Eitthvað einstakt við systur Þórður Ingi Jónsson skrifar 20. nóvember 2014 00:01 Anna mun flytja heilt tökulið til landsins. mynd/malin sydne „Það er eitthvað einstakt við systur, maður elskar þær út yfir endimörk alheimsins en svo geta samskiptin líka farið í klessu. Síðan aftur á móti fyrirgefst allt og mig langaði að skoða það,“ segir Anna Gunndís Guðmundsdóttir, sem undirbýr nú stuttmyndina I Can't Be Seen Like This sem hluta af meistaranámi sínu í kvikmyndagerð við NYU, New York-háskóla. „Kveikjan að þessu var slys sem ég lenti í þegar ég var átta ára – hárið á mér festist í hrærivélinni og rifnaði af,“ segir Anna en myndin fjallar um tvær ungar systur sem ákveða að baka köku í tilefni afmælis pabba síns. Allt fer síðan úr böndunum þegar yngri systirin festir hárið í hrærivélinni en atburðurinn afhjúpar bresti í sambandi stelpnanna. Ólafur Darri leikur föðurinn í myndinni en Anna leitar nú að efnilegum leikkonum á aldrinum 8-12 ára til að leika aðalhlutverkin. Hægt er að senda henni fyrirspurnir á casting@kusk.is. Anna mun flytja heilt tökulið til Íslands í janúar en hún heldur einmitt úti söfnun á Karolina Fund fyrir flugmiðum og segir hana ganga vonum framar. Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Það er eitthvað einstakt við systur, maður elskar þær út yfir endimörk alheimsins en svo geta samskiptin líka farið í klessu. Síðan aftur á móti fyrirgefst allt og mig langaði að skoða það,“ segir Anna Gunndís Guðmundsdóttir, sem undirbýr nú stuttmyndina I Can't Be Seen Like This sem hluta af meistaranámi sínu í kvikmyndagerð við NYU, New York-háskóla. „Kveikjan að þessu var slys sem ég lenti í þegar ég var átta ára – hárið á mér festist í hrærivélinni og rifnaði af,“ segir Anna en myndin fjallar um tvær ungar systur sem ákveða að baka köku í tilefni afmælis pabba síns. Allt fer síðan úr böndunum þegar yngri systirin festir hárið í hrærivélinni en atburðurinn afhjúpar bresti í sambandi stelpnanna. Ólafur Darri leikur föðurinn í myndinni en Anna leitar nú að efnilegum leikkonum á aldrinum 8-12 ára til að leika aðalhlutverkin. Hægt er að senda henni fyrirspurnir á casting@kusk.is. Anna mun flytja heilt tökulið til Íslands í janúar en hún heldur einmitt úti söfnun á Karolina Fund fyrir flugmiðum og segir hana ganga vonum framar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira