Rosalega mikið af Íslandi í Interstellar Freyr Bjarnason skrifar 23. október 2014 08:30 Stórmyndin, með Matthew McConaughey í aðalhlutverki, var að hluta til tekin upp á Íslandi í september í fyrra. „Við erum mjög stoltir af því hvað það er rosalega mikið af Íslandi í myndinni, allar vatnatökurnar og jökullinn,“ segir Árni Björn Helgason, yfirmaður erlendrar framleiðslu hjá Saga Film, sem er nýbúinn að sjá stórmyndina Interstellar. Hluti hennar var tekinn upp á Svínafellsjökli fyrir rúmu ári með aðstoð Saga Film en myndin verður frumsýnd hér á landi 7. nóvember. Rúmlega 300 manna tökulið vann við myndina hér á landi, þar af yfir 100 Íslendingar. „Eftir að hafa séð stiklurnar, þar sem var gefið í skyn hversu mikið er sýnt af Íslandi í myndinni, vorum við að búast við slatta og við fengum það.“ Leikstjóri Interstellar er Christopher Nolan, sem m.a. er þekktur fyrir Batman-þríleik sinn. Matt Damon, Matthew McConaughey og Anne Hathaway eru í aðalhlutverkum. „Þetta er allt hið besta fólk og enginn var með neina stjörnustæla,“ segir Árni Björn, spurður út í samskipti sín við Hollywood-stjörnurnar. „Allir voru mjög mikið á jörðinni og Nolan er kóngurinn í ríki sínu. Það er enginn stærri en hann í Hollywood,“ segir hann. „Á netinu eru menn að tala um Óskarsverðlaun en maður veit ekkert um það. Það er vonandi að þetta verði fyrsta íslenska „landslagið“ sem fær Óskarsverðlaun en ekki bara tilnefningar.“Árni Björn Helgason er ánægður með hvernig Interstellar kemur út á hvíta tjaldinu. Fréttablaðið/GVATökurnar á Svínafellsjökli stóðu yfir í tíu daga og gengu mjög vel, fyrir utan einn dag þegar hætta þurfti við tökur vegna veðurs. McConaughey og Hathaway dvöldu á Íslandi alla tíu dagana á meðan Damon var hér í fimm daga. Spurður hvað stjörnurnar hafi gert á milli kvikmyndatakna segir Árni Björn að þær hafi ekki gert neitt nema að vinna. „Það var ekkert verið að dúlla sér upp um fjöll og firnindi. Það var allt keyrt í gegn. Nolan vinnur mjög hratt og þess vegna skipti þetta veður í raun ekki máli því hann var búinn að vinna upp þann tíma. Árni Björn er mjög hrifinn af Interstellar. „Hún er dálítið löng en menn verða að vera viðbúnir því. Þetta eru ekki 90 mínútur af froðu heldur eru miklar pælingar þarna í gangi,“ segir hann. Til stendur að halda forsýningu á myndinni hér á landi og bjóða íslenska tökuliðinu, þar sem um eins konar uppskeruhátíð verður að ræða. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Anne Hathaway ofkældist á Íslandi Leikkonan lenti í hrakningum við tökur á myndinni Interstellar hér á landi. 22. október 2014 18:39 Matthew McConaughey í óbeislaðri, íslenskri náttúru Ný plaköt fyrir kvikmyndina Insterstellar afhjúpuð. 26. september 2014 15:30 Bjargaði McConaughey um munntóbak Hannes Friðbjarnarson, trymbill í hljómsveitinni Buff, lenti í því í síðustu viku að bjarga kvikmyndastjörnunni Matthew McConaughey um munntókbak. Samkvæmt heimildum Vísis gekk það að óskum. 16. september 2013 13:31 Tökum á Interstellar er lokið Tökum er lokið hér á landi á kvikmyndinni Interstellar í leikstjórn Christophers Nolan. Þær stóðu yfir í um það bil tvær vikur og fóru fram á Kirkjubæjarklaustri. 24. september 2013 08:30 Damon, McConaughey og Hathaway koma Kvikmyndastjörnurnar eru á leið til landsins til að vera í tökum kvikmyndar Christopher Nolans -- Insterstellar. Stór verkefni eru í pípunum hjá erlendu deild Saga Film. 29. ágúst 2013 12:37 Nolan skoðar sig um á Íslandi Leitaði að tökustöðum fyrir myndina Interstellar um páskana. 5. apríl 2013 14:11 Íslandstökur Interstellar hefjast á morgun Gönguleiðum við Svínafellsjökul lokað. Matt Damon, Matthew McConaughey og Anne Hathaway væntanleg til landsins. 9. september 2013 17:50 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Við erum mjög stoltir af því hvað það er rosalega mikið af Íslandi í myndinni, allar vatnatökurnar og jökullinn,“ segir Árni Björn Helgason, yfirmaður erlendrar framleiðslu hjá Saga Film, sem er nýbúinn að sjá stórmyndina Interstellar. Hluti hennar var tekinn upp á Svínafellsjökli fyrir rúmu ári með aðstoð Saga Film en myndin verður frumsýnd hér á landi 7. nóvember. Rúmlega 300 manna tökulið vann við myndina hér á landi, þar af yfir 100 Íslendingar. „Eftir að hafa séð stiklurnar, þar sem var gefið í skyn hversu mikið er sýnt af Íslandi í myndinni, vorum við að búast við slatta og við fengum það.“ Leikstjóri Interstellar er Christopher Nolan, sem m.a. er þekktur fyrir Batman-þríleik sinn. Matt Damon, Matthew McConaughey og Anne Hathaway eru í aðalhlutverkum. „Þetta er allt hið besta fólk og enginn var með neina stjörnustæla,“ segir Árni Björn, spurður út í samskipti sín við Hollywood-stjörnurnar. „Allir voru mjög mikið á jörðinni og Nolan er kóngurinn í ríki sínu. Það er enginn stærri en hann í Hollywood,“ segir hann. „Á netinu eru menn að tala um Óskarsverðlaun en maður veit ekkert um það. Það er vonandi að þetta verði fyrsta íslenska „landslagið“ sem fær Óskarsverðlaun en ekki bara tilnefningar.“Árni Björn Helgason er ánægður með hvernig Interstellar kemur út á hvíta tjaldinu. Fréttablaðið/GVATökurnar á Svínafellsjökli stóðu yfir í tíu daga og gengu mjög vel, fyrir utan einn dag þegar hætta þurfti við tökur vegna veðurs. McConaughey og Hathaway dvöldu á Íslandi alla tíu dagana á meðan Damon var hér í fimm daga. Spurður hvað stjörnurnar hafi gert á milli kvikmyndatakna segir Árni Björn að þær hafi ekki gert neitt nema að vinna. „Það var ekkert verið að dúlla sér upp um fjöll og firnindi. Það var allt keyrt í gegn. Nolan vinnur mjög hratt og þess vegna skipti þetta veður í raun ekki máli því hann var búinn að vinna upp þann tíma. Árni Björn er mjög hrifinn af Interstellar. „Hún er dálítið löng en menn verða að vera viðbúnir því. Þetta eru ekki 90 mínútur af froðu heldur eru miklar pælingar þarna í gangi,“ segir hann. Til stendur að halda forsýningu á myndinni hér á landi og bjóða íslenska tökuliðinu, þar sem um eins konar uppskeruhátíð verður að ræða.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Anne Hathaway ofkældist á Íslandi Leikkonan lenti í hrakningum við tökur á myndinni Interstellar hér á landi. 22. október 2014 18:39 Matthew McConaughey í óbeislaðri, íslenskri náttúru Ný plaköt fyrir kvikmyndina Insterstellar afhjúpuð. 26. september 2014 15:30 Bjargaði McConaughey um munntóbak Hannes Friðbjarnarson, trymbill í hljómsveitinni Buff, lenti í því í síðustu viku að bjarga kvikmyndastjörnunni Matthew McConaughey um munntókbak. Samkvæmt heimildum Vísis gekk það að óskum. 16. september 2013 13:31 Tökum á Interstellar er lokið Tökum er lokið hér á landi á kvikmyndinni Interstellar í leikstjórn Christophers Nolan. Þær stóðu yfir í um það bil tvær vikur og fóru fram á Kirkjubæjarklaustri. 24. september 2013 08:30 Damon, McConaughey og Hathaway koma Kvikmyndastjörnurnar eru á leið til landsins til að vera í tökum kvikmyndar Christopher Nolans -- Insterstellar. Stór verkefni eru í pípunum hjá erlendu deild Saga Film. 29. ágúst 2013 12:37 Nolan skoðar sig um á Íslandi Leitaði að tökustöðum fyrir myndina Interstellar um páskana. 5. apríl 2013 14:11 Íslandstökur Interstellar hefjast á morgun Gönguleiðum við Svínafellsjökul lokað. Matt Damon, Matthew McConaughey og Anne Hathaway væntanleg til landsins. 9. september 2013 17:50 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Anne Hathaway ofkældist á Íslandi Leikkonan lenti í hrakningum við tökur á myndinni Interstellar hér á landi. 22. október 2014 18:39
Matthew McConaughey í óbeislaðri, íslenskri náttúru Ný plaköt fyrir kvikmyndina Insterstellar afhjúpuð. 26. september 2014 15:30
Bjargaði McConaughey um munntóbak Hannes Friðbjarnarson, trymbill í hljómsveitinni Buff, lenti í því í síðustu viku að bjarga kvikmyndastjörnunni Matthew McConaughey um munntókbak. Samkvæmt heimildum Vísis gekk það að óskum. 16. september 2013 13:31
Tökum á Interstellar er lokið Tökum er lokið hér á landi á kvikmyndinni Interstellar í leikstjórn Christophers Nolan. Þær stóðu yfir í um það bil tvær vikur og fóru fram á Kirkjubæjarklaustri. 24. september 2013 08:30
Damon, McConaughey og Hathaway koma Kvikmyndastjörnurnar eru á leið til landsins til að vera í tökum kvikmyndar Christopher Nolans -- Insterstellar. Stór verkefni eru í pípunum hjá erlendu deild Saga Film. 29. ágúst 2013 12:37
Nolan skoðar sig um á Íslandi Leitaði að tökustöðum fyrir myndina Interstellar um páskana. 5. apríl 2013 14:11
Íslandstökur Interstellar hefjast á morgun Gönguleiðum við Svínafellsjökul lokað. Matt Damon, Matthew McConaughey og Anne Hathaway væntanleg til landsins. 9. september 2013 17:50