Landlæknir kannar áhrif gosmengunar á heilsu fólks Svavar Hávarðsson skrifar 5. nóvember 2014 00:01 Haraldur Briem „Það er í okkar augum mikilvægt að gera heilsufarskönnun til að átta okkur á því hvort mengunin frá eldgosinu hefur áhrif til lengri og skemmri tíma,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir um rannsókn sem nú er á teikniborðinu vegna mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni. Fyrirfram telur Haraldur að áhrifin séu ekki mikil eða alvarleg, nema fyrir þá sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma. Hins vegar sé á litlu að byggja þar sem þetta hefur lítt verið kannað. „Þó há gildi mælist í stuttan tíma þá sýnist okkur að þetta eigi ekki að hafa varanleg áhrif á nokkurn hátt. En þetta verðum við að vita fyrir víst,“ segir Haraldur og vísar til þess að könnun sem þessi hafi áður verið framkvæmd hér nýlega. Strax í upphafi eldgoss í Eyjafjallajökli vorið 2010 voru 207 íbúar á bæjum sunnan við jökulinn rannsakaðir af læknum með öndunarmælingum meðal annars. Rannsakaðir voru 100 karlar og 107 konur. Af þessum 207 voru 40 börn. Niðurstaðan varð að engin merki voru um alvarleg heilsufarsáhrif, en skammtímaáhrif voru nokkur hjá þeim sem veikastir voru fyrir. Viðbrögð vegna eldgosa norðan Vatnajökuls og kostnaður ríkissjóðs var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Þar var samþykkt að veita tæpum 700 milljónum króna til þeirra lykilstofnana sem bera hitann og þungann af aðgerðum vegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul. Rannsókn landlæknis er innan þessara fjárheimilda, en erindi embættisins um sex mánaða rannsókn var samþykkt – en um eftirlit vegna áhrifa gasmengunar á heilsufar almennings er að ræða. Í tilkynningu forsætisráðuneytisins kemur fram að veittar verða 329 milljónir til lykilstofnana vegna aðgerða í ágúst og september. Fyrir þá þrjá mánuði sem út af standa til áramóta eru 358 milljónir til viðbótar eyrnamerktar – til að bregðast við því ef ástandið á gosstöðvunum helst óbreytt. Féð verður nýtt samkvæmt tillögum samráðshóps vegna eldgossins og ríkisstjórnar, eftir atvikum. Innan þessara fjárheimilda er fjölgun nettengdra mengunarmæla sem mæla styrk brennisteinsdíoxíðs sem mjög gerir vart við sig víða um land, en einnig er lagt til að hefja mælingar á styrk brennisteinssýru.svavar@frettabladid.is Bárðarbunga Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
„Það er í okkar augum mikilvægt að gera heilsufarskönnun til að átta okkur á því hvort mengunin frá eldgosinu hefur áhrif til lengri og skemmri tíma,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir um rannsókn sem nú er á teikniborðinu vegna mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni. Fyrirfram telur Haraldur að áhrifin séu ekki mikil eða alvarleg, nema fyrir þá sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma. Hins vegar sé á litlu að byggja þar sem þetta hefur lítt verið kannað. „Þó há gildi mælist í stuttan tíma þá sýnist okkur að þetta eigi ekki að hafa varanleg áhrif á nokkurn hátt. En þetta verðum við að vita fyrir víst,“ segir Haraldur og vísar til þess að könnun sem þessi hafi áður verið framkvæmd hér nýlega. Strax í upphafi eldgoss í Eyjafjallajökli vorið 2010 voru 207 íbúar á bæjum sunnan við jökulinn rannsakaðir af læknum með öndunarmælingum meðal annars. Rannsakaðir voru 100 karlar og 107 konur. Af þessum 207 voru 40 börn. Niðurstaðan varð að engin merki voru um alvarleg heilsufarsáhrif, en skammtímaáhrif voru nokkur hjá þeim sem veikastir voru fyrir. Viðbrögð vegna eldgosa norðan Vatnajökuls og kostnaður ríkissjóðs var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Þar var samþykkt að veita tæpum 700 milljónum króna til þeirra lykilstofnana sem bera hitann og þungann af aðgerðum vegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul. Rannsókn landlæknis er innan þessara fjárheimilda, en erindi embættisins um sex mánaða rannsókn var samþykkt – en um eftirlit vegna áhrifa gasmengunar á heilsufar almennings er að ræða. Í tilkynningu forsætisráðuneytisins kemur fram að veittar verða 329 milljónir til lykilstofnana vegna aðgerða í ágúst og september. Fyrir þá þrjá mánuði sem út af standa til áramóta eru 358 milljónir til viðbótar eyrnamerktar – til að bregðast við því ef ástandið á gosstöðvunum helst óbreytt. Féð verður nýtt samkvæmt tillögum samráðshóps vegna eldgossins og ríkisstjórnar, eftir atvikum. Innan þessara fjárheimilda er fjölgun nettengdra mengunarmæla sem mæla styrk brennisteinsdíoxíðs sem mjög gerir vart við sig víða um land, en einnig er lagt til að hefja mælingar á styrk brennisteinssýru.svavar@frettabladid.is
Bárðarbunga Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira