Jólapeysuæði í uppsiglingu Vera Einarsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 11:00 Fyrir nokkrum árum var mikill skortur á "ljótum" jólapeysum hér á landi. Þau Ingvar og Sigdís hafa aldeilis bætt úr því. MYND/ERNIR MYND/ERNIR Sigdís Þóra Sigþórsdóttir og Ingvar Óskarsson, eigendur verslunarinnar Ljótar jólapeysur að Grænatúni 1 sem var opnuð á þriðjudag, hafa verið með samnefnda netverslun á Facebook síðan í fyrra. Lengi hefur verið skortur á "ljótum" jólapeysum hér á landi en þau Sigdís og Ingvar hafa sannarlega bætt úr því. Sigdís segir verslunina mega rekja til þemapartís sem hún og vinur hennar stóðu fyrir í vinahópnum fyrir nokkrum árum. „Vinur minn stakk upp á því að við héldum ljótupeysu-jólapartí en þá kom á daginn að lítið var um slíkar peysur hér á landi. Ég tók því að mér að panta á netinu fyrir allan hópinn. Við héldum svo partí sem varð alveg hrikalega skemmtilegt eins og svona þemapartí eiga það til að verða.” Sigdís segir um að ræða ameríska hefð sem eigi rætur að rekja til áttunda og níunda áratugarins. „Þá var fólk ekkert að grínast með þetta heldur var í alvöru verið að prjóna peysur með snjókörlum, glimmeri og dúskum. Upp úr 2000 fór að verða vart við þetta hér á landi og þá helst í tengslum við vina- eða vinnustaðagrín.“Þau Sigdís og Ingvar opnuðu Facebook-síðu með peysunum í fyrra. „Við vorum bara með þetta heima en ákváðum að slá til og opna litla verslun fyrir þessi jól, enda eftirspurnin sífellt að aukast. Þetta er þó mest til gamans gert,“ segir Sigdís en hún og Ingvar eru bæði í fullri vinnu auk þess sem Ingvar er í námi. Verslunin verður til að byrja með opin frá 17 til 18 virka daga. „Þegar nær dregur jólum stefnum við að því að vera með jólapeysumarkað um helgar og bjóða upp á piparkökur, kakó og jólatónlist. Facebook-síðan, Ljótar jólapeysur, verður hins vegar áfram opin svo þeir sem komast ekki í búðina geta haft samband við okkur í gegnum hana.“ Peysurnar koma allar frá Bandaríkjunum. „Vinkona okkar sér um að velja og senda til okkar. Það er því ávallt mikil spenna að opna sendingar,“ segir Sigdís. Peysurnar munu kosta á bilinu 5.900 til 6.900 krónur. „Sumar eru þó meira notaðar en aðrar. Við tökum þær til hliðar og seljum ódýrt.“ Í fyrra runnu 500 krónur af andvirði peysanna til jólapeysuátaks Barnaheilla, jolapeysan.is. „Við afhentum samtökunum 140.000 krónur eftir jólin í fyrra. Við höfum sama háttinn á í ár. Þeir sem kaupa jólapeysu eru því að styrkja gott málefni í leiðinni. Eins styrktum við samtökin með peysum í auglýsingaátakið þeirra í ár,“ upplýsir Sigdís. Þess má geta að öll áheit sem safnast í jólapeysuátaki Barnaheilla þetta árið renna til Vináttuverkefnis Barnaheilla en það er forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólum. Nánar á jolapeysan.is. Jólafréttir Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Fleiri fréttir Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Sjá meira
Sigdís Þóra Sigþórsdóttir og Ingvar Óskarsson, eigendur verslunarinnar Ljótar jólapeysur að Grænatúni 1 sem var opnuð á þriðjudag, hafa verið með samnefnda netverslun á Facebook síðan í fyrra. Lengi hefur verið skortur á "ljótum" jólapeysum hér á landi en þau Sigdís og Ingvar hafa sannarlega bætt úr því. Sigdís segir verslunina mega rekja til þemapartís sem hún og vinur hennar stóðu fyrir í vinahópnum fyrir nokkrum árum. „Vinur minn stakk upp á því að við héldum ljótupeysu-jólapartí en þá kom á daginn að lítið var um slíkar peysur hér á landi. Ég tók því að mér að panta á netinu fyrir allan hópinn. Við héldum svo partí sem varð alveg hrikalega skemmtilegt eins og svona þemapartí eiga það til að verða.” Sigdís segir um að ræða ameríska hefð sem eigi rætur að rekja til áttunda og níunda áratugarins. „Þá var fólk ekkert að grínast með þetta heldur var í alvöru verið að prjóna peysur með snjókörlum, glimmeri og dúskum. Upp úr 2000 fór að verða vart við þetta hér á landi og þá helst í tengslum við vina- eða vinnustaðagrín.“Þau Sigdís og Ingvar opnuðu Facebook-síðu með peysunum í fyrra. „Við vorum bara með þetta heima en ákváðum að slá til og opna litla verslun fyrir þessi jól, enda eftirspurnin sífellt að aukast. Þetta er þó mest til gamans gert,“ segir Sigdís en hún og Ingvar eru bæði í fullri vinnu auk þess sem Ingvar er í námi. Verslunin verður til að byrja með opin frá 17 til 18 virka daga. „Þegar nær dregur jólum stefnum við að því að vera með jólapeysumarkað um helgar og bjóða upp á piparkökur, kakó og jólatónlist. Facebook-síðan, Ljótar jólapeysur, verður hins vegar áfram opin svo þeir sem komast ekki í búðina geta haft samband við okkur í gegnum hana.“ Peysurnar koma allar frá Bandaríkjunum. „Vinkona okkar sér um að velja og senda til okkar. Það er því ávallt mikil spenna að opna sendingar,“ segir Sigdís. Peysurnar munu kosta á bilinu 5.900 til 6.900 krónur. „Sumar eru þó meira notaðar en aðrar. Við tökum þær til hliðar og seljum ódýrt.“ Í fyrra runnu 500 krónur af andvirði peysanna til jólapeysuátaks Barnaheilla, jolapeysan.is. „Við afhentum samtökunum 140.000 krónur eftir jólin í fyrra. Við höfum sama háttinn á í ár. Þeir sem kaupa jólapeysu eru því að styrkja gott málefni í leiðinni. Eins styrktum við samtökin með peysum í auglýsingaátakið þeirra í ár,“ upplýsir Sigdís. Þess má geta að öll áheit sem safnast í jólapeysuátaki Barnaheilla þetta árið renna til Vináttuverkefnis Barnaheilla en það er forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólum. Nánar á jolapeysan.is.
Jólafréttir Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Fleiri fréttir Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning