Þýðir ekkert að vera smeyk í brekkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2014 06:30 Ungur reynslubolti. Helga María Vilhjálmsdóttir er yngst allra í alpagreinalandsliðinu en samt með einna mestu reynsluna. Fréttablaðið/Ernir Helga María Vilhjálmsdóttir er fremsta skíðakona landsins þessa dagana eftir frábært ár í fyrra þar sem hún stóð sig vel á Ólympíuleikunum í Sotsjí. Helga María varð í febrúar fyrsta íslenska konan síðan á ÓL í Innsbruck 1976 sem kemst inn á topp þrjátíu í sinni fyrstu grein á Vetrarólympíuleikum en hún náði þá 29. sæti í risasvigi. „Það gekk mjög vel á síðasta ári og Ólympíuleikarnir standa gjörsamlega upp úr,“ segir Helga María en hún var þá stödd á kynningarfundi Skíðasambands Íslands og fram undan eru æfingar og keppnir í Noregi. „Þetta lítur mjög vel út hjá mér í vetur og ég verð mikið á skíðum. Ég stefni á HM en auðvitað líka á mörg önnur mót. HM er samt aðalverkefnið,“ segir Helga María. Helga María keppti á HM unglinga strax á eftir Ólympíuleikunum og viðurkennir að það hafi kannski verið fullmikið af því góða. „Það var mikið prógramm og ég var orðin svolítið þreytt í lokin. Það kom niður á niðurstöðunni á HM unglinga sem og það var smá spennufall eftir Ólympíuleikana. Það er líka mjög erfitt að standa sig vel á mörgum mótum í röð. Það er alltaf mismunandi aðstaða og mismunandi brautir. Það fylgir því líka hellings pressa,“ segir Helga María. „Þetta fer allt í reynslubankann og ég lærði mest af því að fara á þessi stórmót og sjá hvernig ég réð við það. Maður getur undirbúið sig heilan helling andlega fyrir svona mót. Einbeitingin var góð hjá mér og taugarnar héldu,“ segir Helga María um lykilinn að góðum árangri á Ólympíuleikunum í fyrra. Hún er óhrædd við að láta vaða í brekkunni og sérhæfir sig í hraðari greinunum. „Ég verð að láta svolítið vaða því þú færð lítið út úr því að bara standa niður brautina. Maður er alltaf að reyna að komast hraðar og hraðar,“ segir Helga María. Nokkrar íslenskar skíðakonur í fremstu röð hafa meiðst illa á síðustu árum en Helga María hræðist ekki möguleg meiðsli. „Ég er ekkert smeyk enda hjálpar það aldrei að hugsa þannig. Maður verður bara að halda áfram og einbeita sér að sínu,“ segir Helga. Hún hefur háleit markmið fyrir heimsmeistaramótið sem fer fram í Colorado í febrúar næstkomandi. Hún ætlar að toppa þar. „Mig langar mjög mikið að komast í aðra umferðina á HM. Það eru færri í ár sem komast heldur en síðast. Þú verður að vera á meðal 30 bestu í heiminum til þess að komast í aðra umferð,“ segir Helga María en er það raunhæft? „Já,“ segir hún hikandi og bætir við: „Maður á aldrei að segja aldrei. Ég þarf þá að undirbúa mig vel og sleppa við meiðsli,“ segir Helga María. Innlendar Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjá meira
Helga María Vilhjálmsdóttir er fremsta skíðakona landsins þessa dagana eftir frábært ár í fyrra þar sem hún stóð sig vel á Ólympíuleikunum í Sotsjí. Helga María varð í febrúar fyrsta íslenska konan síðan á ÓL í Innsbruck 1976 sem kemst inn á topp þrjátíu í sinni fyrstu grein á Vetrarólympíuleikum en hún náði þá 29. sæti í risasvigi. „Það gekk mjög vel á síðasta ári og Ólympíuleikarnir standa gjörsamlega upp úr,“ segir Helga María en hún var þá stödd á kynningarfundi Skíðasambands Íslands og fram undan eru æfingar og keppnir í Noregi. „Þetta lítur mjög vel út hjá mér í vetur og ég verð mikið á skíðum. Ég stefni á HM en auðvitað líka á mörg önnur mót. HM er samt aðalverkefnið,“ segir Helga María. Helga María keppti á HM unglinga strax á eftir Ólympíuleikunum og viðurkennir að það hafi kannski verið fullmikið af því góða. „Það var mikið prógramm og ég var orðin svolítið þreytt í lokin. Það kom niður á niðurstöðunni á HM unglinga sem og það var smá spennufall eftir Ólympíuleikana. Það er líka mjög erfitt að standa sig vel á mörgum mótum í röð. Það er alltaf mismunandi aðstaða og mismunandi brautir. Það fylgir því líka hellings pressa,“ segir Helga María. „Þetta fer allt í reynslubankann og ég lærði mest af því að fara á þessi stórmót og sjá hvernig ég réð við það. Maður getur undirbúið sig heilan helling andlega fyrir svona mót. Einbeitingin var góð hjá mér og taugarnar héldu,“ segir Helga María um lykilinn að góðum árangri á Ólympíuleikunum í fyrra. Hún er óhrædd við að láta vaða í brekkunni og sérhæfir sig í hraðari greinunum. „Ég verð að láta svolítið vaða því þú færð lítið út úr því að bara standa niður brautina. Maður er alltaf að reyna að komast hraðar og hraðar,“ segir Helga María. Nokkrar íslenskar skíðakonur í fremstu röð hafa meiðst illa á síðustu árum en Helga María hræðist ekki möguleg meiðsli. „Ég er ekkert smeyk enda hjálpar það aldrei að hugsa þannig. Maður verður bara að halda áfram og einbeita sér að sínu,“ segir Helga. Hún hefur háleit markmið fyrir heimsmeistaramótið sem fer fram í Colorado í febrúar næstkomandi. Hún ætlar að toppa þar. „Mig langar mjög mikið að komast í aðra umferðina á HM. Það eru færri í ár sem komast heldur en síðast. Þú verður að vera á meðal 30 bestu í heiminum til þess að komast í aðra umferð,“ segir Helga María en er það raunhæft? „Já,“ segir hún hikandi og bætir við: „Maður á aldrei að segja aldrei. Ég þarf þá að undirbúa mig vel og sleppa við meiðsli,“ segir Helga María.
Innlendar Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjá meira