Maðurinn sem hataði börn besti bókartitill ársins Friðrika Benónýsdóttir skrifar 22. nóvember 2014 00:01 Þótt ekki eigi að dæma bækur af kápunni er óhjákvæmilegt að góður bókartitill hafi áhrif á val kaupenda og slæmur minnki áhugann á lestri bókarinnar. Fréttablaðið leitaði til nokkurra álitsgjafa og bað þá að velja besta og versta bókatitil ársins. vísir Besti titillinn Maðurinn sem hataði börn - Þórarinn Leifsson „Þetta er svona svipað og Karlar sem hata konur. Meiriháttar sterkt og fínt. Mann langar að vita af hverju.“ „Þetta er svo neikvætt og félagslega óvinsælt að maður verður eiginlega að fá að vita af hverju maðurinn hataði börn.“ „Þetta er alveg skothelt, menn eiga ekki að hata börn og þar sem hornin eru rekin í rétttrúnaðinn, þar er dínamík.“2. sætiÁstarmeistarinn - Oddný Eir Ævarsdóttir „Hljómar alveg spennandi. Er þetta eitthvað sadó/masó eða er þetta um hið upphafna platóníska? Maður verður að finna út úr því.“ „Fullkominn titill. Lævís eins og léleg auglýsing sem vekur samt forvitni manns. Svo er hann líka pínu sexí.“ „Hefur yfir sér yfirskilvitlegan blæ sem gerir mann forvitinn.“3. sætiDrápa - Gerður Kristný „Frábært nafn á ljóðaflokki, eins konar nútíma drápu, sem fjallar um dráp.“ „Sterkur titill, hrár og töff. Einn af þessum sem fær mann til að hugsa: Hvers vegna var hann ekki nýttur fyrr?“ „Drepa, drap, drápum, drepið. Fullkomin titill á hryllingsljóðabók. Gerður er klár.“Versti titillinnLitlu dauðarnir - Stefán Máni „Prentvillupúkinn hans hefur ekki verið í sambandi þegar hann klambraði þessu saman. Snara, Stefán, Snara!“ „Æ, hann hefur svo oft verið með betri titla, þetta þýðir ekki neitt og virkar ekki, a.m.k. ekki fyrir mig.“ „Fleirtala fer dauðanum afar illa.“2. sætiMMM - Marta María Jónasdóttir „Matreiðslubók eftir Mörtu Maríu, sem svo reyndar er Jónasdóttir. Hefði verið fullkomið ef hún væri Magnúsdóttir.“ „Mjög fyrirsjáanlegur og einstaklega óþjáll titill á matreiðslubók. Heyrðu, áttu nokkuð bókina þarna mmm?“3. sætiRogastanz - Ingibjörg Reynisdóttir „Ekki á vetur zetandi.“ „Zetan? Í alvöru? Er það ekki dálítið uppskrúfað árið 2014?“Umdeildir titlar Nokkrir titlar hlutu atkvæði bæði sem besti og versti titill – sitt sýnist hverjum.Gæðakonur - Steinunn SigurðardóttirBesti: „Nett vísun í Jónas Hallgrímsson sem segir manni að ekki séu konur bókarinnar endilega mjög góðar konur.“Versti: „Einhvern veginn eins og hann eigi að vera hnyttinn en nái því ekki og sé bara banal.“Kamp Knox - Arnaldur IndriðasonBesti: „Þessi steinliggur og er með hans betri. Braggahverfið vekur ávallt upp forvitni og alveg einstaklega góður á glæpasögu.“Versti: „Undarlega óþjált af svo stuttum titli að vera, einhvers staðar á milli Camp Knox og Kamp Nox.“Englaryk - Guðrún Eva MínervudóttirBesti: „Titill að hætti Guðrúnar Evu, fallegt orð á yfirborðinu en vekur hugrenningartengsl við myrkan óhugnað.“Versti: „Er bókin um eiturlyf, eða hvað?“Einnig nefndar Fjölmargar bækur fengu atkvæði þótt þær næðu ekki inn á topp þrjá og voru ýmis komment álitsgjafa óborganleg.Versti titillVestfirskir sjómenn, í blíðu og stríðu - Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson tóku saman „Ég sé fyrir mér hommaskip í Súgandafirði. Þetta með blíðu og stríðu er svo tengt hjónabandinu. Fyrir vikið verður titillinn hálf skringilegur.“Besti titillSaga Garðabæjar I-IV - Steinar J. Lúðvíksson „Gegnsær titill sem tryggir fróðlegt innihald og langt og notalegt aðfangadagskvöld í náttbuxum með kakóbolla og konfektmola.“Versti titillKynlíf – já, takk - Ragnheiði Haralds- og Eiríksdóttur „Kynlíf; já já. Þessi titill; nei, takk. Ég hugsa bara um grænmeti.“Besti titillSkálmöld - Einar Kárason „Flottur, stuttur og ótrúlega skemmtilega metalrokkaður af augljósum ástæðum, held ég.“Mest villandi titillSkálmöld hljóðbók!Álitsgjafar:Þorgeir Tryggvason textasmiður og Ljótur hálfvitiAnna Lea Friðriksdóttir bóksaliGísli Ásgeirsson þýðandiMagnús Teitsson prófarkalesariSilja Aðalsteinsdóttir bómenntagúrúBergsteinn Sigurðsson dagskrárgerðarmaðurMargrét Gústavsdóttir ritstjóriMaría Lilja Þrastardóttir blaðamaðurJakob Bjarnar Grétarsson gagnrýnandiKristín Jónsdóttir þýðandi Fréttir ársins 2014 Menning Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Besti titillinn Maðurinn sem hataði börn - Þórarinn Leifsson „Þetta er svona svipað og Karlar sem hata konur. Meiriháttar sterkt og fínt. Mann langar að vita af hverju.“ „Þetta er svo neikvætt og félagslega óvinsælt að maður verður eiginlega að fá að vita af hverju maðurinn hataði börn.“ „Þetta er alveg skothelt, menn eiga ekki að hata börn og þar sem hornin eru rekin í rétttrúnaðinn, þar er dínamík.“2. sætiÁstarmeistarinn - Oddný Eir Ævarsdóttir „Hljómar alveg spennandi. Er þetta eitthvað sadó/masó eða er þetta um hið upphafna platóníska? Maður verður að finna út úr því.“ „Fullkominn titill. Lævís eins og léleg auglýsing sem vekur samt forvitni manns. Svo er hann líka pínu sexí.“ „Hefur yfir sér yfirskilvitlegan blæ sem gerir mann forvitinn.“3. sætiDrápa - Gerður Kristný „Frábært nafn á ljóðaflokki, eins konar nútíma drápu, sem fjallar um dráp.“ „Sterkur titill, hrár og töff. Einn af þessum sem fær mann til að hugsa: Hvers vegna var hann ekki nýttur fyrr?“ „Drepa, drap, drápum, drepið. Fullkomin titill á hryllingsljóðabók. Gerður er klár.“Versti titillinnLitlu dauðarnir - Stefán Máni „Prentvillupúkinn hans hefur ekki verið í sambandi þegar hann klambraði þessu saman. Snara, Stefán, Snara!“ „Æ, hann hefur svo oft verið með betri titla, þetta þýðir ekki neitt og virkar ekki, a.m.k. ekki fyrir mig.“ „Fleirtala fer dauðanum afar illa.“2. sætiMMM - Marta María Jónasdóttir „Matreiðslubók eftir Mörtu Maríu, sem svo reyndar er Jónasdóttir. Hefði verið fullkomið ef hún væri Magnúsdóttir.“ „Mjög fyrirsjáanlegur og einstaklega óþjáll titill á matreiðslubók. Heyrðu, áttu nokkuð bókina þarna mmm?“3. sætiRogastanz - Ingibjörg Reynisdóttir „Ekki á vetur zetandi.“ „Zetan? Í alvöru? Er það ekki dálítið uppskrúfað árið 2014?“Umdeildir titlar Nokkrir titlar hlutu atkvæði bæði sem besti og versti titill – sitt sýnist hverjum.Gæðakonur - Steinunn SigurðardóttirBesti: „Nett vísun í Jónas Hallgrímsson sem segir manni að ekki séu konur bókarinnar endilega mjög góðar konur.“Versti: „Einhvern veginn eins og hann eigi að vera hnyttinn en nái því ekki og sé bara banal.“Kamp Knox - Arnaldur IndriðasonBesti: „Þessi steinliggur og er með hans betri. Braggahverfið vekur ávallt upp forvitni og alveg einstaklega góður á glæpasögu.“Versti: „Undarlega óþjált af svo stuttum titli að vera, einhvers staðar á milli Camp Knox og Kamp Nox.“Englaryk - Guðrún Eva MínervudóttirBesti: „Titill að hætti Guðrúnar Evu, fallegt orð á yfirborðinu en vekur hugrenningartengsl við myrkan óhugnað.“Versti: „Er bókin um eiturlyf, eða hvað?“Einnig nefndar Fjölmargar bækur fengu atkvæði þótt þær næðu ekki inn á topp þrjá og voru ýmis komment álitsgjafa óborganleg.Versti titillVestfirskir sjómenn, í blíðu og stríðu - Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson tóku saman „Ég sé fyrir mér hommaskip í Súgandafirði. Þetta með blíðu og stríðu er svo tengt hjónabandinu. Fyrir vikið verður titillinn hálf skringilegur.“Besti titillSaga Garðabæjar I-IV - Steinar J. Lúðvíksson „Gegnsær titill sem tryggir fróðlegt innihald og langt og notalegt aðfangadagskvöld í náttbuxum með kakóbolla og konfektmola.“Versti titillKynlíf – já, takk - Ragnheiði Haralds- og Eiríksdóttur „Kynlíf; já já. Þessi titill; nei, takk. Ég hugsa bara um grænmeti.“Besti titillSkálmöld - Einar Kárason „Flottur, stuttur og ótrúlega skemmtilega metalrokkaður af augljósum ástæðum, held ég.“Mest villandi titillSkálmöld hljóðbók!Álitsgjafar:Þorgeir Tryggvason textasmiður og Ljótur hálfvitiAnna Lea Friðriksdóttir bóksaliGísli Ásgeirsson þýðandiMagnús Teitsson prófarkalesariSilja Aðalsteinsdóttir bómenntagúrúBergsteinn Sigurðsson dagskrárgerðarmaðurMargrét Gústavsdóttir ritstjóriMaría Lilja Þrastardóttir blaðamaðurJakob Bjarnar Grétarsson gagnrýnandiKristín Jónsdóttir þýðandi
Fréttir ársins 2014 Menning Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira