Hættum að vera svona hipp og kúl Friðrika Benónýsdóttir skrifar 18. nóvember 2014 07:00 Afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar var haldinn hátíðlegur á sunnudaginn sem Dagur íslenskrar tungu eins og undanfarin ár. Tungumálið var að sjálfsögðu í brennidepli og veitt voru ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir framúrskarandi notkun þess í ræðu og riti. Aðalverðlaunin, Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, hlaut skáldkonan Steinunn Sigurðardóttir, enda einn okkar frjóasti rithöfundur í beitingu og nýsköpun tungumálsins. Ýmis önnur verðlaun voru veitt, meðal annars til hóps af börnum og unglingum sem þóttu hafa sýnt að þau hefðu góð tök á móðurmálinu. Allt saman gott og gleðilegt og öllum aðstandendum til sóma. En hvað svo? Er það nóg til viðhalds og auðgunar tungumálsins að tileinka því einn dag á ári og verðlauna þá bestu í „bekknum“? Er það ekki dálítið eins og þegar yfirlýstir trúleysingjar fagna fæðingu frelsarans á jólunum? Mikið hefur verið rætt og ritað um hrakandi lestrarkunnáttu (læsi er hræðilegt orð) unglinga og gripið hefur verið til alls kyns aðgerða til að reyna að sporna gegn þeirri þróun. Allt hefur það þó verið frekar eins og að klóra í bakkann en að freista þess að byggja mannhelda göngubrú yfir lækinn. Það hlýtur að liggja í augum uppi að besta vörnin gegn því að börn missi tökin á móðurmálinu er að efla móðurmálskennslu, ekki að efna til lestrarsamkeppna (hvers vegna þarf alltaf allt að vera samkeppni?), rappkeppna, upplestrarkeppna og svo framvegis. Þótt það sé allt saman ágætt fyrir sinn hatt þá ræðst það ekki að rót vandans. Hún liggur mun dýpra. Sú bábilja að hefðbundin íslenskukennsla sé of leiðinleg til að vekja áhuga barnanna og allt þurfi að vera svo óskaplega hresst og skemmtilegt til að þau hrífist með hefur fyrir löngu gengið sér til húðar. Börn eru ekki heilalaus og framboðið af skemmtiefni er miklu meira en nóg þótt móðurmálsforkólfar fari ekki að elta það villuljós í blindni í tilraun til að vera hipp og kúl, eins og sagt er á góðri íslensku. Allt tuð um páfagaukalærdóm og leiðindin sem honum séu samfara er líka úr sér gengið þar sem ýmsar nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að utanbókarlærdómur er einhver besta heilaleikfimi sem völ er á og beinlínis nauðsynlegur til að efla minnið. Málfræði er kannski leiðinleg út frá einhverjum gleðipinnasjónarhóli, en hvernig í ósköpunum á sá sem ekki lærir undirstöðuatriði í málfræði að ná almennilegum tökum á tungumáli eða geta „lesið sér til gagns“ eins og það heitir? Það er ótrúleg bjartsýni, eða kannski bara skammsýni, að ætla að hoppa yfir þann hluta móðurmálsnámsins á þeim forsendum að hann sé ekki nógu skemmtilegur. Verður ekki alltaf að byrja á því að steypa grunninn ef byggingin á að standa? Hættum að reyna að vera svona óskaplega skemmtileg í uppfræðslunni og beinum sjónum að þeim grunnþáttum sem nauðsynlegir eru. Lifi leiðindin og lestrarkunnáttan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar var haldinn hátíðlegur á sunnudaginn sem Dagur íslenskrar tungu eins og undanfarin ár. Tungumálið var að sjálfsögðu í brennidepli og veitt voru ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir framúrskarandi notkun þess í ræðu og riti. Aðalverðlaunin, Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, hlaut skáldkonan Steinunn Sigurðardóttir, enda einn okkar frjóasti rithöfundur í beitingu og nýsköpun tungumálsins. Ýmis önnur verðlaun voru veitt, meðal annars til hóps af börnum og unglingum sem þóttu hafa sýnt að þau hefðu góð tök á móðurmálinu. Allt saman gott og gleðilegt og öllum aðstandendum til sóma. En hvað svo? Er það nóg til viðhalds og auðgunar tungumálsins að tileinka því einn dag á ári og verðlauna þá bestu í „bekknum“? Er það ekki dálítið eins og þegar yfirlýstir trúleysingjar fagna fæðingu frelsarans á jólunum? Mikið hefur verið rætt og ritað um hrakandi lestrarkunnáttu (læsi er hræðilegt orð) unglinga og gripið hefur verið til alls kyns aðgerða til að reyna að sporna gegn þeirri þróun. Allt hefur það þó verið frekar eins og að klóra í bakkann en að freista þess að byggja mannhelda göngubrú yfir lækinn. Það hlýtur að liggja í augum uppi að besta vörnin gegn því að börn missi tökin á móðurmálinu er að efla móðurmálskennslu, ekki að efna til lestrarsamkeppna (hvers vegna þarf alltaf allt að vera samkeppni?), rappkeppna, upplestrarkeppna og svo framvegis. Þótt það sé allt saman ágætt fyrir sinn hatt þá ræðst það ekki að rót vandans. Hún liggur mun dýpra. Sú bábilja að hefðbundin íslenskukennsla sé of leiðinleg til að vekja áhuga barnanna og allt þurfi að vera svo óskaplega hresst og skemmtilegt til að þau hrífist með hefur fyrir löngu gengið sér til húðar. Börn eru ekki heilalaus og framboðið af skemmtiefni er miklu meira en nóg þótt móðurmálsforkólfar fari ekki að elta það villuljós í blindni í tilraun til að vera hipp og kúl, eins og sagt er á góðri íslensku. Allt tuð um páfagaukalærdóm og leiðindin sem honum séu samfara er líka úr sér gengið þar sem ýmsar nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að utanbókarlærdómur er einhver besta heilaleikfimi sem völ er á og beinlínis nauðsynlegur til að efla minnið. Málfræði er kannski leiðinleg út frá einhverjum gleðipinnasjónarhóli, en hvernig í ósköpunum á sá sem ekki lærir undirstöðuatriði í málfræði að ná almennilegum tökum á tungumáli eða geta „lesið sér til gagns“ eins og það heitir? Það er ótrúleg bjartsýni, eða kannski bara skammsýni, að ætla að hoppa yfir þann hluta móðurmálsnámsins á þeim forsendum að hann sé ekki nógu skemmtilegur. Verður ekki alltaf að byrja á því að steypa grunninn ef byggingin á að standa? Hættum að reyna að vera svona óskaplega skemmtileg í uppfræðslunni og beinum sjónum að þeim grunnþáttum sem nauðsynlegir eru. Lifi leiðindin og lestrarkunnáttan.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun