Menning

Hahn og Strauss – tónleikar í Hannesarholti

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Þær Þyri og Hörn hafa unnið saman um nokkurra ára skeið.
Þær Þyri og Hörn hafa unnið saman um nokkurra ára skeið.
Tónskáldin Reynaldo Hahn og Richard Strauss eiga bæði stórafmæli á þessu ári. Af því tilefni ætla þær Hörn Hrafnsdóttir mezzosópran, verkfræðingur og aðjúnkt og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari að heiðra minningu þeirra með ljóðatónleikum í Hannesarholti á Grundarstíg 10 á morgun, 22. nóvember, klukkan 14.

Richard Strauss á 150 ára afmæli. Hann var eitt af stóru þýsku tónskáldunum og var þekktastur fyrir óperur sínar og ljóð. Þær stöllur munu flytja nokkur ljóða hans, svo sem Zueignung, Ständchen og Morgen sem eru meðal hans þekktustu verka.

Reynaldo Hahn fæddist fyrir 140 árum. Hann var franskt tónskáld, þótt hann fæddist í Venesúela og ætti heima þar fyrstu þrjú árin. Hahn er þekktastur fyrir ljóð sín og munu þær Hörn og Eva Þyri flytja nokkur af þeim, meðal annars hin undurfögru À Chloris, L'Énamourée og L"Heure exquise.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×