virkað. „Ég vildi leita í annað en þessar hefðbundnu vestrænu aðferðir, svo ég fann kattaheilara, hún heitir Natasha og býr í Danmörku og stundar svokallaða fjarheilun,“ segir Kolfinna. „Ég er búin að panta tíma fyrir hann 30. október. Þá hef ég hann inni allan daginn og býð heim til mín andlega tengdu fólki til að vera með okkur. Kristur verður svo lagður í bæli og við sitjum hjá honum,“ segir Kolfinna. Á sama tíma verður heilarinn í Danmörku og sendir heilunarorkuna til hans. „Þetta á að græða öll hans andlegu sár, en það fer allt eftir því hvort líkami hans hafnar þessu eða ekki,“ segir hún. Kolfinna segist hafa heyrt margar góðar reynslusögur af meðferðinni, en hún segir að hún sé þekkt í Evrópu. „Við erum bara svo aftarlega í öllum svona málum hérna á Íslandi,“ segir Kolfinna. Ef meðferðin ber einhvern árangur hyggst Kolfinna safna fyrir ferð fyrir sig og Krist til Danmerkur. „Natasha getur líka talað við dýrin og ef þetta gengur vel förum við til hennar. Þetta verður hans andlega ferðalag.“
Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira