Hetja, skúrkur og svo aftur hetja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2014 06:00 Kevin Love, Kyrie Irving og LeBron James spila saman hjá Cleveland-liðinu. Fréttablaðið/AFP NBA-deildin er farin af stað og tvö fyrstu leikkvöldin eru að baki. Það eru mjög margir sem hafa beðið eftir kvöldinu í kvöld. Það er nefnilega í kvöld sem liðið Cleveland Cavaliers spilar sinn fyrsta leik þegar New York Knicks kemur í heimsókn í Quicken Loans Arena. En hvað er svona merkilegt við Cleveland Cavaliers? Lið sem hefur ekki komist í úrslitakeppnina fjögur tímabil í röð og vann bara 31 prósent leikja sinna frá 2010 til 2014. Allt breyttist í kjölfarið á einni ákvörðun sumarið 2010 og það þurfti aðra sumarákvörðun til að koma Cavaliers-liðinu aftur í hóp þeirra liða sem skipta máli í deildinni. Stærsta saga sumarsins er að LeBron James, besti körfuboltamaður heims, er kominn heim og allt er breytt hjá Cavaliers. LeBron er nefnilega ekki kominn heim til að „deyja“ eins oft er sagt um íþróttamenn sem snúa margir aftur á heimaslóðirnar á síðustu árum ferilsins þegar er farið að hægja vel á þeim. Nei, Lebron er kominn heim, enn álitinn besti leikmaður deildarinnar, reynslunni ríkari eftir tvo titla með Miami Heat, og nú mættur til þess að færa Cleveland-borg fyrsta meistaratitilinn í 51 ár. LeBron James er stærsta breytingin á liðinu en langt frá því að vera sú eina. Cleveland náði í nýjan þjálfara, David Blatt, sigursælan þjálfara úr Evrópuboltanum, sem er að stíga sín fyrstu spor í NBA. Cleveland ákvað líka að skipta út nýliðanum stórefnilega Andrew Wiggins ásamt fleirum fyrir framherjann Kevin Love. Love hefur verið í hópi bestu leikmanna deildarinnar samkvæmt tölfræðinni. Hann hefur aldrei spilað leik í úrslitakeppni en fær loksins tækifæri til að spila með góðu liði. Love og James voru báðir í hópi fjögurra stigahæstu leikmanna deildarinnar á síðustu leiktíð og í 2. og 3. sæti í framlagi. Þeir bætast við Kyrie Irving sem er einn af mest spennandi yngri leikstjórnendum deildarinnar. Í viðbót hafa nokkrir fínustu rullu-leikmenn stokkið upp á Lebron-vagninn og fyrir vikið eru sumir spekingar farnir að spá Cleveland Cavaliers NBA-titlinum. LeBron er í það minnsta loksins búinn að hreinsa ímynd sína af „Ákvörðuninni“ umdeildu frá 2010. Hann er kominn heim með stóru H-i. Hann fæddist og ólst upp í Akron, nágrannborg Cleveland, spilaði alla skólagöngu sína í Akron og spilaði síðan fyrstu sjö tímabil sín með Cleveland. Hann komst tvisvar í lokaúrslitin með Cavaliers en vann ekki titilinn langþráða fyrr en hann færði sig suður til Miami. Nú er hann kominn aftur. Hetjan sem varð skúrkur er aftur orðin hetja og allir vita að stærsti sigur hans á ferlinum væri að vinna NBA-titilinn með „sínu“ félagi. Hvort það gerist í vetur er þó ekki víst. Blatt er kannski með efnið í meistarakökuna en óvíst að hann finni rétta uppskrift fyrr en á næsta tímabili. Á meðan fylgist NBA-áhugafólk spennt með. NBA Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
NBA-deildin er farin af stað og tvö fyrstu leikkvöldin eru að baki. Það eru mjög margir sem hafa beðið eftir kvöldinu í kvöld. Það er nefnilega í kvöld sem liðið Cleveland Cavaliers spilar sinn fyrsta leik þegar New York Knicks kemur í heimsókn í Quicken Loans Arena. En hvað er svona merkilegt við Cleveland Cavaliers? Lið sem hefur ekki komist í úrslitakeppnina fjögur tímabil í röð og vann bara 31 prósent leikja sinna frá 2010 til 2014. Allt breyttist í kjölfarið á einni ákvörðun sumarið 2010 og það þurfti aðra sumarákvörðun til að koma Cavaliers-liðinu aftur í hóp þeirra liða sem skipta máli í deildinni. Stærsta saga sumarsins er að LeBron James, besti körfuboltamaður heims, er kominn heim og allt er breytt hjá Cavaliers. LeBron er nefnilega ekki kominn heim til að „deyja“ eins oft er sagt um íþróttamenn sem snúa margir aftur á heimaslóðirnar á síðustu árum ferilsins þegar er farið að hægja vel á þeim. Nei, Lebron er kominn heim, enn álitinn besti leikmaður deildarinnar, reynslunni ríkari eftir tvo titla með Miami Heat, og nú mættur til þess að færa Cleveland-borg fyrsta meistaratitilinn í 51 ár. LeBron James er stærsta breytingin á liðinu en langt frá því að vera sú eina. Cleveland náði í nýjan þjálfara, David Blatt, sigursælan þjálfara úr Evrópuboltanum, sem er að stíga sín fyrstu spor í NBA. Cleveland ákvað líka að skipta út nýliðanum stórefnilega Andrew Wiggins ásamt fleirum fyrir framherjann Kevin Love. Love hefur verið í hópi bestu leikmanna deildarinnar samkvæmt tölfræðinni. Hann hefur aldrei spilað leik í úrslitakeppni en fær loksins tækifæri til að spila með góðu liði. Love og James voru báðir í hópi fjögurra stigahæstu leikmanna deildarinnar á síðustu leiktíð og í 2. og 3. sæti í framlagi. Þeir bætast við Kyrie Irving sem er einn af mest spennandi yngri leikstjórnendum deildarinnar. Í viðbót hafa nokkrir fínustu rullu-leikmenn stokkið upp á Lebron-vagninn og fyrir vikið eru sumir spekingar farnir að spá Cleveland Cavaliers NBA-titlinum. LeBron er í það minnsta loksins búinn að hreinsa ímynd sína af „Ákvörðuninni“ umdeildu frá 2010. Hann er kominn heim með stóru H-i. Hann fæddist og ólst upp í Akron, nágrannborg Cleveland, spilaði alla skólagöngu sína í Akron og spilaði síðan fyrstu sjö tímabil sín með Cleveland. Hann komst tvisvar í lokaúrslitin með Cavaliers en vann ekki titilinn langþráða fyrr en hann færði sig suður til Miami. Nú er hann kominn aftur. Hetjan sem varð skúrkur er aftur orðin hetja og allir vita að stærsti sigur hans á ferlinum væri að vinna NBA-titilinn með „sínu“ félagi. Hvort það gerist í vetur er þó ekki víst. Blatt er kannski með efnið í meistarakökuna en óvíst að hann finni rétta uppskrift fyrr en á næsta tímabili. Á meðan fylgist NBA-áhugafólk spennt með.
NBA Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira