Eins og Björk síns tíma Þórður Ingi Jónsson skrifar 20. nóvember 2014 12:00 Kári segir Þórð hafa verið mikinn máttarstólpa. „Það sem hann stendur fyrir í kjarnann er að hann var náttúruverndarsinni, sagnamaður og boðberi þess góða úr fortíðinni. Hann hefur þessa eiginleika sem við teljum skipta mestu máli eins og góðsemi, hjálpsemi og aðstoð við náungann,“ segir Kári G. Schram, leikstjóri heimildarmyndarinnar Jöklarans. Hún fjallar um ævi alþýðuhetjunnar Þórðar Halldórssonar frá Dagverðará, sem frumsýnd verður í Bíó Paradís á morgun. Þórður var stjarna út af fyrir sig, segir Kári, en hann var allt í senn sægarpur, refaskytta, listmálari, rithöfundur og skáld, mannvinur, náttúruverndarsinni og sagnaþulur. „Hann var eiginlega eins og Björk síns tíma,“ segir Kári en Þórður hafði mikil áhrif á ýmsa samtímamenn sína svo sem Gunnar Dal heimspeking, Dieter Roth myndlistarmann og Halldór Kiljan Laxness, en margar sögur sem Þórður sagði honum eitt sinn rötuðu í Kristnihald undir jökli.Kári G. Schram, leikstjóri myndarinnarvísir/gva„Áhersla verður lögð á að kynna manninn á bak við goðsögnina og þau snæfellsku áhrif sem mótuðu örlög hans og ævi en honum hefur oft verið líkt við barón Münchausen í því sambandi,“ segir Kári, enda var Þórður stundum kallaður mesti lygari allra tíma. „Hann myndi segja: „Það er alveg satt,“ en það er út af því að hann setti sína eigin snúninga á sögur sínar. Hann var sagnfræðingur „par excellence“ síns tíma.“ Að sögn Kára eru ýmsar upptökur í myndinni sem aldrei hafa heyrst eða sést áður. „Við náðum að safna gullmolum og gersemum sem glæða þessa mynd miklu lífi en nærvera hans skiptir öllu máli. Markmiðið var alltaf að leyfa Þórði sjálfum að segja sögu sína.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Það sem hann stendur fyrir í kjarnann er að hann var náttúruverndarsinni, sagnamaður og boðberi þess góða úr fortíðinni. Hann hefur þessa eiginleika sem við teljum skipta mestu máli eins og góðsemi, hjálpsemi og aðstoð við náungann,“ segir Kári G. Schram, leikstjóri heimildarmyndarinnar Jöklarans. Hún fjallar um ævi alþýðuhetjunnar Þórðar Halldórssonar frá Dagverðará, sem frumsýnd verður í Bíó Paradís á morgun. Þórður var stjarna út af fyrir sig, segir Kári, en hann var allt í senn sægarpur, refaskytta, listmálari, rithöfundur og skáld, mannvinur, náttúruverndarsinni og sagnaþulur. „Hann var eiginlega eins og Björk síns tíma,“ segir Kári en Þórður hafði mikil áhrif á ýmsa samtímamenn sína svo sem Gunnar Dal heimspeking, Dieter Roth myndlistarmann og Halldór Kiljan Laxness, en margar sögur sem Þórður sagði honum eitt sinn rötuðu í Kristnihald undir jökli.Kári G. Schram, leikstjóri myndarinnarvísir/gva„Áhersla verður lögð á að kynna manninn á bak við goðsögnina og þau snæfellsku áhrif sem mótuðu örlög hans og ævi en honum hefur oft verið líkt við barón Münchausen í því sambandi,“ segir Kári, enda var Þórður stundum kallaður mesti lygari allra tíma. „Hann myndi segja: „Það er alveg satt,“ en það er út af því að hann setti sína eigin snúninga á sögur sínar. Hann var sagnfræðingur „par excellence“ síns tíma.“ Að sögn Kára eru ýmsar upptökur í myndinni sem aldrei hafa heyrst eða sést áður. „Við náðum að safna gullmolum og gersemum sem glæða þessa mynd miklu lífi en nærvera hans skiptir öllu máli. Markmiðið var alltaf að leyfa Þórði sjálfum að segja sögu sína.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira