Gjáin breikkar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 07:00 Við erum ekki á nítjándu öldinni, þau eru ekki í pípuhöttum og við erum ekki einhver sauðsvartur almúgi. Við búum í jafnræðisþjóðfélagi,“ sagði tónlistarmaðurinn Svavar Knútur í samtali við Vísi í gær. Þessi við sem hann vísar til er fólkið í landinu og þau eru ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna. Tilefni viðtalsins var mótmælafundur á Austurvelli í gær þar sem aðgerðum ríkisstjórnarinnar var mótmælt. Um ástæðu þess að ekkert eitt var tilgreint sem grunnur mótmælanna segir Svavar Knútur: „Það er hægt að mótmæla dólgshætti og yfirgangi. Það er hægt að mótmæla yfirlæti, dónaskap og vondum vinnubrögðum. Það þarf ekki að vera ESB eða stjórnarskráin. Fólk er að koma úr öllum áttum með alls konar reiði og það þarf bara að gefa því útrás fyrir hana.“ Þessi reiði í garð stjórnvalda er raunar ekki séríslenskt fyrirbrigði og í grein sem birtist á vefsíðu danska blaðsins Politiken á sunnudaginn reifar presturinn og rithöfundurinn Asger Baunsbak ástæður fyrir því að pólitíkusar ná ekki lengur samhljómi við „sauðsvartan almúgann“. Hann bendir meðal annars á að þeir flokkar sem sitji á þingi í dag séu sprottnir upp úr menningu bænda- og iðnaðarsamfélags og hafi ekki náð að aðlagast gjörbreyttum tímum. Það séu ekki lengur bændur, verkamenn og kennarar sem séu virkir í stjórnmálum heldur háskólamenntað fólk sem aldrei hafi unnið ærlegt handtak, ef svo má að orði komast. Gjáin fræga milli þings og þjóðar stafi af því að stjórnmálafólkið og almúginn margumræddi eigi ekki lengur neitt sameiginlegt og skilji ekki hvorir aðra. Þetta eru mjög athyglisverðar pælingar hjá prestinum og skemmtilegt að máta rök hans við íslenskt samfélag samtímans. Stéttaskiptingin hér er kannski ekki eins afgerandi en það er allavega morgunljóst að þeir sem nú sitja í ríkisstjórn hafa ákaflega litla hugmynd um það hvernig venjulegt fólk í landinu hugsar, býr og berst í bökkum. Þeir virðast reyndar óskaplega lítið velta lífskjörum kjósenda sinna fyrir sér, láta sér bara detta í hug eitthvert söluvænlegt trikk korteri í kosningar til að tryggja sér atkvæði þeirra. Bregðast síðan ókvæða við þegar hinir sömu kjósendur eru ekki sáttir við vanefndir kosningaloforðanna, kvarta undan árásum á kjörna fulltrúa eða, það sem verra er, svara reiði fólksins með útúrsnúningum, háðsglósum og gegndarlausum hroka. Verða svo bara sífellt meira hissa á vaxandi óánægju og reiði kjósenda sinna og gjáin breikkar dag frá degi. Í fyrrnefndri grein bendir Baunsbak á að ástæða þess að samneyslan á undir högg að sækja í Danmörku, eins og hér, sé að elítan í valdastöðunum hafi ekki þörf fyrir neina samneyslu, hún vilji frekar eyða fé í utanlandsferðir og uppbyggingu eigin yfirburðastöðu en að leggja sitt af mörkum til reksturs sameiginlegs samfélags. Afleiðingin af þeirri stefnu sé vaxandi reiði almúgans sem fái útrás í stuðningi við þjóðernissinnaða flokka sem ali á útlendingaandúð og óánægju. Afleiðingarnar af því geti orðið alvarlegri en elítan geri sér í hugarlund og það þurfi ekki nema lítinn neista til að kynda bál sem gæti orðið endalok lýðræðisins. Ábending sem stjórnvöld á Íslandi ættu að fara að gefa gaum og taka alvarlega, helst ekki seinna en í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Við erum ekki á nítjándu öldinni, þau eru ekki í pípuhöttum og við erum ekki einhver sauðsvartur almúgi. Við búum í jafnræðisþjóðfélagi,“ sagði tónlistarmaðurinn Svavar Knútur í samtali við Vísi í gær. Þessi við sem hann vísar til er fólkið í landinu og þau eru ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna. Tilefni viðtalsins var mótmælafundur á Austurvelli í gær þar sem aðgerðum ríkisstjórnarinnar var mótmælt. Um ástæðu þess að ekkert eitt var tilgreint sem grunnur mótmælanna segir Svavar Knútur: „Það er hægt að mótmæla dólgshætti og yfirgangi. Það er hægt að mótmæla yfirlæti, dónaskap og vondum vinnubrögðum. Það þarf ekki að vera ESB eða stjórnarskráin. Fólk er að koma úr öllum áttum með alls konar reiði og það þarf bara að gefa því útrás fyrir hana.“ Þessi reiði í garð stjórnvalda er raunar ekki séríslenskt fyrirbrigði og í grein sem birtist á vefsíðu danska blaðsins Politiken á sunnudaginn reifar presturinn og rithöfundurinn Asger Baunsbak ástæður fyrir því að pólitíkusar ná ekki lengur samhljómi við „sauðsvartan almúgann“. Hann bendir meðal annars á að þeir flokkar sem sitji á þingi í dag séu sprottnir upp úr menningu bænda- og iðnaðarsamfélags og hafi ekki náð að aðlagast gjörbreyttum tímum. Það séu ekki lengur bændur, verkamenn og kennarar sem séu virkir í stjórnmálum heldur háskólamenntað fólk sem aldrei hafi unnið ærlegt handtak, ef svo má að orði komast. Gjáin fræga milli þings og þjóðar stafi af því að stjórnmálafólkið og almúginn margumræddi eigi ekki lengur neitt sameiginlegt og skilji ekki hvorir aðra. Þetta eru mjög athyglisverðar pælingar hjá prestinum og skemmtilegt að máta rök hans við íslenskt samfélag samtímans. Stéttaskiptingin hér er kannski ekki eins afgerandi en það er allavega morgunljóst að þeir sem nú sitja í ríkisstjórn hafa ákaflega litla hugmynd um það hvernig venjulegt fólk í landinu hugsar, býr og berst í bökkum. Þeir virðast reyndar óskaplega lítið velta lífskjörum kjósenda sinna fyrir sér, láta sér bara detta í hug eitthvert söluvænlegt trikk korteri í kosningar til að tryggja sér atkvæði þeirra. Bregðast síðan ókvæða við þegar hinir sömu kjósendur eru ekki sáttir við vanefndir kosningaloforðanna, kvarta undan árásum á kjörna fulltrúa eða, það sem verra er, svara reiði fólksins með útúrsnúningum, háðsglósum og gegndarlausum hroka. Verða svo bara sífellt meira hissa á vaxandi óánægju og reiði kjósenda sinna og gjáin breikkar dag frá degi. Í fyrrnefndri grein bendir Baunsbak á að ástæða þess að samneyslan á undir högg að sækja í Danmörku, eins og hér, sé að elítan í valdastöðunum hafi ekki þörf fyrir neina samneyslu, hún vilji frekar eyða fé í utanlandsferðir og uppbyggingu eigin yfirburðastöðu en að leggja sitt af mörkum til reksturs sameiginlegs samfélags. Afleiðingin af þeirri stefnu sé vaxandi reiði almúgans sem fái útrás í stuðningi við þjóðernissinnaða flokka sem ali á útlendingaandúð og óánægju. Afleiðingarnar af því geti orðið alvarlegri en elítan geri sér í hugarlund og það þurfi ekki nema lítinn neista til að kynda bál sem gæti orðið endalok lýðræðisins. Ábending sem stjórnvöld á Íslandi ættu að fara að gefa gaum og taka alvarlega, helst ekki seinna en í dag.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun