Ævintýraferðalag um ljóðheim Einars Ben Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. október 2014 13:00 Hjónin Arthúr Björgvin og Svala með Elliðavatn, fæðingarstað skáldsins í baksýn. Vonandi verður sá draumur þeirra að veruleika að þar verði Hús ljóðsins í framtíðinni. Fréttablaðið/GVA „Í dagskránni okkar hjálpast allir miðlar að við að gera valin ljóð Einars Benediktssonar sem líflegust og auðskildust. Þar verða meðal annars leikarar því Svala, kona mín, skrifaði sviðssetningu á ljóðum þessa langafa síns,“ segir Arthúr Björgvin Bollason um hátíð í Norðurljósasal Hörpu á mánudagskvöldið í tilefni af 150 ára afmæli Einars Benediktssonar sem er í dag. „Þetta verður ævintýraferðalag um ljóðheim Einars Ben. Þar verður reynt að koma sem flestum hliðum Einars að í dagskránni en hann var mjög margbrotinn maður,“ heldur Arthúr Björgvin áfram. „Þarna eru þjóðræknisljóð, ástarljóð til Valgerðar konu hans, hann er sýndur sem heimsborgari sem ferðast um löndin og lífsnautnamaður auk þess sem athafnasemi hans kemur við sögu og ljóðabrot sem snerta hafið. Svo verða Einræður Starkaðar túlkaðar sem eru, eins og flestir vita, runa af spakmælum og lífsvisku og komið við í Dísarhöll og hlýtt á Wagner. Það er sem sagt brugðið upp mjög fjölbreyttri og skrautlegri mynd af skáldinu.“ Arthúr Björgvin vann hugmyndaskýrslu fyrir stjórnvöld um það sem mætti gera til að lyfta minningu Einars í tilefni afmælisins. Þar stakk hann upp á að fæðingardagur hans yrði gerður að Degi ljóðsins í almanakinu. Sú hugmynd sló í gegn. „Þar með er honum gert jafnhátt undir höfði og þeim sem næstur honum liggur á Þingvöllum, Jónasi Hallgrímssyni, sem dagur íslenskrar tungu er tileinkaður,“ segir Arthúr Björgvin ánægður og heldur áfram: „31. október verður Dagur ljóðsins hér eftir. Þá verður hugað sérstaklega að ljóðinu og skólarnir verða virkjaðir. Það þarf að hjálpa ungu kynslóðinni að spreyta sig á þeirri tungu sem var töluð í landinu fyrir hundrað árum, svo það viti hvað íslenska er. Enginn maður er betur til þess fallinn en Einar Benediktsson að skerpa á því, hann notaði stórbrotið og magnað mál, var bráðsnjall og skapandi og þandi íslenskuna eins og hægt var." Ein hugmynda Arthúrs Björgvins er að húsið að Elliðavatni, þar sem Einar fæddist, verði gert að Húsi ljóðsins. Það yrði Ljóðamiðstöð Íslands. „Þar ætti fólk að geta notið ljóða á nýjan hátt með öllum skilningarvitum,“ lýsir hann og segir forsmekkinn verða gefinn á hátíðinni í Hörpu á mánudag. „Margir telja Einar Ben með mögnuðustu og merkustu skáldum Evrópu en hann var látinn hírast í eymd og volæði síðustu árin sín og enginn hafði áhyggjur af honum nema ein kona,“ segir Arthúr Björgvin. „Því er virðingarvert að okkar stjórnvöld ætla að bæta fyrir brot þeirra sem voru þá við völd.“ Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Í dagskránni okkar hjálpast allir miðlar að við að gera valin ljóð Einars Benediktssonar sem líflegust og auðskildust. Þar verða meðal annars leikarar því Svala, kona mín, skrifaði sviðssetningu á ljóðum þessa langafa síns,“ segir Arthúr Björgvin Bollason um hátíð í Norðurljósasal Hörpu á mánudagskvöldið í tilefni af 150 ára afmæli Einars Benediktssonar sem er í dag. „Þetta verður ævintýraferðalag um ljóðheim Einars Ben. Þar verður reynt að koma sem flestum hliðum Einars að í dagskránni en hann var mjög margbrotinn maður,“ heldur Arthúr Björgvin áfram. „Þarna eru þjóðræknisljóð, ástarljóð til Valgerðar konu hans, hann er sýndur sem heimsborgari sem ferðast um löndin og lífsnautnamaður auk þess sem athafnasemi hans kemur við sögu og ljóðabrot sem snerta hafið. Svo verða Einræður Starkaðar túlkaðar sem eru, eins og flestir vita, runa af spakmælum og lífsvisku og komið við í Dísarhöll og hlýtt á Wagner. Það er sem sagt brugðið upp mjög fjölbreyttri og skrautlegri mynd af skáldinu.“ Arthúr Björgvin vann hugmyndaskýrslu fyrir stjórnvöld um það sem mætti gera til að lyfta minningu Einars í tilefni afmælisins. Þar stakk hann upp á að fæðingardagur hans yrði gerður að Degi ljóðsins í almanakinu. Sú hugmynd sló í gegn. „Þar með er honum gert jafnhátt undir höfði og þeim sem næstur honum liggur á Þingvöllum, Jónasi Hallgrímssyni, sem dagur íslenskrar tungu er tileinkaður,“ segir Arthúr Björgvin ánægður og heldur áfram: „31. október verður Dagur ljóðsins hér eftir. Þá verður hugað sérstaklega að ljóðinu og skólarnir verða virkjaðir. Það þarf að hjálpa ungu kynslóðinni að spreyta sig á þeirri tungu sem var töluð í landinu fyrir hundrað árum, svo það viti hvað íslenska er. Enginn maður er betur til þess fallinn en Einar Benediktsson að skerpa á því, hann notaði stórbrotið og magnað mál, var bráðsnjall og skapandi og þandi íslenskuna eins og hægt var." Ein hugmynda Arthúrs Björgvins er að húsið að Elliðavatni, þar sem Einar fæddist, verði gert að Húsi ljóðsins. Það yrði Ljóðamiðstöð Íslands. „Þar ætti fólk að geta notið ljóða á nýjan hátt með öllum skilningarvitum,“ lýsir hann og segir forsmekkinn verða gefinn á hátíðinni í Hörpu á mánudag. „Margir telja Einar Ben með mögnuðustu og merkustu skáldum Evrópu en hann var látinn hírast í eymd og volæði síðustu árin sín og enginn hafði áhyggjur af honum nema ein kona,“ segir Arthúr Björgvin. „Því er virðingarvert að okkar stjórnvöld ætla að bæta fyrir brot þeirra sem voru þá við völd.“
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira