Siggi heldur sig við Norður-Ameríku Haraldur Guðmundsson skrifar 29. október 2014 07:30 Sigurður hefur búið í New York frá árinu 2002 og er nú með skrifstofu í Chelsea-hverfinu á Manhattan. „Maður er bara að reyna sitt besta á hverjum degi og halda í sitt en ekki að sigra heiminn heldur aðeins gera betur í dag en í gær,“ segir Sigurður Kjartan Hilmarsson, stofnandi og einn af eigendum bandaríska mjólkurframleiðandans The Icelandic Milk and Skyr Corporation. Sigurður framleiðir meðal annars skyrið Siggi's sem er byggt á íslenskri uppskrift og selt í yfir fjögur þúsund verslunum í Bandaríkjunum. Sala á vörum fyrirtækisins skilaði um sautján milljónum dala, tæpum tveimur milljörðum króna, í fyrra og Sigurður segir stefna í söluaukningu á þessu ári. „Það er einhver aukning en þetta er í takt við okkar væntingar. Við reynum að halda áfram að vaxa og þetta snýst mikið um að koma fleiri strikamerkjum inn í fleiri verslanir. Það er það sem við erum að reyna þessa dagana.“Hefur í nógu að snúast Sigurður sagði í samtali við Markaðinn í janúar síðastliðnum að skyrframleiðslan hefði byrjað sem áhugamál árið 2004. Það ár fór hann að búa til skyr í íbúðinni sinni í Tribeca-hverfinu á Manhattan og tveimur árum síðar varð fyrirtækið til. Bandaríska matvælakeðjan Whole Foods er í dag stærsti viðskiptavinurinn en vörurnar eru einnig fáanlegar í öðrum keðjum eins og Safeway og HEB sem rekur yfir 300 verslanir í Texas. „Þessar eru svona með þeim stærri en maður er alltaf að vinna í verslanakeðjum hér og þar en það hefur ekki orðið nein stór breyting þar á. Það fer hins vegar mestur tími í hefðbundinn rekstur. Maður er alltaf að djöflast í einhverjum málum, reyna að fjölga strikamerkjum, bæta flutningsleiðir og fjölga vöruhúsum. Ég hef verið að vinna í að fá tilboð í flutninga og betri kjör á trukkunum,“ segir Sigurður og það er augljóst að hann vill ekki gera of mikið úr eigin árangri.Skyrið ekki á leið til Evrópu Svissneski mjólkurframleiðandinn Emmi Group eignaðist fjórðungshlut í The Icelandic Milk and Skyr Corporation í desember í fyrra. Sigurður segir kaupin ekki hafa haft nein áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins. „Það var í rauninni engin breyting. Emmi var búið að eiga mjög lengi hlut í fyrirtækinu og tók bara aðeins fleiri bréf sem annar fjárfestir var að selja,“ segir Sigurður. Hann segir engin áform uppi um að hefja sölu á vörum fyrirtækisins í Evrópu. „Við horfum eingöngu til Norður-Ameríku og Kanada gæti kannski bæst við. Það væri mjög „lógískt“ en reglur um innflutning á landbúnaðarvörum eru mjög strangar í Kanada. Þá þyrfti ég að eiga ákveðinn innflutningskvóta en ég er ekki að fara að byggja verksmiðju í Kanada til að framleiða þar.“ Skyrið er nú fáanlegt í þrettán bragðtegundum. Nýjustu vörurnar eru árstíðabundnar og einungis fáanlegar í völdum verslunum. Þar er um ræða graskersskyr, peruskyr og kaffiskyr. „Graskersskyrið er búið að vera til lengi. Við höfum komið með það á haustin enda vinsælt bragð í Bandaríkjunum. Peruskyrið er einnig árstíðabundin vara sem er seld í Whole Foods og kemur inn og fer út og það sama má segja um kaffiskyrið en það er framleitt fyrir aðra verslun.“ Siggi hefur vakið talsverða athygli fjölmiðla síðustu ár. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun CNN um hann og viðtal frá Entrepreneur Summit. Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira
„Maður er bara að reyna sitt besta á hverjum degi og halda í sitt en ekki að sigra heiminn heldur aðeins gera betur í dag en í gær,“ segir Sigurður Kjartan Hilmarsson, stofnandi og einn af eigendum bandaríska mjólkurframleiðandans The Icelandic Milk and Skyr Corporation. Sigurður framleiðir meðal annars skyrið Siggi's sem er byggt á íslenskri uppskrift og selt í yfir fjögur þúsund verslunum í Bandaríkjunum. Sala á vörum fyrirtækisins skilaði um sautján milljónum dala, tæpum tveimur milljörðum króna, í fyrra og Sigurður segir stefna í söluaukningu á þessu ári. „Það er einhver aukning en þetta er í takt við okkar væntingar. Við reynum að halda áfram að vaxa og þetta snýst mikið um að koma fleiri strikamerkjum inn í fleiri verslanir. Það er það sem við erum að reyna þessa dagana.“Hefur í nógu að snúast Sigurður sagði í samtali við Markaðinn í janúar síðastliðnum að skyrframleiðslan hefði byrjað sem áhugamál árið 2004. Það ár fór hann að búa til skyr í íbúðinni sinni í Tribeca-hverfinu á Manhattan og tveimur árum síðar varð fyrirtækið til. Bandaríska matvælakeðjan Whole Foods er í dag stærsti viðskiptavinurinn en vörurnar eru einnig fáanlegar í öðrum keðjum eins og Safeway og HEB sem rekur yfir 300 verslanir í Texas. „Þessar eru svona með þeim stærri en maður er alltaf að vinna í verslanakeðjum hér og þar en það hefur ekki orðið nein stór breyting þar á. Það fer hins vegar mestur tími í hefðbundinn rekstur. Maður er alltaf að djöflast í einhverjum málum, reyna að fjölga strikamerkjum, bæta flutningsleiðir og fjölga vöruhúsum. Ég hef verið að vinna í að fá tilboð í flutninga og betri kjör á trukkunum,“ segir Sigurður og það er augljóst að hann vill ekki gera of mikið úr eigin árangri.Skyrið ekki á leið til Evrópu Svissneski mjólkurframleiðandinn Emmi Group eignaðist fjórðungshlut í The Icelandic Milk and Skyr Corporation í desember í fyrra. Sigurður segir kaupin ekki hafa haft nein áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins. „Það var í rauninni engin breyting. Emmi var búið að eiga mjög lengi hlut í fyrirtækinu og tók bara aðeins fleiri bréf sem annar fjárfestir var að selja,“ segir Sigurður. Hann segir engin áform uppi um að hefja sölu á vörum fyrirtækisins í Evrópu. „Við horfum eingöngu til Norður-Ameríku og Kanada gæti kannski bæst við. Það væri mjög „lógískt“ en reglur um innflutning á landbúnaðarvörum eru mjög strangar í Kanada. Þá þyrfti ég að eiga ákveðinn innflutningskvóta en ég er ekki að fara að byggja verksmiðju í Kanada til að framleiða þar.“ Skyrið er nú fáanlegt í þrettán bragðtegundum. Nýjustu vörurnar eru árstíðabundnar og einungis fáanlegar í völdum verslunum. Þar er um ræða graskersskyr, peruskyr og kaffiskyr. „Graskersskyrið er búið að vera til lengi. Við höfum komið með það á haustin enda vinsælt bragð í Bandaríkjunum. Peruskyrið er einnig árstíðabundin vara sem er seld í Whole Foods og kemur inn og fer út og það sama má segja um kaffiskyrið en það er framleitt fyrir aðra verslun.“ Siggi hefur vakið talsverða athygli fjölmiðla síðustu ár. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun CNN um hann og viðtal frá Entrepreneur Summit.
Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira