Menning

Svíar halda vart vatni yfir Illsku

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
„Illska er skáldsaga sem er algjörlega sér á parti,“ segir Elisabeth Hjorth í dómi í Svenska Dagbladet.
„Illska er skáldsaga sem er algjörlega sér á parti,“ segir Elisabeth Hjorth í dómi í Svenska Dagbladet. vísir/GVA
Skáldsaga Eiríks Arnar Norðdahl, Illska, sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2012, er komin út á sænsku, enda tilnefnd af Íslands hálfu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Dómar um bókina eru farnir að birtast í sænskum blöðum og eru gagnrýnendur nánast yfirkomnir af hrifningu.

„Illska er stórfengleg skáldsaga … Hvað getum við gert með skáldskapinn í samtímanum eftir lestur Illsku? … Illska er skáldsaga sem er algjörlega sér á parti,“ segir Elisabeth Hjorth í dómi í Svenska Dagbladet og aðrir gagnrýnendur eru á sömu nótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×