Svör – strax! Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 27. október 2014 07:00 Það hefur varla farið fram hjá neinum að 250 stykki af MP5-hríðskotabyssum hafa bæst við vopnabúnað stjórnvalda. DV greindi frá málinu í síðustu viku og síðan það kom fyrst upp hefur það tekið á sig furðulegar myndir. Ljóst er að byssurnar koma frá norska hernum, en sendinefnd á þeirra vegum kom til landsins í fyrra í boði utanríkisráðuneytisins. Samningur um vopnin var gerður í desember á síðasta ári, en hingað til hefur lítið sem ekkert verið upplýst um efni hans, utan þess að upplýsingafulltrúi norska hersins sagði frá því að um kaupsamning væri að ræða og gjaldið fyrir byssurnar væri 11,5 milljónir. Bæði Landhelgisgæslan og lögreglan halda því samt sem áður fram að vopnin hafi fengist gefins. Vopnunum verður skipt á milli lögreglunnar og gæslunnar. Samkvæmt forstjóra hennar er aðeins um að ræða endurnýjun á búnaði hjá þeim, en fyrir liggur að lögreglan hyggst dreifa vopnunum á embætti sín, sér í lagi úti á landi. Þar hafa öll embætti sent lögregluþjóna sína á tveggja daga námskeið í notkun hríðskotabyssa í haust. Þrátt fyrir að málið hafi komið upp fyrir tæpri viku og raunar átt sér meira en árs aðdraganda, er enn mýmörgum spurningum ósvarað. Þurfa þessi stjórnvöld á þessum vopnum að halda? Það er algerlega óljóst. Til þessa hefur ekki verið talin ástæða, að minnsta kosti ekki opinberlega, til að vopna almenna lögreglu með skammbyssum, hvað þá sjálfvirkum hríðskotabyssum. Engin umræða hefur átt sér stað um frekari vopnvæðingu lögreglunnar. Þó má vel vera að það sé hið eðlilegasta mál. Langt getur verið í sérsveitina úti á landi sem er vel vopnum búin og ef til vill nauðsynlegt að vera undirbúinn fyrir hið versta. En sú þróun, án nokkurrar pólitískrar stefnumörkunar, umræðu og aðkomu lýðræðislega kjörinna fulltrúa, er óásættanleg. Bæði dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra neita nokkurri aðkomu að málinu, annarri en því að hafa verið kunnugt um það. En hver skrifaði undir kaupsamninginn? Lögreglan kannast ekki við að eiga að borga, né heldur Landhelgisgæslan sem gerir ekki ráð fyrir að þurfa að greiða fyrir byssurnar. Hver tók eiginlega þessa ákvörðun? Ef það er rétt að hún hafi verið tekin án aðkomu ráðherra þá vakna upp áleitnar spurningar um hvort undirstofnunum dómsmálaráðuneytisins sé virkilega í sjálfsvald sett að kaupa til landsins það magn af vopnum sem því hentar án nokkurrar stefnumarkandi aðkomu ráðherra eða Alþingis. Hversu langt nær sú heimild? Getur gæslan keypt hingað árásarþyrlu án umræðu í þinginu? Getur lögreglan komið sér upp brynvörðum skriðdrekum með þeim innihaldslausu rökum að það sé ekkert mál af því búnaðurinn fékkst gefins einhvers staðar frá? Hvar endar þetta? Leyndin og misvísandi svör sem hingað til hafa fengist alls staðar að úr stjórnkerfinu vekja upp spurningar. Enginn tekur ábyrgð og hver vísar á annan. Svör við því hvernig að málinu var staðið, hver samdi um kaupin og hver hyggst greiða Norðmönnum þarf að fá. Þá er nauðsynlegt að það sé upplýst nákvæmlega undir hvaða kringumstæðum lögreglan ber vopn og þá hvaða vopn. Miðað við sérstöðu Íslands sem herlaust land, með svo gott sem vopnlausa lögreglu hingað til, má færa rök fyrir því að kaup á 250 hríðskotabyssum hljóti að vera pólitísk ákvörðun sem hefði átt að taka fyrir opnum tjöldum. Vel má vera að góð rök liggi að baki henni og þeirri leynd sem hefur einkennt málið. Þau þurfa þá að koma fram. Strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það hefur varla farið fram hjá neinum að 250 stykki af MP5-hríðskotabyssum hafa bæst við vopnabúnað stjórnvalda. DV greindi frá málinu í síðustu viku og síðan það kom fyrst upp hefur það tekið á sig furðulegar myndir. Ljóst er að byssurnar koma frá norska hernum, en sendinefnd á þeirra vegum kom til landsins í fyrra í boði utanríkisráðuneytisins. Samningur um vopnin var gerður í desember á síðasta ári, en hingað til hefur lítið sem ekkert verið upplýst um efni hans, utan þess að upplýsingafulltrúi norska hersins sagði frá því að um kaupsamning væri að ræða og gjaldið fyrir byssurnar væri 11,5 milljónir. Bæði Landhelgisgæslan og lögreglan halda því samt sem áður fram að vopnin hafi fengist gefins. Vopnunum verður skipt á milli lögreglunnar og gæslunnar. Samkvæmt forstjóra hennar er aðeins um að ræða endurnýjun á búnaði hjá þeim, en fyrir liggur að lögreglan hyggst dreifa vopnunum á embætti sín, sér í lagi úti á landi. Þar hafa öll embætti sent lögregluþjóna sína á tveggja daga námskeið í notkun hríðskotabyssa í haust. Þrátt fyrir að málið hafi komið upp fyrir tæpri viku og raunar átt sér meira en árs aðdraganda, er enn mýmörgum spurningum ósvarað. Þurfa þessi stjórnvöld á þessum vopnum að halda? Það er algerlega óljóst. Til þessa hefur ekki verið talin ástæða, að minnsta kosti ekki opinberlega, til að vopna almenna lögreglu með skammbyssum, hvað þá sjálfvirkum hríðskotabyssum. Engin umræða hefur átt sér stað um frekari vopnvæðingu lögreglunnar. Þó má vel vera að það sé hið eðlilegasta mál. Langt getur verið í sérsveitina úti á landi sem er vel vopnum búin og ef til vill nauðsynlegt að vera undirbúinn fyrir hið versta. En sú þróun, án nokkurrar pólitískrar stefnumörkunar, umræðu og aðkomu lýðræðislega kjörinna fulltrúa, er óásættanleg. Bæði dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra neita nokkurri aðkomu að málinu, annarri en því að hafa verið kunnugt um það. En hver skrifaði undir kaupsamninginn? Lögreglan kannast ekki við að eiga að borga, né heldur Landhelgisgæslan sem gerir ekki ráð fyrir að þurfa að greiða fyrir byssurnar. Hver tók eiginlega þessa ákvörðun? Ef það er rétt að hún hafi verið tekin án aðkomu ráðherra þá vakna upp áleitnar spurningar um hvort undirstofnunum dómsmálaráðuneytisins sé virkilega í sjálfsvald sett að kaupa til landsins það magn af vopnum sem því hentar án nokkurrar stefnumarkandi aðkomu ráðherra eða Alþingis. Hversu langt nær sú heimild? Getur gæslan keypt hingað árásarþyrlu án umræðu í þinginu? Getur lögreglan komið sér upp brynvörðum skriðdrekum með þeim innihaldslausu rökum að það sé ekkert mál af því búnaðurinn fékkst gefins einhvers staðar frá? Hvar endar þetta? Leyndin og misvísandi svör sem hingað til hafa fengist alls staðar að úr stjórnkerfinu vekja upp spurningar. Enginn tekur ábyrgð og hver vísar á annan. Svör við því hvernig að málinu var staðið, hver samdi um kaupin og hver hyggst greiða Norðmönnum þarf að fá. Þá er nauðsynlegt að það sé upplýst nákvæmlega undir hvaða kringumstæðum lögreglan ber vopn og þá hvaða vopn. Miðað við sérstöðu Íslands sem herlaust land, með svo gott sem vopnlausa lögreglu hingað til, má færa rök fyrir því að kaup á 250 hríðskotabyssum hljóti að vera pólitísk ákvörðun sem hefði átt að taka fyrir opnum tjöldum. Vel má vera að góð rök liggi að baki henni og þeirri leynd sem hefur einkennt málið. Þau þurfa þá að koma fram. Strax.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun