Gyrðir og Nabokov vildu vera hjá Dimmu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. október 2014 12:30 "Þetta er náttúrulega bara eins og að vera bóndi. Ég lít svo á að ég sé í ákveðinni ræktun,“ segir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Vísir/GVA Hugsunin á bak við þennan dag, sem við köllum Dimmudag, er að vekja athygli á því sem þetta litla forlag er að gera,“ segir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, skáld og forleggjari, spurður upp á hvað gestum verði boðið í Sjóminjasafninu við Reykjavíkurhöfn milli klukkan 14 og 17 á morgun. „Ég safna saman mínu fólki, rithöfundum og tónlistarmönnum, og svo bara gerist eitthvað sem ekki er fyrirfram niðurneglt. Það verða tónlistaratriði og upplestur en þó einkum óvæntar uppákomur í þessu fallega kaffihúsi við höfnina.“ Fram koma auk Aðalsteins Árni Óskarsson, Gunnar Gunnarsson, Gyrðir Elíasson, Kristjana Stefánsdóttir, Magnús Sigurðsson, Sigurður Flosason og Svavar Knútur. Það er sem sagt stórskotalið sem þetta eins manns forlag gefur út bæði í bókum og á geisladiskum. Gyrðir og Nabokov hjá sama forlagi. „Þeir vildu bara endilega vera hjá mér, báðir tveir,“ segir Aðalsteinn og hlær. „Það þykir mér óskaplega gaman og líka að fá að standa að því að Lolita sé loksins komin út á íslensku í frábærri þýðingu Árna Óskarssonar.“ Dimma er orðin rúmlega tvítug sem forlag og Aðalsteinn hefur allan tímann staðið sjálfur í öllu sem útgáfuna snertir. Er þetta ekki eilífðarbarningur? „Þetta er náttúrulega bara eins og að vera bóndi. Ég lít svo á að ég sé í ákveðinni ræktun þar sem sumt gengur vel en annað gengur ekki alveg eins vel. Það getur orðið uppskerubrestur en ef maður hugsar vel um gróðurinn og hlúir að honum þá yfirleitt bjargast þetta nú. Auðvitað er stundum hart í ári, en þetta eru orðin rúmlega tuttugu ár og enn er ég uppistandandi. Þetta hefur alltaf verið tómstundagamanið mitt líka og stundum er dálítið slæmt þegar það er orðið að vinnunni manns, en yfir það heila er þetta bara óskaplega ánægjulegt.“ Aðgangur að Dimmudeginum er ókeypis og eru allir velkomnir, börn, aldraðir, ungt fólk og fullorðið, karlar, konur, gullfiskar og golþorskar, að því er fram kemur í tilkynningu um viðburðinn, færu ekki að renna á menn tvær grímur ef mikið af golþorskum mætti? „Ég er alltaf að hugsa um það að vera fjölskylduvænn og hafa eitthvað fyrir alla,“ segir Aðalsteinn. „Og varðandi golþorskana þá veit maður aldrei hvað gerist þarna niður við höfn, það kemur í ljós á laugardaginn.“ Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hugsunin á bak við þennan dag, sem við köllum Dimmudag, er að vekja athygli á því sem þetta litla forlag er að gera,“ segir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, skáld og forleggjari, spurður upp á hvað gestum verði boðið í Sjóminjasafninu við Reykjavíkurhöfn milli klukkan 14 og 17 á morgun. „Ég safna saman mínu fólki, rithöfundum og tónlistarmönnum, og svo bara gerist eitthvað sem ekki er fyrirfram niðurneglt. Það verða tónlistaratriði og upplestur en þó einkum óvæntar uppákomur í þessu fallega kaffihúsi við höfnina.“ Fram koma auk Aðalsteins Árni Óskarsson, Gunnar Gunnarsson, Gyrðir Elíasson, Kristjana Stefánsdóttir, Magnús Sigurðsson, Sigurður Flosason og Svavar Knútur. Það er sem sagt stórskotalið sem þetta eins manns forlag gefur út bæði í bókum og á geisladiskum. Gyrðir og Nabokov hjá sama forlagi. „Þeir vildu bara endilega vera hjá mér, báðir tveir,“ segir Aðalsteinn og hlær. „Það þykir mér óskaplega gaman og líka að fá að standa að því að Lolita sé loksins komin út á íslensku í frábærri þýðingu Árna Óskarssonar.“ Dimma er orðin rúmlega tvítug sem forlag og Aðalsteinn hefur allan tímann staðið sjálfur í öllu sem útgáfuna snertir. Er þetta ekki eilífðarbarningur? „Þetta er náttúrulega bara eins og að vera bóndi. Ég lít svo á að ég sé í ákveðinni ræktun þar sem sumt gengur vel en annað gengur ekki alveg eins vel. Það getur orðið uppskerubrestur en ef maður hugsar vel um gróðurinn og hlúir að honum þá yfirleitt bjargast þetta nú. Auðvitað er stundum hart í ári, en þetta eru orðin rúmlega tuttugu ár og enn er ég uppistandandi. Þetta hefur alltaf verið tómstundagamanið mitt líka og stundum er dálítið slæmt þegar það er orðið að vinnunni manns, en yfir það heila er þetta bara óskaplega ánægjulegt.“ Aðgangur að Dimmudeginum er ókeypis og eru allir velkomnir, börn, aldraðir, ungt fólk og fullorðið, karlar, konur, gullfiskar og golþorskar, að því er fram kemur í tilkynningu um viðburðinn, færu ekki að renna á menn tvær grímur ef mikið af golþorskum mætti? „Ég er alltaf að hugsa um það að vera fjölskylduvænn og hafa eitthvað fyrir alla,“ segir Aðalsteinn. „Og varðandi golþorskana þá veit maður aldrei hvað gerist þarna niður við höfn, það kemur í ljós á laugardaginn.“
Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira