Ævintýraferðalag um ljóðheim Einars Ben Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. október 2014 13:00 Hjónin Arthúr Björgvin og Svala með Elliðavatn, fæðingarstað skáldsins í baksýn. Vonandi verður sá draumur þeirra að veruleika að þar verði Hús ljóðsins í framtíðinni. Fréttablaðið/GVA „Í dagskránni okkar hjálpast allir miðlar að við að gera valin ljóð Einars Benediktssonar sem líflegust og auðskildust. Þar verða meðal annars leikarar því Svala, kona mín, skrifaði sviðssetningu á ljóðum þessa langafa síns,“ segir Arthúr Björgvin Bollason um hátíð í Norðurljósasal Hörpu á mánudagskvöldið í tilefni af 150 ára afmæli Einars Benediktssonar sem er í dag. „Þetta verður ævintýraferðalag um ljóðheim Einars Ben. Þar verður reynt að koma sem flestum hliðum Einars að í dagskránni en hann var mjög margbrotinn maður,“ heldur Arthúr Björgvin áfram. „Þarna eru þjóðræknisljóð, ástarljóð til Valgerðar konu hans, hann er sýndur sem heimsborgari sem ferðast um löndin og lífsnautnamaður auk þess sem athafnasemi hans kemur við sögu og ljóðabrot sem snerta hafið. Svo verða Einræður Starkaðar túlkaðar sem eru, eins og flestir vita, runa af spakmælum og lífsvisku og komið við í Dísarhöll og hlýtt á Wagner. Það er sem sagt brugðið upp mjög fjölbreyttri og skrautlegri mynd af skáldinu.“ Arthúr Björgvin vann hugmyndaskýrslu fyrir stjórnvöld um það sem mætti gera til að lyfta minningu Einars í tilefni afmælisins. Þar stakk hann upp á að fæðingardagur hans yrði gerður að Degi ljóðsins í almanakinu. Sú hugmynd sló í gegn. „Þar með er honum gert jafnhátt undir höfði og þeim sem næstur honum liggur á Þingvöllum, Jónasi Hallgrímssyni, sem dagur íslenskrar tungu er tileinkaður,“ segir Arthúr Björgvin ánægður og heldur áfram: „31. október verður Dagur ljóðsins hér eftir. Þá verður hugað sérstaklega að ljóðinu og skólarnir verða virkjaðir. Það þarf að hjálpa ungu kynslóðinni að spreyta sig á þeirri tungu sem var töluð í landinu fyrir hundrað árum, svo það viti hvað íslenska er. Enginn maður er betur til þess fallinn en Einar Benediktsson að skerpa á því, hann notaði stórbrotið og magnað mál, var bráðsnjall og skapandi og þandi íslenskuna eins og hægt var." Ein hugmynda Arthúrs Björgvins er að húsið að Elliðavatni, þar sem Einar fæddist, verði gert að Húsi ljóðsins. Það yrði Ljóðamiðstöð Íslands. „Þar ætti fólk að geta notið ljóða á nýjan hátt með öllum skilningarvitum,“ lýsir hann og segir forsmekkinn verða gefinn á hátíðinni í Hörpu á mánudag. „Margir telja Einar Ben með mögnuðustu og merkustu skáldum Evrópu en hann var látinn hírast í eymd og volæði síðustu árin sín og enginn hafði áhyggjur af honum nema ein kona,“ segir Arthúr Björgvin. „Því er virðingarvert að okkar stjórnvöld ætla að bæta fyrir brot þeirra sem voru þá við völd.“ Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Sjá meira
„Í dagskránni okkar hjálpast allir miðlar að við að gera valin ljóð Einars Benediktssonar sem líflegust og auðskildust. Þar verða meðal annars leikarar því Svala, kona mín, skrifaði sviðssetningu á ljóðum þessa langafa síns,“ segir Arthúr Björgvin Bollason um hátíð í Norðurljósasal Hörpu á mánudagskvöldið í tilefni af 150 ára afmæli Einars Benediktssonar sem er í dag. „Þetta verður ævintýraferðalag um ljóðheim Einars Ben. Þar verður reynt að koma sem flestum hliðum Einars að í dagskránni en hann var mjög margbrotinn maður,“ heldur Arthúr Björgvin áfram. „Þarna eru þjóðræknisljóð, ástarljóð til Valgerðar konu hans, hann er sýndur sem heimsborgari sem ferðast um löndin og lífsnautnamaður auk þess sem athafnasemi hans kemur við sögu og ljóðabrot sem snerta hafið. Svo verða Einræður Starkaðar túlkaðar sem eru, eins og flestir vita, runa af spakmælum og lífsvisku og komið við í Dísarhöll og hlýtt á Wagner. Það er sem sagt brugðið upp mjög fjölbreyttri og skrautlegri mynd af skáldinu.“ Arthúr Björgvin vann hugmyndaskýrslu fyrir stjórnvöld um það sem mætti gera til að lyfta minningu Einars í tilefni afmælisins. Þar stakk hann upp á að fæðingardagur hans yrði gerður að Degi ljóðsins í almanakinu. Sú hugmynd sló í gegn. „Þar með er honum gert jafnhátt undir höfði og þeim sem næstur honum liggur á Þingvöllum, Jónasi Hallgrímssyni, sem dagur íslenskrar tungu er tileinkaður,“ segir Arthúr Björgvin ánægður og heldur áfram: „31. október verður Dagur ljóðsins hér eftir. Þá verður hugað sérstaklega að ljóðinu og skólarnir verða virkjaðir. Það þarf að hjálpa ungu kynslóðinni að spreyta sig á þeirri tungu sem var töluð í landinu fyrir hundrað árum, svo það viti hvað íslenska er. Enginn maður er betur til þess fallinn en Einar Benediktsson að skerpa á því, hann notaði stórbrotið og magnað mál, var bráðsnjall og skapandi og þandi íslenskuna eins og hægt var." Ein hugmynda Arthúrs Björgvins er að húsið að Elliðavatni, þar sem Einar fæddist, verði gert að Húsi ljóðsins. Það yrði Ljóðamiðstöð Íslands. „Þar ætti fólk að geta notið ljóða á nýjan hátt með öllum skilningarvitum,“ lýsir hann og segir forsmekkinn verða gefinn á hátíðinni í Hörpu á mánudag. „Margir telja Einar Ben með mögnuðustu og merkustu skáldum Evrópu en hann var látinn hírast í eymd og volæði síðustu árin sín og enginn hafði áhyggjur af honum nema ein kona,“ segir Arthúr Björgvin. „Því er virðingarvert að okkar stjórnvöld ætla að bæta fyrir brot þeirra sem voru þá við völd.“
Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Sjá meira