Mótaðu þína framtíðarsýn Edda Jóhannsdóttir markþjálfi skrifar 9. nóvember 2014 10:00 Mótaðu þína framtíðarsýn. visir/getty Flest þekkjum við senuna úr Lísu í Undralandi þar sem Lísa hittir köttinn skælbrosandi og spyr: „Getur þú vísað mér veginn?“ Kötturinn spyr þá að bragði: „Hvert ertu að fara?“ Lísa svarar: „Ég veit það ekki.“ Það er erfitt að segja þeim til vegar sem ekki vita hvert þeir eru að fara. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa framtíðarsýn og vita hvaða áfangastaður er næstur á lífsleiðinni. Þetta á bæði við um einstaklinga, fyrirtæki og þjóðir heims. Þeim vegnar betur sem hafa skýra sýn og vinna jöfnum höndum að því að hún verði að veruleika. Mótaðu þína framtíðarsýn Ef þú getur ekki svarað því hvert þú ert að fara, er kominn tími til að þú mótir þér framtíðarsýn. Skrifaðu niður svörin við eftirfarandi spurningum: l Hvað myndi ég gera ef hvorki tími, peningar né innri takmarkanir eða afsakanir stæðu í veginum? l Hvað hefur mig alltaf dreymt um að gera en aldrei látið verða að veruleika? l Ef ég vissi að ég ætti aðeins fimm ár eftir ólifuð, hvernig myndi ég verja tímanum? Búðu til framtíðarborð Taktu saman myndir af þér að gera það sem þér finnst skemmtilegast. Myndir úr ferðalögum, þér að stunda uppáhaldsíþróttina þína, myndir af þér í góðum hópi vina og fjölskyldu og svo framvegis. Myndirnar eiga að endurspegla það sem þú vilt hafa í lífi þínu. Bættu svo við myndum sem lýsa því sem þig langar að hafa meira af í lífi þínu – svo sem stöðuhækkun, meiri gleði og svo framvegis. Útbúðu nú skjal, t.d. í glæruforriti og settu myndirnar inn. Bættu svo við jákvæðum staðhæfingum í nútíð. Dæmi: „Ég er svo glöð og þakklát nú þegar ég er orðin leiðtogi deildarinnar.“ Það getur verið sérkennilegt að skrifa setningar um það sem ekki er orðið að veruleika í lífi þínu en mundu að orð eru til alls fyrst. Framtíðarsýn fyrirtækja Framtíðarsýnin er táknmynd drauma þinna og kjarnagilda. Framtíðarsýnin krefst jafnvægis milli rökhugsunar og innsæis, sem eru uppspretta tilgangs þíns í lífinu. Stefnumótun fyrirtækja og stofnana byggist að hluta til á því að móta framtíðarsýn. Þá er fyrst spurt um áfangastað en síðan farið í að velta fyrir sér hvernig eigi að komast þangað. Í framtíðarsýn fyrirtækja eru tækifæri þess fólgin. Það sama á við um einstaklingana. Heilsa Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Flest þekkjum við senuna úr Lísu í Undralandi þar sem Lísa hittir köttinn skælbrosandi og spyr: „Getur þú vísað mér veginn?“ Kötturinn spyr þá að bragði: „Hvert ertu að fara?“ Lísa svarar: „Ég veit það ekki.“ Það er erfitt að segja þeim til vegar sem ekki vita hvert þeir eru að fara. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa framtíðarsýn og vita hvaða áfangastaður er næstur á lífsleiðinni. Þetta á bæði við um einstaklinga, fyrirtæki og þjóðir heims. Þeim vegnar betur sem hafa skýra sýn og vinna jöfnum höndum að því að hún verði að veruleika. Mótaðu þína framtíðarsýn Ef þú getur ekki svarað því hvert þú ert að fara, er kominn tími til að þú mótir þér framtíðarsýn. Skrifaðu niður svörin við eftirfarandi spurningum: l Hvað myndi ég gera ef hvorki tími, peningar né innri takmarkanir eða afsakanir stæðu í veginum? l Hvað hefur mig alltaf dreymt um að gera en aldrei látið verða að veruleika? l Ef ég vissi að ég ætti aðeins fimm ár eftir ólifuð, hvernig myndi ég verja tímanum? Búðu til framtíðarborð Taktu saman myndir af þér að gera það sem þér finnst skemmtilegast. Myndir úr ferðalögum, þér að stunda uppáhaldsíþróttina þína, myndir af þér í góðum hópi vina og fjölskyldu og svo framvegis. Myndirnar eiga að endurspegla það sem þú vilt hafa í lífi þínu. Bættu svo við myndum sem lýsa því sem þig langar að hafa meira af í lífi þínu – svo sem stöðuhækkun, meiri gleði og svo framvegis. Útbúðu nú skjal, t.d. í glæruforriti og settu myndirnar inn. Bættu svo við jákvæðum staðhæfingum í nútíð. Dæmi: „Ég er svo glöð og þakklát nú þegar ég er orðin leiðtogi deildarinnar.“ Það getur verið sérkennilegt að skrifa setningar um það sem ekki er orðið að veruleika í lífi þínu en mundu að orð eru til alls fyrst. Framtíðarsýn fyrirtækja Framtíðarsýnin er táknmynd drauma þinna og kjarnagilda. Framtíðarsýnin krefst jafnvægis milli rökhugsunar og innsæis, sem eru uppspretta tilgangs þíns í lífinu. Stefnumótun fyrirtækja og stofnana byggist að hluta til á því að móta framtíðarsýn. Þá er fyrst spurt um áfangastað en síðan farið í að velta fyrir sér hvernig eigi að komast þangað. Í framtíðarsýn fyrirtækja eru tækifæri þess fólgin. Það sama á við um einstaklingana.
Heilsa Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira