Allt um gull í íslenskri náttúru Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 16:00 Vísir/Valli „Gullleit hefur verið við lýði á Íslandi allt frá aldamótunum 1900 þegar framfarahugur Íslendinga var sem mestur. Ég ætla aðeins að fjalla um frumkvöðlana,“ byrjar Hjalti Franzson jarðfræðingur þegar forvitnast er um fyrirlestur hans í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi í kvöld klukkan 20. „Svo ætla ég að segja frá hvernig gull verður til og lýsa því hvernig leitarsvæðin voru valin.“ Hjalti starfar hjá Íslenskum orkurannsóknum og hefur leitað gulls frá 1989. „Aðferðafræðin verður sífellt hnitmiðaðri,“ segir hann og kveðst ætla að lýsa niðurstöðum leitarinnar. „Svo ætla ég að tæpa á hvernig vinnsluferlið er þegar búið er að taka ákvörðun um gullvinnslu.“ Sér hann fyrir sér að það gerist innan tíðar? „Við erum ekki búin að finna námu, en getum sýnt fram á að gull verður til í íslenska jarðhitakerfinu við sérstakar aðstæður og höfum fundið svæði sem við teljum áhugavert að halda áfram rannsóknum á.“ Hjalti segir Þormóðsdal í Mosfellssveit stað númer eitt hjá gullleitarmönnum nútímans, rétt eins og á dögum Einars Ben. „En við erum með fleiri svæði sem hafa sýnt góð merki,“ tekur hann fram. Hann segir litlar upplýsingar til um tilraunavinnslu gulls á Íslandi til þessa og engar um hluti unna úr íslensku gulli. Menning Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Gullleit hefur verið við lýði á Íslandi allt frá aldamótunum 1900 þegar framfarahugur Íslendinga var sem mestur. Ég ætla aðeins að fjalla um frumkvöðlana,“ byrjar Hjalti Franzson jarðfræðingur þegar forvitnast er um fyrirlestur hans í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi í kvöld klukkan 20. „Svo ætla ég að segja frá hvernig gull verður til og lýsa því hvernig leitarsvæðin voru valin.“ Hjalti starfar hjá Íslenskum orkurannsóknum og hefur leitað gulls frá 1989. „Aðferðafræðin verður sífellt hnitmiðaðri,“ segir hann og kveðst ætla að lýsa niðurstöðum leitarinnar. „Svo ætla ég að tæpa á hvernig vinnsluferlið er þegar búið er að taka ákvörðun um gullvinnslu.“ Sér hann fyrir sér að það gerist innan tíðar? „Við erum ekki búin að finna námu, en getum sýnt fram á að gull verður til í íslenska jarðhitakerfinu við sérstakar aðstæður og höfum fundið svæði sem við teljum áhugavert að halda áfram rannsóknum á.“ Hjalti segir Þormóðsdal í Mosfellssveit stað númer eitt hjá gullleitarmönnum nútímans, rétt eins og á dögum Einars Ben. „En við erum með fleiri svæði sem hafa sýnt góð merki,“ tekur hann fram. Hann segir litlar upplýsingar til um tilraunavinnslu gulls á Íslandi til þessa og engar um hluti unna úr íslensku gulli.
Menning Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira