Miklu betri þegar það telur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2014 07:00 Hér má sjá muninn á milli vináttuleikja og mótsleikja undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar. graf/Thanos Framundan er toppslagur við Tékka, einvígi tveggja efstu liðanna sem hafa ekki tapað stigi í fyrstu þremur leikjum sínum. Íslenska liðið lá fyrir Belgum í vináttulandsleik í Brussel en við þurfum ekki að hafa alltof miklar áhyggjur ef marka má þjálfaratíð Lars Lagerbäck.Æfingaleikirnir notaðir vel Undir stjórn Lars og Heimis Hallgrímssonar hefur íslenska liðið náð miklu betri árangri í leikjunum sem skipta einhverju máli. Æfingarleikirnir hafa á sama tíma verið notaðir til að þróa og bæta liðið auk þess að gefa leikmönnum tækifæri til að sýna sig og sanna. Margir leikmenn fengu tækifæri gegn Belgíu í fyrrakvöld og þótt að það sé ólíklegt að þeir komi inn í byrjunarliðið fyrir Tékkaleikinn þá eru þeir Lars og Heimir eflaust komnir með góða mynd af því hvenær þessir leikmenn geti hjálpað íslenska landsliðinu á næstunni þegar leikbönn eða meiðsli herja á hópinn. Það er ekki bara að íslenska liðið sé betra í keppnisleikjum síðan Lars tók við heldur sýnir tölfræðin það að liðið er miklu betra. Íslenska landsliðið er búið að ná í 60 prósent stiga í fimmtán leikjum í undankeppnum HM og EM síðan Lars Lagerbäck tók við en aðeins í 33 prósent stiga í vináttuleikjunum ef við reiknum með að sams konar stigafjöldi hafi verið í boði í þeim leikjum.vísir/gettyVinna leikina í Dalnum Íslenska landsliðið hefur nefnilega aðeins unnið 4 af 13 vináttulandsleikjum sínum í þjálfaratíð Lagerbäcks, heimaleikina á móti Færeyjum (2 leikir; 2012 og 2013) og Eistlandi sem og útileik á móti Andorra í nóvember 2012. Liðið hefur unnið alla þrjá vináttuleiki sína á heimavelli án þess að fá á sig mark en er hins vegar búið að tapa 8 af 10 vináttulandsleikjum sínum utan Íslands. Íslenska liðið tapaði meðal annars fjórum fyrstu leikjum sínum undir stjórn Lagerbäcks árið 2012 en fagnaði sínum fyrsta sigri í vináttuleik við Færeyjar á Laugardalsvellinum í ágúst.8 sigrar í 15 leikjum Fyrsti keppnisleikurinn vannst á móti Noregi á sama stað rúmum þremur vikum síðar og alls hefur íslenska liðið unnið 8 af 15 leikjum sínum í undankeppni undir stjórn Svíans. Þeim árangri hefur enginn annar þjálfari íslenska liðsins náð. Íslenska liðið hefur líka verið að spila við sterkar þjóðir í vináttulandsleikjum enda eru leikir við Rússa, Frakka og Svía meðal annars að baki auk leiksins við Belga á miðvikudagskvöldið en Belgar eru sem stendur í fjórða sæti á FIFA-listanum. Gengið í keppnisleikjunum hefur verið sögulegt. Liðið komst í umspil um sæti á HM í fyrsta sinn í undankeppni HM í Brasilíu og er nú á toppi síns riðils eftir þrjá leiki í undankeppni EM 2016.vísir/afpHelst hefðin í Plzen Eins og sjá má í grafinu hér á síðunni er gengið nánast eins og spegilmynd þegar alvöru leikir eru bornir saman við æfingaleiki. Markatalan í keppnisleikjum er átta mörk í plús en sjö mörk í mínus í vináttulandsleikjunum. Sigrarnir í keppnisleikjum eru átta alveg eins og töpin í vináttuleikjunum. Nú er bara að vona að hefðin haldist í Plzen í Tékklandi á sunnudagskvöldið og að strákarnir okkar nái þar hagstæðum úrslitum og stigi einu skrefi nær því að komast í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Cech: Sterkasta vopn Íslands er liðsheildin Tékkar fá viku til að undirbúa sig fyrir toppslaginn gegn Íslandi. 13. nóvember 2014 07:00 Rosicky: Ísland athyglisverður og erfiður andstæðingur Miðjumaðurinn öflugi ætlar ekki að vanmeta íslenska liðið. 13. nóvember 2014 15:30 Áhofendur í Plzen fá tíu þúsund bjóra Landsliðsþjálfari Tékka vann veðmálið við bruggverksmiðju í Plzen. 13. nóvember 2014 14:30 Emil tók því rólega á æfingu landsliðsins Engin ný meiðsli eftir leikinn gegn Belgíu í gær. 13. nóvember 2014 13:32 Ekkert lið eins vel skipulagt og það íslenska Tékkneski landsliðsmaðurinn Tomas Sivok segir að íslenska landsliðið sé betra en það hollenska. 13. nóvember 2014 06:00 Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Sjá meira
Framundan er toppslagur við Tékka, einvígi tveggja efstu liðanna sem hafa ekki tapað stigi í fyrstu þremur leikjum sínum. Íslenska liðið lá fyrir Belgum í vináttulandsleik í Brussel en við þurfum ekki að hafa alltof miklar áhyggjur ef marka má þjálfaratíð Lars Lagerbäck.Æfingaleikirnir notaðir vel Undir stjórn Lars og Heimis Hallgrímssonar hefur íslenska liðið náð miklu betri árangri í leikjunum sem skipta einhverju máli. Æfingarleikirnir hafa á sama tíma verið notaðir til að þróa og bæta liðið auk þess að gefa leikmönnum tækifæri til að sýna sig og sanna. Margir leikmenn fengu tækifæri gegn Belgíu í fyrrakvöld og þótt að það sé ólíklegt að þeir komi inn í byrjunarliðið fyrir Tékkaleikinn þá eru þeir Lars og Heimir eflaust komnir með góða mynd af því hvenær þessir leikmenn geti hjálpað íslenska landsliðinu á næstunni þegar leikbönn eða meiðsli herja á hópinn. Það er ekki bara að íslenska liðið sé betra í keppnisleikjum síðan Lars tók við heldur sýnir tölfræðin það að liðið er miklu betra. Íslenska landsliðið er búið að ná í 60 prósent stiga í fimmtán leikjum í undankeppnum HM og EM síðan Lars Lagerbäck tók við en aðeins í 33 prósent stiga í vináttuleikjunum ef við reiknum með að sams konar stigafjöldi hafi verið í boði í þeim leikjum.vísir/gettyVinna leikina í Dalnum Íslenska landsliðið hefur nefnilega aðeins unnið 4 af 13 vináttulandsleikjum sínum í þjálfaratíð Lagerbäcks, heimaleikina á móti Færeyjum (2 leikir; 2012 og 2013) og Eistlandi sem og útileik á móti Andorra í nóvember 2012. Liðið hefur unnið alla þrjá vináttuleiki sína á heimavelli án þess að fá á sig mark en er hins vegar búið að tapa 8 af 10 vináttulandsleikjum sínum utan Íslands. Íslenska liðið tapaði meðal annars fjórum fyrstu leikjum sínum undir stjórn Lagerbäcks árið 2012 en fagnaði sínum fyrsta sigri í vináttuleik við Færeyjar á Laugardalsvellinum í ágúst.8 sigrar í 15 leikjum Fyrsti keppnisleikurinn vannst á móti Noregi á sama stað rúmum þremur vikum síðar og alls hefur íslenska liðið unnið 8 af 15 leikjum sínum í undankeppni undir stjórn Svíans. Þeim árangri hefur enginn annar þjálfari íslenska liðsins náð. Íslenska liðið hefur líka verið að spila við sterkar þjóðir í vináttulandsleikjum enda eru leikir við Rússa, Frakka og Svía meðal annars að baki auk leiksins við Belga á miðvikudagskvöldið en Belgar eru sem stendur í fjórða sæti á FIFA-listanum. Gengið í keppnisleikjunum hefur verið sögulegt. Liðið komst í umspil um sæti á HM í fyrsta sinn í undankeppni HM í Brasilíu og er nú á toppi síns riðils eftir þrjá leiki í undankeppni EM 2016.vísir/afpHelst hefðin í Plzen Eins og sjá má í grafinu hér á síðunni er gengið nánast eins og spegilmynd þegar alvöru leikir eru bornir saman við æfingaleiki. Markatalan í keppnisleikjum er átta mörk í plús en sjö mörk í mínus í vináttulandsleikjunum. Sigrarnir í keppnisleikjum eru átta alveg eins og töpin í vináttuleikjunum. Nú er bara að vona að hefðin haldist í Plzen í Tékklandi á sunnudagskvöldið og að strákarnir okkar nái þar hagstæðum úrslitum og stigi einu skrefi nær því að komast í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Cech: Sterkasta vopn Íslands er liðsheildin Tékkar fá viku til að undirbúa sig fyrir toppslaginn gegn Íslandi. 13. nóvember 2014 07:00 Rosicky: Ísland athyglisverður og erfiður andstæðingur Miðjumaðurinn öflugi ætlar ekki að vanmeta íslenska liðið. 13. nóvember 2014 15:30 Áhofendur í Plzen fá tíu þúsund bjóra Landsliðsþjálfari Tékka vann veðmálið við bruggverksmiðju í Plzen. 13. nóvember 2014 14:30 Emil tók því rólega á æfingu landsliðsins Engin ný meiðsli eftir leikinn gegn Belgíu í gær. 13. nóvember 2014 13:32 Ekkert lið eins vel skipulagt og það íslenska Tékkneski landsliðsmaðurinn Tomas Sivok segir að íslenska landsliðið sé betra en það hollenska. 13. nóvember 2014 06:00 Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Sjá meira
Cech: Sterkasta vopn Íslands er liðsheildin Tékkar fá viku til að undirbúa sig fyrir toppslaginn gegn Íslandi. 13. nóvember 2014 07:00
Rosicky: Ísland athyglisverður og erfiður andstæðingur Miðjumaðurinn öflugi ætlar ekki að vanmeta íslenska liðið. 13. nóvember 2014 15:30
Áhofendur í Plzen fá tíu þúsund bjóra Landsliðsþjálfari Tékka vann veðmálið við bruggverksmiðju í Plzen. 13. nóvember 2014 14:30
Emil tók því rólega á æfingu landsliðsins Engin ný meiðsli eftir leikinn gegn Belgíu í gær. 13. nóvember 2014 13:32
Ekkert lið eins vel skipulagt og það íslenska Tékkneski landsliðsmaðurinn Tomas Sivok segir að íslenska landsliðið sé betra en það hollenska. 13. nóvember 2014 06:00