Endurútsetti Imagine fyrir safnplötu Freyr Bjarnason skrifar 20. nóvember 2014 09:00 Endurútsetningin var skemmtilegt verkefni, að sögn Bigga Hilmars. Mynd/María Kjartansdóttir Endurútsetning Bigga Hilmars á laginu Imagine eftir John Lennon er komin út á safnplötu í Bandaríkjunum. Biggi gaf lagið út í samstarfi við Pusher Music í Los Angeles, sem sérhæfir sig í tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Að sögn Bigga var þetta skemmtilegt en mjög krefjandi verkefni, þar sem hann ákvað að víkja langt frá upprunalegri útgáfu Lennons, breyta hljómunum og laglínunni og búa til sína persónulegu útgáfu, sem einkennist af lágstemmdri píanó- og strengjaútsetningu, rödd og danstakti. „Ég er búinn vera svolítið fyrir það að „covera“ eitt og eitt af mínum uppáhaldslögum. Ég tók [Leonard] Cohen um árið og svona núna þetta. Pusher Music var spennt fyrir því að gera eitthvað svoleiðis með mér, þannig að okkur datt í hug að ráðast á þennan háa garð sem þetta lag er,“ segir Biggi, sem þurfti að taka á honum stóra sínum við endurútsetninguna. „Þetta var ekkert grín. Ég gerði nokkrar útgáfur og þurfti að kljást mikið við þetta lag. Ég sneri öllu við, því það er alls ekki hægt að toppa upprunalegu útgáfuna,“ segir hann. „Ég bjó hálfpartinn til nýtt lag úr þessu en notaði laglínur og hluti frá gamla módelinu.“ Biggi má ekki gefa lagið út hér á landi fyrr en á næsta ári en er samt vongóður um að hann fái undanþágu og geti leyft Íslendingum að heyra það frá og með 8. desember, deginum sem Lennon var myrtur. „Mig langar að gefa út lagið þegar það slokknar á Friðarsúlunni og halda smá lífi í kallinum.“ Nýverið gerði Biggi einnig tónlist við kynningarstiklu alþjóðlegu sjónvarpsþáttaraðarinnar Olive Kitteridge með Frances McDormand og Bill Murray í aðalhlutverkum. Sýningar á þættinum hefjast á bresku sjónvarpsstöðinni Sky í desember. Biggi hefur verið með fleiri járn í eldinum. Hann var tónlistarstjóri fyrir leikhúsverkið Strengi, sem listahópurinn Vinnslan framleiddi og sýndi á dögunum í Tjarnarbíói, auk þess sem hann er þessa dagana að semja og hljóðrita tónlist fyrir heimildarmyndina Suðurlandið. Hún fjallar um samnefnt farmskip sem fórst við Noregsstrendur árið 1986. Elf Films framleiddi myndina og leikstjóri var Ágústa Einarsdóttir.Nánar upplýsingar um tónlist Bigga má finna á vefsíðu hans, Biggihilmars.com. Tónlist Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Endurútsetning Bigga Hilmars á laginu Imagine eftir John Lennon er komin út á safnplötu í Bandaríkjunum. Biggi gaf lagið út í samstarfi við Pusher Music í Los Angeles, sem sérhæfir sig í tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Að sögn Bigga var þetta skemmtilegt en mjög krefjandi verkefni, þar sem hann ákvað að víkja langt frá upprunalegri útgáfu Lennons, breyta hljómunum og laglínunni og búa til sína persónulegu útgáfu, sem einkennist af lágstemmdri píanó- og strengjaútsetningu, rödd og danstakti. „Ég er búinn vera svolítið fyrir það að „covera“ eitt og eitt af mínum uppáhaldslögum. Ég tók [Leonard] Cohen um árið og svona núna þetta. Pusher Music var spennt fyrir því að gera eitthvað svoleiðis með mér, þannig að okkur datt í hug að ráðast á þennan háa garð sem þetta lag er,“ segir Biggi, sem þurfti að taka á honum stóra sínum við endurútsetninguna. „Þetta var ekkert grín. Ég gerði nokkrar útgáfur og þurfti að kljást mikið við þetta lag. Ég sneri öllu við, því það er alls ekki hægt að toppa upprunalegu útgáfuna,“ segir hann. „Ég bjó hálfpartinn til nýtt lag úr þessu en notaði laglínur og hluti frá gamla módelinu.“ Biggi má ekki gefa lagið út hér á landi fyrr en á næsta ári en er samt vongóður um að hann fái undanþágu og geti leyft Íslendingum að heyra það frá og með 8. desember, deginum sem Lennon var myrtur. „Mig langar að gefa út lagið þegar það slokknar á Friðarsúlunni og halda smá lífi í kallinum.“ Nýverið gerði Biggi einnig tónlist við kynningarstiklu alþjóðlegu sjónvarpsþáttaraðarinnar Olive Kitteridge með Frances McDormand og Bill Murray í aðalhlutverkum. Sýningar á þættinum hefjast á bresku sjónvarpsstöðinni Sky í desember. Biggi hefur verið með fleiri járn í eldinum. Hann var tónlistarstjóri fyrir leikhúsverkið Strengi, sem listahópurinn Vinnslan framleiddi og sýndi á dögunum í Tjarnarbíói, auk þess sem hann er þessa dagana að semja og hljóðrita tónlist fyrir heimildarmyndina Suðurlandið. Hún fjallar um samnefnt farmskip sem fórst við Noregsstrendur árið 1986. Elf Films framleiddi myndina og leikstjóri var Ágústa Einarsdóttir.Nánar upplýsingar um tónlist Bigga má finna á vefsíðu hans, Biggihilmars.com.
Tónlist Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira