Tónlist

Heldur til Japans að gera asískt popp

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Mikill K-Pop aðdáandi - Steinunn semur nú tónlist í draugahúsi.
Mikill K-Pop aðdáandi - Steinunn semur nú tónlist í draugahúsi. fréttablaðið/ernir
„Þetta er ótrúlegt því að draumurinn minn um að fara til Japans og draumurinn minn um að gera K-Pop hefur nú orðið að veruleika,“ segir tónlistarkonan Steinunn Harðardóttir, eða dj. flugvél og geimskip, sem heldur til Tókýó um helgina til að taka þátt í Hokuo Music Fest.

Um er að ræða norræna tónleika sem hafa verið haldnir í Japan undanfarin ár þar sem norræn fyrirtæki og tónlistarmenn fá tækifæri til að hitta japanskt bransafólk. Tónleikunum fylgja viðskiptaráðstefna og vinnustofur en Steinunn mun taka þátt í K-Pop- og J-Pop-vinnustofu þar sem tónlistarmenn frá Norðurlöndunum og Asíu munu hittast og semja popp saman í kóreskum og japönskum stíl.

„Mér finnst þetta bara mjög skemmtilegt því ég hef alltaf elskað K-Pop og langað að vita hvernig á að búa það til. Veit nú ekki alveg með J-Pop, það er alveg gaman en ekki jafn skemmtilegt og K-Pop,“ segir Steinunn, sem segist nú vera stödd í draugahúsi úti á landi þar sem hún vinnur í nýju efni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.