Heimir: Það vill enginn missa af leiknum gegn Tékkum Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Brussel skrifar 14. nóvember 2014 06:00 Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu í Brussel. vísir/AP Íslenska landsliðið heldur til Tékklands í dag en fram undan er erfið prófraun gegn öflugu liði Tékka þar sem toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 er í húfi. Bæði lið eru ósigruð eftir þrjá leiki en strákarnir máttu þó þola 3-1 tap fyrir Belgíu í vináttulandsleik á miðvikudagskvöldið. Þrátt fyrir úrslitin leit Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins, björtum augum á framhaldið, ekki síst þar sem margir af þeim leikmönnum sem fengu tækifærið í Brussel náðu að minna rækilega á sig. „Við höfum notað sama byrjunarliðið í öllum þremur leikjum okkar í undankeppninni til þessa og þessir strákar sem spiluðu í gær sýndu okkur og íslensku þjóðinni hvað þeir gátu. Þeir gerðu margir hverjir mjög vel. Það sem gladdi okkur þjálfarana helst var að hver og einn þeirra gjörþekkti sitt hlutverk,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið á hóteli liðsins í Brussel í gær. Hann játar því að það hafi verið ákveðin óvissa að senda jafn óreynt lið til leiks gegn öflugu liði Belgíu. „Belgar eiga hágæða leikmenn sem spila í bestu deildum í heimi og við vissum að maður gegn manni teljast þeir alltaf sterkari en við, sama hvaða liði við hefðum stillt upp í gær. En okkar helsti styrkleiki er liðsheildin og við sýndum í þessum leik hversu mikilvæg hún er.“ Margir þeirra sem spiluðu gegn Belgíu minntu á sig og Heimir segir að frammistaða þeirra hafi sent ákveðin skilaboð inn í leikmannahóp íslenska liðsins. „Leikmenn vita nú að við eigum leikmenn fyrir utan það byrjunarlið sem við höfum notað í undankeppninni sem geta komið inn, spilað á stóra sviðinu og skilað sínu hlutverki vel. Það hjálpar til og þetta tekur leikmenn úr ákveðnum þægindaramma.“ Landsliðið æfði í Brussel í gær og mun æfa öðru sinni í dag áður en það heldur yfir til Tékklands. Nokkrir leikmenn hafa verið tæpir vegna smávægilegra meiðsla en Heimir hefur ekki nokkrar áhyggjur af stöðu liðsins fyrir leikinn mikilvæga á sunnudag. „Ég veit að það verða allir klárir í þennan leik enda ekki einn einasti maður í leikmannahópnum sem vill missa af tækifærinu að taka þátt í honum,“ segir hann. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Cech: Sterkasta vopn Íslands er liðsheildin Tékkar fá viku til að undirbúa sig fyrir toppslaginn gegn Íslandi. 13. nóvember 2014 07:00 Rosicky: Ísland athyglisverður og erfiður andstæðingur Miðjumaðurinn öflugi ætlar ekki að vanmeta íslenska liðið. 13. nóvember 2014 15:30 Áhofendur í Plzen fá tíu þúsund bjóra Landsliðsþjálfari Tékka vann veðmálið við bruggverksmiðju í Plzen. 13. nóvember 2014 14:30 Emil tók því rólega á æfingu landsliðsins Engin ný meiðsli eftir leikinn gegn Belgíu í gær. 13. nóvember 2014 13:32 Viðar Örn: Hefði átt að skora í gær Framherjinn ósáttur með sjálfan sig eftir leikinn gegn Belgíu í gær. 13. nóvember 2014 15:21 Ekkert lið eins vel skipulagt og það íslenska Tékkneski landsliðsmaðurinn Tomas Sivok segir að íslenska landsliðið sé betra en það hollenska. 13. nóvember 2014 06:00 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Íslenska landsliðið heldur til Tékklands í dag en fram undan er erfið prófraun gegn öflugu liði Tékka þar sem toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 er í húfi. Bæði lið eru ósigruð eftir þrjá leiki en strákarnir máttu þó þola 3-1 tap fyrir Belgíu í vináttulandsleik á miðvikudagskvöldið. Þrátt fyrir úrslitin leit Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins, björtum augum á framhaldið, ekki síst þar sem margir af þeim leikmönnum sem fengu tækifærið í Brussel náðu að minna rækilega á sig. „Við höfum notað sama byrjunarliðið í öllum þremur leikjum okkar í undankeppninni til þessa og þessir strákar sem spiluðu í gær sýndu okkur og íslensku þjóðinni hvað þeir gátu. Þeir gerðu margir hverjir mjög vel. Það sem gladdi okkur þjálfarana helst var að hver og einn þeirra gjörþekkti sitt hlutverk,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið á hóteli liðsins í Brussel í gær. Hann játar því að það hafi verið ákveðin óvissa að senda jafn óreynt lið til leiks gegn öflugu liði Belgíu. „Belgar eiga hágæða leikmenn sem spila í bestu deildum í heimi og við vissum að maður gegn manni teljast þeir alltaf sterkari en við, sama hvaða liði við hefðum stillt upp í gær. En okkar helsti styrkleiki er liðsheildin og við sýndum í þessum leik hversu mikilvæg hún er.“ Margir þeirra sem spiluðu gegn Belgíu minntu á sig og Heimir segir að frammistaða þeirra hafi sent ákveðin skilaboð inn í leikmannahóp íslenska liðsins. „Leikmenn vita nú að við eigum leikmenn fyrir utan það byrjunarlið sem við höfum notað í undankeppninni sem geta komið inn, spilað á stóra sviðinu og skilað sínu hlutverki vel. Það hjálpar til og þetta tekur leikmenn úr ákveðnum þægindaramma.“ Landsliðið æfði í Brussel í gær og mun æfa öðru sinni í dag áður en það heldur yfir til Tékklands. Nokkrir leikmenn hafa verið tæpir vegna smávægilegra meiðsla en Heimir hefur ekki nokkrar áhyggjur af stöðu liðsins fyrir leikinn mikilvæga á sunnudag. „Ég veit að það verða allir klárir í þennan leik enda ekki einn einasti maður í leikmannahópnum sem vill missa af tækifærinu að taka þátt í honum,“ segir hann.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Cech: Sterkasta vopn Íslands er liðsheildin Tékkar fá viku til að undirbúa sig fyrir toppslaginn gegn Íslandi. 13. nóvember 2014 07:00 Rosicky: Ísland athyglisverður og erfiður andstæðingur Miðjumaðurinn öflugi ætlar ekki að vanmeta íslenska liðið. 13. nóvember 2014 15:30 Áhofendur í Plzen fá tíu þúsund bjóra Landsliðsþjálfari Tékka vann veðmálið við bruggverksmiðju í Plzen. 13. nóvember 2014 14:30 Emil tók því rólega á æfingu landsliðsins Engin ný meiðsli eftir leikinn gegn Belgíu í gær. 13. nóvember 2014 13:32 Viðar Örn: Hefði átt að skora í gær Framherjinn ósáttur með sjálfan sig eftir leikinn gegn Belgíu í gær. 13. nóvember 2014 15:21 Ekkert lið eins vel skipulagt og það íslenska Tékkneski landsliðsmaðurinn Tomas Sivok segir að íslenska landsliðið sé betra en það hollenska. 13. nóvember 2014 06:00 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Cech: Sterkasta vopn Íslands er liðsheildin Tékkar fá viku til að undirbúa sig fyrir toppslaginn gegn Íslandi. 13. nóvember 2014 07:00
Rosicky: Ísland athyglisverður og erfiður andstæðingur Miðjumaðurinn öflugi ætlar ekki að vanmeta íslenska liðið. 13. nóvember 2014 15:30
Áhofendur í Plzen fá tíu þúsund bjóra Landsliðsþjálfari Tékka vann veðmálið við bruggverksmiðju í Plzen. 13. nóvember 2014 14:30
Emil tók því rólega á æfingu landsliðsins Engin ný meiðsli eftir leikinn gegn Belgíu í gær. 13. nóvember 2014 13:32
Viðar Örn: Hefði átt að skora í gær Framherjinn ósáttur með sjálfan sig eftir leikinn gegn Belgíu í gær. 13. nóvember 2014 15:21
Ekkert lið eins vel skipulagt og það íslenska Tékkneski landsliðsmaðurinn Tomas Sivok segir að íslenska landsliðið sé betra en það hollenska. 13. nóvember 2014 06:00