Hvaða kvöld eru á Airwaves? Þórður Ingi Jónsson skrifar 28. október 2014 10:45 vísir/valli Nú hefst Iceland Airwaves-tónleikahátíðin á miðvikudaginn í næstu viku og er úr mörgu að velja fyrir gesti hátíðarinnar. Seinustu ár hefur hátíðin starfað með ýmsum aðilum svo sem fjölmiðlum, plötuútgáfum og útvarpsþáttum, sem virkar þannig að ákveðnir aðilar halda ákveðin kvöld á hátíðinni. Þá vinna erlendir fjölmiðlar oft ómetanlegt starf fyrir hátíðina.Kamilla Ingibergsdóttir, fjölmiðlafulltrúi Airwaves.„Erlendir fjölmiðlar eins og The 405 og Noisey hjálpa okkur gríðarlega við að kynna hátíðina á erlendri grund,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir, fjölmiðlafulltrúi Airwaves. „Það er ómetanlegt fyrir okkur að vinna með þessum fjölmiðlum því að þeir bera út boðskapinn.“ Til dæmis hélt Noisey, tónlistarsíða Vice Magazine, úti keppni á dögunum þar sem tveir heppnir þátttakendur gátu unnið ferð fyrir tvo til Íslands fyrir hátíðina. „Það voru yfir 5.000 manns sem tóku þátt og hafa aldrei jafn margir tekið þátt í svona keppni hjá Noisey áður,“ segir Kamilla. Fréttablaðið tók saman þessi kvöld á Airwaves, gestum hátíðarinnar til hægðarauka.Noisey, laugardaginn 8. nóvemberTónlistarveita Vice Magazine, er einhver stærsti vettvangur fyrir tónlist og tónlistarmyndbönd á netinu. Á laugardeginum verður Noisey með kvöld í Gamla bíói þar sem fram koma Lily the Kid, Low Roar, Prins Póló, How to Dress Well, Jungle, Son Lux og Hermigervill. Straumur, föstudaginn 7. nóvember Straumur er tónlistarþáttur sem er á dagskrá á X-inu 977 öll mánudagskvöld í umsjón Óla Dóra auk þess sem Óli heldur úti vefsíðuna Straum.is ásamt Davíð Roach. Straumur heldur kvöld á Gauknum á föstudeginum en þar koma fram hljómsveitirnar Kontinuum, Strigaskór nr. 42, Oyama, Fufanu, Black Bananas, Girl Band, Spray Paint og Agent Fresco.The Line of Best Fit, 8. nóvember The Line of Best Fit er áhrifamikið veftímarit og tónlistarblogg í Bretlandi sem leggur áherslu á ferska og nýja tónlist. Line of Best Fit verður með kvöld í Hafnarhúsinu á laugardeginum þar sem Introbeats, Mammút, Future Islands og Caribou munu trylla lýðinn.Airwords, 6. nóvember Það var ferskur vinkill á hátíðina í fyrra þegar Airwords var haldið í fyrsta skipti, kvöld þar sem ljóðlist og tónlist var blandað saman en að sögn Kamillu fjölmiðlafulltrúa er þetta eitthvað sem ekki hefur sést mikið á tónleikahátíðum áður. Á kvöldinu munu skáldin Sigurbjörg Þrastardóttir, Eiríkur Örn Norðdahl, Ásta F. Sigurðardóttir, Yahya Hassan og Sjón lesa upp en Smurjón, Good Moon Deer, Tiny Ruins, Epic Rain og Pétur Ben munu troða upp.FALK, 7. nóvemberFALK (Fuck Art Let’s Kill) er listahópur og plötuútgáfa sem leggur áherslu á hávaða- og tilraunatónlist. Hópurinn heldur kvöld í Kaldalóni í Hörpu á föstudag þar sem Auxpan, Döpur, AMFJ, KRAKKKBOT, MASS og BNNT munu troða upp og eflaust græta nokkur ungbörn. Thule Musik/Strobelight Network, föstudaginn 7. nóvember Var goðsagnakennd plötuútgáfa á árunum 1995-2004 sem gaf út ýmsa helstu íslensku raftónlistarmenn áratugarins. Nú á seinni árum hefur útgafan endurútgefið ýmislegt á netinu en Strobelight Network er nýstofnaður sproti Thule Records. Útgáfurnar tvær verða með raftónlistarkvöld í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardeginum þar sem Octal, Yagya, Ruxpin, Yamaho, Amaury, Thor og Exos koma fram.RVK Soundsystem, 6. nóvember RVK Soundsystem stendur fyrir mánaðarlegum reggí-, döbb- og dancehall-kvöldum í miðbæ Reykjavíkur ásamt vikulegum útvarpsþætti á FM Xtra öll sunnudagskvöld en í hópnum leynast meðlimir reggísveitanna Ojba Rasta og Amabadama. Hópurinn mun byrja kvöldið á Húrra fimmtudaginn. 6 nóvember en síðan koma fram Kött Grá Pje, Reykjavíkurdætur, Amabadama, Ojba Rasta og bandaríska tvíeykið Nguzunguzu, sem spilar einhverja ferskustu klúbbatónlist nútímans.The 405, föstudagurinn 7. nóvember Fréttablaðið greindi frá því í gær að breska tónlistartímaritið the 405 væri greinilega með Ísland á heilanum en tímaritið heldur kvöld á föstudeginum í Gamla bíói þar sem fram koma M-Band, Jaakko Eino Kalevi, Young Karin, Sykur, Adult Jazz, Tomas Barfod og Sísí Ey. Einnig verður heimildarmyndin Tónlist sýnd í Bíói Paradís á meðan á hátíðinni stendur en tímaritið framleiddi myndina í fyrra. Hún fjallar um íslensku tónlistarsenuna.Record Records kvöld, 5. nóvemberPlötuútgáfan Record Records gefur út esuma helstu tónlistarmenn Íslands, svo sem Of Monsters & Men, Retro Stefson og fleiri. Útgáfan verður með tónleika í Gamla bíói á fyrsta kvöldi Airwaves þar sem Vök, Júníus Meyvant, Agent Fresco, Amabadama, Mammút og FM Belfast troða upp.Extreme Chill/Yatra Arts, 5. nóvember Íslenska raftónlistarhátíðin Extreme Chill var fyrst haldin árið 2009 á Hellissandi en í ár var hún hins vegar haldin í Berlín, höfuðborg teknósins. Plötuútgáfan Yatra Arts er runnin undan rifjum Indverjans Praveer Baijal, sem gefur út mikið af tilraunakenndri raf- og hávaðatónlist frá ýmsum löndum en hann hefur sérstakt dálæti á Íslandi og íslenskri raftónlist. Extreme Chill og Yatra Arts verða með eigið kvöld í Kaldalóni í Hörpu á opnunarkvöldi hátíðarinnar þar sem fram koma Ambátt, Vindva Mei, T.V. Þóranna Björnsdóttir og Valtýr Björn Thors, Inferno 5, Árni2, Reptilicus og Stereo Hypnosis. Airwaves Tónlist Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Nú hefst Iceland Airwaves-tónleikahátíðin á miðvikudaginn í næstu viku og er úr mörgu að velja fyrir gesti hátíðarinnar. Seinustu ár hefur hátíðin starfað með ýmsum aðilum svo sem fjölmiðlum, plötuútgáfum og útvarpsþáttum, sem virkar þannig að ákveðnir aðilar halda ákveðin kvöld á hátíðinni. Þá vinna erlendir fjölmiðlar oft ómetanlegt starf fyrir hátíðina.Kamilla Ingibergsdóttir, fjölmiðlafulltrúi Airwaves.„Erlendir fjölmiðlar eins og The 405 og Noisey hjálpa okkur gríðarlega við að kynna hátíðina á erlendri grund,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir, fjölmiðlafulltrúi Airwaves. „Það er ómetanlegt fyrir okkur að vinna með þessum fjölmiðlum því að þeir bera út boðskapinn.“ Til dæmis hélt Noisey, tónlistarsíða Vice Magazine, úti keppni á dögunum þar sem tveir heppnir þátttakendur gátu unnið ferð fyrir tvo til Íslands fyrir hátíðina. „Það voru yfir 5.000 manns sem tóku þátt og hafa aldrei jafn margir tekið þátt í svona keppni hjá Noisey áður,“ segir Kamilla. Fréttablaðið tók saman þessi kvöld á Airwaves, gestum hátíðarinnar til hægðarauka.Noisey, laugardaginn 8. nóvemberTónlistarveita Vice Magazine, er einhver stærsti vettvangur fyrir tónlist og tónlistarmyndbönd á netinu. Á laugardeginum verður Noisey með kvöld í Gamla bíói þar sem fram koma Lily the Kid, Low Roar, Prins Póló, How to Dress Well, Jungle, Son Lux og Hermigervill. Straumur, föstudaginn 7. nóvember Straumur er tónlistarþáttur sem er á dagskrá á X-inu 977 öll mánudagskvöld í umsjón Óla Dóra auk þess sem Óli heldur úti vefsíðuna Straum.is ásamt Davíð Roach. Straumur heldur kvöld á Gauknum á föstudeginum en þar koma fram hljómsveitirnar Kontinuum, Strigaskór nr. 42, Oyama, Fufanu, Black Bananas, Girl Band, Spray Paint og Agent Fresco.The Line of Best Fit, 8. nóvember The Line of Best Fit er áhrifamikið veftímarit og tónlistarblogg í Bretlandi sem leggur áherslu á ferska og nýja tónlist. Line of Best Fit verður með kvöld í Hafnarhúsinu á laugardeginum þar sem Introbeats, Mammút, Future Islands og Caribou munu trylla lýðinn.Airwords, 6. nóvember Það var ferskur vinkill á hátíðina í fyrra þegar Airwords var haldið í fyrsta skipti, kvöld þar sem ljóðlist og tónlist var blandað saman en að sögn Kamillu fjölmiðlafulltrúa er þetta eitthvað sem ekki hefur sést mikið á tónleikahátíðum áður. Á kvöldinu munu skáldin Sigurbjörg Þrastardóttir, Eiríkur Örn Norðdahl, Ásta F. Sigurðardóttir, Yahya Hassan og Sjón lesa upp en Smurjón, Good Moon Deer, Tiny Ruins, Epic Rain og Pétur Ben munu troða upp.FALK, 7. nóvemberFALK (Fuck Art Let’s Kill) er listahópur og plötuútgáfa sem leggur áherslu á hávaða- og tilraunatónlist. Hópurinn heldur kvöld í Kaldalóni í Hörpu á föstudag þar sem Auxpan, Döpur, AMFJ, KRAKKKBOT, MASS og BNNT munu troða upp og eflaust græta nokkur ungbörn. Thule Musik/Strobelight Network, föstudaginn 7. nóvember Var goðsagnakennd plötuútgáfa á árunum 1995-2004 sem gaf út ýmsa helstu íslensku raftónlistarmenn áratugarins. Nú á seinni árum hefur útgafan endurútgefið ýmislegt á netinu en Strobelight Network er nýstofnaður sproti Thule Records. Útgáfurnar tvær verða með raftónlistarkvöld í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardeginum þar sem Octal, Yagya, Ruxpin, Yamaho, Amaury, Thor og Exos koma fram.RVK Soundsystem, 6. nóvember RVK Soundsystem stendur fyrir mánaðarlegum reggí-, döbb- og dancehall-kvöldum í miðbæ Reykjavíkur ásamt vikulegum útvarpsþætti á FM Xtra öll sunnudagskvöld en í hópnum leynast meðlimir reggísveitanna Ojba Rasta og Amabadama. Hópurinn mun byrja kvöldið á Húrra fimmtudaginn. 6 nóvember en síðan koma fram Kött Grá Pje, Reykjavíkurdætur, Amabadama, Ojba Rasta og bandaríska tvíeykið Nguzunguzu, sem spilar einhverja ferskustu klúbbatónlist nútímans.The 405, föstudagurinn 7. nóvember Fréttablaðið greindi frá því í gær að breska tónlistartímaritið the 405 væri greinilega með Ísland á heilanum en tímaritið heldur kvöld á föstudeginum í Gamla bíói þar sem fram koma M-Band, Jaakko Eino Kalevi, Young Karin, Sykur, Adult Jazz, Tomas Barfod og Sísí Ey. Einnig verður heimildarmyndin Tónlist sýnd í Bíói Paradís á meðan á hátíðinni stendur en tímaritið framleiddi myndina í fyrra. Hún fjallar um íslensku tónlistarsenuna.Record Records kvöld, 5. nóvemberPlötuútgáfan Record Records gefur út esuma helstu tónlistarmenn Íslands, svo sem Of Monsters & Men, Retro Stefson og fleiri. Útgáfan verður með tónleika í Gamla bíói á fyrsta kvöldi Airwaves þar sem Vök, Júníus Meyvant, Agent Fresco, Amabadama, Mammút og FM Belfast troða upp.Extreme Chill/Yatra Arts, 5. nóvember Íslenska raftónlistarhátíðin Extreme Chill var fyrst haldin árið 2009 á Hellissandi en í ár var hún hins vegar haldin í Berlín, höfuðborg teknósins. Plötuútgáfan Yatra Arts er runnin undan rifjum Indverjans Praveer Baijal, sem gefur út mikið af tilraunakenndri raf- og hávaðatónlist frá ýmsum löndum en hann hefur sérstakt dálæti á Íslandi og íslenskri raftónlist. Extreme Chill og Yatra Arts verða með eigið kvöld í Kaldalóni í Hörpu á opnunarkvöldi hátíðarinnar þar sem fram koma Ambátt, Vindva Mei, T.V. Þóranna Björnsdóttir og Valtýr Björn Thors, Inferno 5, Árni2, Reptilicus og Stereo Hypnosis.
Airwaves Tónlist Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira