Hvert sem ég fer eru kynfæri í umræðunni Sigga Dögg skrifar 25. október 2014 14:00 vísir/getty “Þú ert með þessi kynfæri á heilanum.“ Ég kinka ómeðvitað kolli og andvarpa. Það er rétt, ég játa sekt mína, ég er með kynfæri á heilanum. Ekki bara á heilanum heldur í heilanum, undir honum og yfir. Hvert sem ég fer eru kynfæri í umræðunni. Ekki endilega af því að ég stóð fyrir ljósmyndaverkefni í sumar heldur af því að allir eru með kynfæri á heilanum. Mest lesnu fréttirnar eru um kynfæri. Ef þú setur píku eða typpi í fyrirsögnin þá færðu smell því við erum alveg brjálæðislega forvitin um okkar allra „heilagasta“. Það er ekki slæmt að vera forvitin, vonandi færðu svör við spurningum þínum og fræðir áfram. Þannig útrýmum við mýtum og fordómum. Tökum sem dæmi nýlega umræðu um g-blettinn og fullnægingu kvenna. Fullnæging Freuds var loksins dregin úr leggöngum og fram á snípinn þar sem hún á heima. Flestar píkur þurfa örvun á sníp til að fá fullnægingu. Það er hvorki skrýtið né flókið, þannig virkar píkan bara. En taktu eftir því að ég skrifa flestar. Ekki allar heldur flestar. Vísindin hafa ekki bannað fullnægingu með örvun annars staðar heldur er snípurinn algengasti örvunarstaðurinn fyrir unað. Mér þykir nefnilega merkilegt hversu mikla þörf einstaklingar hafa fyrir því að flokka fullnægingar kvenna. Karlar tala ekkert um pungfullnægingu eða spangarfullnægingu, þeir bara fá það. Ég myndi gjarnan vilja bara fá það. Skiptir engu hvort það sé með örvun á eyra, sníp eða handarkrika, mín fullnæging er mín og ég ber ábyrgð á eigin unaði. Í því felst að komast að því hvað mér þykir gott og geta sagt bólfélaganum mínum það (eins og ég hef svo margoft sagt áður). „En æ, má þessi kynfæraumræða ekki bíða bara, þangað til að fólk er fullorðið og farið að gera, þú veist, það.“ Með titrandi tár og grátbiðjandi augu. Flestir hafa áhuga á kynfærum því þau eru bara stórmerkileg. Typpi geta verið allt frá tveimur sentímetrum og upp í þrjátíu og sex sentímetrar. Barmar eru mjög teygjanlegir og sums staðar í Afríku eru ættbálkar sem teygja þá því það er sexí að vera með síða barma. Það er hægt að fæðast með tvö typpi eða tvenn leggöng eða risastóran sníp og pung. Standpína lokar þvagrásinni. Sáðfrumulaus vökvi getur skotist úr leggöngum. Kynfærin og líkaminn eru magnað fyrirbæri. Þessi umræða um kynfæri hefst við fæðingu en þú bara vilt ekki hafa hana í kynferðislegu samhengi og út frá unaði. En stoppaðu. Kynfærin gefa unað, hvernig getur umræðan verið önnur? Það er eins og að ætla að tala um næringargildi matvæla en aldrei að tala um bragðgæði. Það að kjafta um kynfæri eru samræður um líkamann. Leyfðu þér að slaka á, vera með, læra eitt og annað og brosa út í annað. Heilsa Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
“Þú ert með þessi kynfæri á heilanum.“ Ég kinka ómeðvitað kolli og andvarpa. Það er rétt, ég játa sekt mína, ég er með kynfæri á heilanum. Ekki bara á heilanum heldur í heilanum, undir honum og yfir. Hvert sem ég fer eru kynfæri í umræðunni. Ekki endilega af því að ég stóð fyrir ljósmyndaverkefni í sumar heldur af því að allir eru með kynfæri á heilanum. Mest lesnu fréttirnar eru um kynfæri. Ef þú setur píku eða typpi í fyrirsögnin þá færðu smell því við erum alveg brjálæðislega forvitin um okkar allra „heilagasta“. Það er ekki slæmt að vera forvitin, vonandi færðu svör við spurningum þínum og fræðir áfram. Þannig útrýmum við mýtum og fordómum. Tökum sem dæmi nýlega umræðu um g-blettinn og fullnægingu kvenna. Fullnæging Freuds var loksins dregin úr leggöngum og fram á snípinn þar sem hún á heima. Flestar píkur þurfa örvun á sníp til að fá fullnægingu. Það er hvorki skrýtið né flókið, þannig virkar píkan bara. En taktu eftir því að ég skrifa flestar. Ekki allar heldur flestar. Vísindin hafa ekki bannað fullnægingu með örvun annars staðar heldur er snípurinn algengasti örvunarstaðurinn fyrir unað. Mér þykir nefnilega merkilegt hversu mikla þörf einstaklingar hafa fyrir því að flokka fullnægingar kvenna. Karlar tala ekkert um pungfullnægingu eða spangarfullnægingu, þeir bara fá það. Ég myndi gjarnan vilja bara fá það. Skiptir engu hvort það sé með örvun á eyra, sníp eða handarkrika, mín fullnæging er mín og ég ber ábyrgð á eigin unaði. Í því felst að komast að því hvað mér þykir gott og geta sagt bólfélaganum mínum það (eins og ég hef svo margoft sagt áður). „En æ, má þessi kynfæraumræða ekki bíða bara, þangað til að fólk er fullorðið og farið að gera, þú veist, það.“ Með titrandi tár og grátbiðjandi augu. Flestir hafa áhuga á kynfærum því þau eru bara stórmerkileg. Typpi geta verið allt frá tveimur sentímetrum og upp í þrjátíu og sex sentímetrar. Barmar eru mjög teygjanlegir og sums staðar í Afríku eru ættbálkar sem teygja þá því það er sexí að vera með síða barma. Það er hægt að fæðast með tvö typpi eða tvenn leggöng eða risastóran sníp og pung. Standpína lokar þvagrásinni. Sáðfrumulaus vökvi getur skotist úr leggöngum. Kynfærin og líkaminn eru magnað fyrirbæri. Þessi umræða um kynfæri hefst við fæðingu en þú bara vilt ekki hafa hana í kynferðislegu samhengi og út frá unaði. En stoppaðu. Kynfærin gefa unað, hvernig getur umræðan verið önnur? Það er eins og að ætla að tala um næringargildi matvæla en aldrei að tala um bragðgæði. Það að kjafta um kynfæri eru samræður um líkamann. Leyfðu þér að slaka á, vera með, læra eitt og annað og brosa út í annað.
Heilsa Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira