Þýðir ekkert að vera smeyk í brekkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2014 06:30 Ungur reynslubolti. Helga María Vilhjálmsdóttir er yngst allra í alpagreinalandsliðinu en samt með einna mestu reynsluna. Fréttablaðið/Ernir Helga María Vilhjálmsdóttir er fremsta skíðakona landsins þessa dagana eftir frábært ár í fyrra þar sem hún stóð sig vel á Ólympíuleikunum í Sotsjí. Helga María varð í febrúar fyrsta íslenska konan síðan á ÓL í Innsbruck 1976 sem kemst inn á topp þrjátíu í sinni fyrstu grein á Vetrarólympíuleikum en hún náði þá 29. sæti í risasvigi. „Það gekk mjög vel á síðasta ári og Ólympíuleikarnir standa gjörsamlega upp úr,“ segir Helga María en hún var þá stödd á kynningarfundi Skíðasambands Íslands og fram undan eru æfingar og keppnir í Noregi. „Þetta lítur mjög vel út hjá mér í vetur og ég verð mikið á skíðum. Ég stefni á HM en auðvitað líka á mörg önnur mót. HM er samt aðalverkefnið,“ segir Helga María. Helga María keppti á HM unglinga strax á eftir Ólympíuleikunum og viðurkennir að það hafi kannski verið fullmikið af því góða. „Það var mikið prógramm og ég var orðin svolítið þreytt í lokin. Það kom niður á niðurstöðunni á HM unglinga sem og það var smá spennufall eftir Ólympíuleikana. Það er líka mjög erfitt að standa sig vel á mörgum mótum í röð. Það er alltaf mismunandi aðstaða og mismunandi brautir. Það fylgir því líka hellings pressa,“ segir Helga María. „Þetta fer allt í reynslubankann og ég lærði mest af því að fara á þessi stórmót og sjá hvernig ég réð við það. Maður getur undirbúið sig heilan helling andlega fyrir svona mót. Einbeitingin var góð hjá mér og taugarnar héldu,“ segir Helga María um lykilinn að góðum árangri á Ólympíuleikunum í fyrra. Hún er óhrædd við að láta vaða í brekkunni og sérhæfir sig í hraðari greinunum. „Ég verð að láta svolítið vaða því þú færð lítið út úr því að bara standa niður brautina. Maður er alltaf að reyna að komast hraðar og hraðar,“ segir Helga María. Nokkrar íslenskar skíðakonur í fremstu röð hafa meiðst illa á síðustu árum en Helga María hræðist ekki möguleg meiðsli. „Ég er ekkert smeyk enda hjálpar það aldrei að hugsa þannig. Maður verður bara að halda áfram og einbeita sér að sínu,“ segir Helga. Hún hefur háleit markmið fyrir heimsmeistaramótið sem fer fram í Colorado í febrúar næstkomandi. Hún ætlar að toppa þar. „Mig langar mjög mikið að komast í aðra umferðina á HM. Það eru færri í ár sem komast heldur en síðast. Þú verður að vera á meðal 30 bestu í heiminum til þess að komast í aðra umferð,“ segir Helga María en er það raunhæft? „Já,“ segir hún hikandi og bætir við: „Maður á aldrei að segja aldrei. Ég þarf þá að undirbúa mig vel og sleppa við meiðsli,“ segir Helga María. Innlendar Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjá meira
Helga María Vilhjálmsdóttir er fremsta skíðakona landsins þessa dagana eftir frábært ár í fyrra þar sem hún stóð sig vel á Ólympíuleikunum í Sotsjí. Helga María varð í febrúar fyrsta íslenska konan síðan á ÓL í Innsbruck 1976 sem kemst inn á topp þrjátíu í sinni fyrstu grein á Vetrarólympíuleikum en hún náði þá 29. sæti í risasvigi. „Það gekk mjög vel á síðasta ári og Ólympíuleikarnir standa gjörsamlega upp úr,“ segir Helga María en hún var þá stödd á kynningarfundi Skíðasambands Íslands og fram undan eru æfingar og keppnir í Noregi. „Þetta lítur mjög vel út hjá mér í vetur og ég verð mikið á skíðum. Ég stefni á HM en auðvitað líka á mörg önnur mót. HM er samt aðalverkefnið,“ segir Helga María. Helga María keppti á HM unglinga strax á eftir Ólympíuleikunum og viðurkennir að það hafi kannski verið fullmikið af því góða. „Það var mikið prógramm og ég var orðin svolítið þreytt í lokin. Það kom niður á niðurstöðunni á HM unglinga sem og það var smá spennufall eftir Ólympíuleikana. Það er líka mjög erfitt að standa sig vel á mörgum mótum í röð. Það er alltaf mismunandi aðstaða og mismunandi brautir. Það fylgir því líka hellings pressa,“ segir Helga María. „Þetta fer allt í reynslubankann og ég lærði mest af því að fara á þessi stórmót og sjá hvernig ég réð við það. Maður getur undirbúið sig heilan helling andlega fyrir svona mót. Einbeitingin var góð hjá mér og taugarnar héldu,“ segir Helga María um lykilinn að góðum árangri á Ólympíuleikunum í fyrra. Hún er óhrædd við að láta vaða í brekkunni og sérhæfir sig í hraðari greinunum. „Ég verð að láta svolítið vaða því þú færð lítið út úr því að bara standa niður brautina. Maður er alltaf að reyna að komast hraðar og hraðar,“ segir Helga María. Nokkrar íslenskar skíðakonur í fremstu röð hafa meiðst illa á síðustu árum en Helga María hræðist ekki möguleg meiðsli. „Ég er ekkert smeyk enda hjálpar það aldrei að hugsa þannig. Maður verður bara að halda áfram og einbeita sér að sínu,“ segir Helga. Hún hefur háleit markmið fyrir heimsmeistaramótið sem fer fram í Colorado í febrúar næstkomandi. Hún ætlar að toppa þar. „Mig langar mjög mikið að komast í aðra umferðina á HM. Það eru færri í ár sem komast heldur en síðast. Þú verður að vera á meðal 30 bestu í heiminum til þess að komast í aðra umferð,“ segir Helga María en er það raunhæft? „Já,“ segir hún hikandi og bætir við: „Maður á aldrei að segja aldrei. Ég þarf þá að undirbúa mig vel og sleppa við meiðsli,“ segir Helga María.
Innlendar Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram