Tröll fyrir dyrum fjármálaráðherra Sigurjón M. Egilsson skrifar 17. nóvember 2014 07:00 Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segist ekki geta stutt hækkun neðra þreps virðisaukaskattskerfisins að óbreyttu. Það er hækkun matarskatts. Frosti sagði, í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í gær, að þær mótvægisaðgerðir sem Bjarni Benediktsson hefur boðað dugi ekki til að Frosti, og sumir aðrir þingmenn Framsóknarflokksins, veiti áformum Bjarna brautargengi. Frosti var spurður hvort hann myndi styðja boðaðar breytingar. „Aðeins ef það leiðir til kjarabóta fyrir alla í samfélaginu,“ svaraði hann og sagði fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir ekki duga. „Ekki það sem við vorum búin að sjá. Það dugar ekki. Það verður að gera betur og við eigum von á því að fá breytingar.“ Afstaða Frosta birtist svona sterkt og ákveðið og sama dag og Davíð Oddsson skrifar í Reykjavíkurbréf sitt harða gagnrýni á Bjarna Benediktsson um sama málefni. Ljóst er að Davíð er ekki samþykkur og fyrir Bjarna munar um minna: „Í tvö ár hefur íslenska ríkisstjórnin ekki fundið tíma frá einhverju sem enginn veit hvað er en ætlar nú að keyra í gegn á fáum vikum matarskatt á lægst launaða fólkið í landinu, hvað sem tautar og raular. Eini ávinningurinn sem hægt er hugsanlega að sjá af því er að fá hrós bak við luktar dyr frá ótryggum embættismönnum fyrir að hafa einfaldað virðisaukaskattskerfið með því að fækka skattþrepum þess úr tveimur ofan í tvö.“ „Í stað þess að hætta við ruglið eru boðaðar dularfullar „mótvægisaðgerðir“ sem er svo sannarlega ekki uppskrift að því að „einfalda kerfið.““ Það er greinilega við ramman reip að draga, hjá Bjarna Benediktssyni. Fleiri þingmenn Framsóknar en Frosti hafa lýst yfir andstöðu við hækkun matarskattsins og ljóst er að Bjarni er ekki búinn að tryggja sér meirihluta fyrir breytingunum. Hann þarf að bjóða ósáttum þingmönnum betur. „Það verður að gera betur og við eigum von á því að fá breytingar,“ sagði Frosti í gær. Bjarni hefur við hvert tækifæri sem hann hefur fengið lýst því yfir að hann sé ófáanlegur til að hætta við, draga í land. Það hefur myndast spenna á stjórnarheimilinu. Spenna er að aukast í Sjálfstæðisflokknum. Það er ekki bara vegna matarskattsins. Davíð Oddsson og hans fylgjendur eru verulega ósáttir að ekki skuli vera búið að draga umsóknina um aðild að Evrópusambandinu til baka og Bjarni formaður verður að lægja öldurnar, sem er ekki áhlaupaverk þar sem innan flokksins eru ólík sjónarmið. Þeir sem vilja hætta ferlinu og þeir sem umfram allt klára samningaviðræðurnar. Bjarni styður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, varaformann sinn. Það gerir formaðurinn fyrrverandi trúlega ekki, ef mið er tekið af skrifum hans um Hönnu Birnu. Andstaða Davíðs í þýðingarmiklum málum er Bjarna óheppileg. Varla ofsagt þegar sagt er að það sé tröll fyrir dyrum Bjarna Benediktssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun
Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segist ekki geta stutt hækkun neðra þreps virðisaukaskattskerfisins að óbreyttu. Það er hækkun matarskatts. Frosti sagði, í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í gær, að þær mótvægisaðgerðir sem Bjarni Benediktsson hefur boðað dugi ekki til að Frosti, og sumir aðrir þingmenn Framsóknarflokksins, veiti áformum Bjarna brautargengi. Frosti var spurður hvort hann myndi styðja boðaðar breytingar. „Aðeins ef það leiðir til kjarabóta fyrir alla í samfélaginu,“ svaraði hann og sagði fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir ekki duga. „Ekki það sem við vorum búin að sjá. Það dugar ekki. Það verður að gera betur og við eigum von á því að fá breytingar.“ Afstaða Frosta birtist svona sterkt og ákveðið og sama dag og Davíð Oddsson skrifar í Reykjavíkurbréf sitt harða gagnrýni á Bjarna Benediktsson um sama málefni. Ljóst er að Davíð er ekki samþykkur og fyrir Bjarna munar um minna: „Í tvö ár hefur íslenska ríkisstjórnin ekki fundið tíma frá einhverju sem enginn veit hvað er en ætlar nú að keyra í gegn á fáum vikum matarskatt á lægst launaða fólkið í landinu, hvað sem tautar og raular. Eini ávinningurinn sem hægt er hugsanlega að sjá af því er að fá hrós bak við luktar dyr frá ótryggum embættismönnum fyrir að hafa einfaldað virðisaukaskattskerfið með því að fækka skattþrepum þess úr tveimur ofan í tvö.“ „Í stað þess að hætta við ruglið eru boðaðar dularfullar „mótvægisaðgerðir“ sem er svo sannarlega ekki uppskrift að því að „einfalda kerfið.““ Það er greinilega við ramman reip að draga, hjá Bjarna Benediktssyni. Fleiri þingmenn Framsóknar en Frosti hafa lýst yfir andstöðu við hækkun matarskattsins og ljóst er að Bjarni er ekki búinn að tryggja sér meirihluta fyrir breytingunum. Hann þarf að bjóða ósáttum þingmönnum betur. „Það verður að gera betur og við eigum von á því að fá breytingar,“ sagði Frosti í gær. Bjarni hefur við hvert tækifæri sem hann hefur fengið lýst því yfir að hann sé ófáanlegur til að hætta við, draga í land. Það hefur myndast spenna á stjórnarheimilinu. Spenna er að aukast í Sjálfstæðisflokknum. Það er ekki bara vegna matarskattsins. Davíð Oddsson og hans fylgjendur eru verulega ósáttir að ekki skuli vera búið að draga umsóknina um aðild að Evrópusambandinu til baka og Bjarni formaður verður að lægja öldurnar, sem er ekki áhlaupaverk þar sem innan flokksins eru ólík sjónarmið. Þeir sem vilja hætta ferlinu og þeir sem umfram allt klára samningaviðræðurnar. Bjarni styður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, varaformann sinn. Það gerir formaðurinn fyrrverandi trúlega ekki, ef mið er tekið af skrifum hans um Hönnu Birnu. Andstaða Davíðs í þýðingarmiklum málum er Bjarna óheppileg. Varla ofsagt þegar sagt er að það sé tröll fyrir dyrum Bjarna Benediktssonar.