Hátíðleg tónlist frá ýmsum tímum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. nóvember 2014 12:00 "Við fengum bara landsliðið,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir, formaður Caritasar. „Við ætlum að taka þátt í átakssöfnun fyrir geðgjörgæsludeild Landspítalans fyrir bráðveikasta fólkið og fengum landsliðið í klassískri tónlist eins og það leggur sig til að troða upp. Þetta verður bara dásamlegt,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir, formaður Caritasar, um tónleika í Kristskirkju á morgun, sunnudag, klukkan 16. Bach, Händel, Verdi, Sigvaldi Kaldalóns og Adaolpe Adam eiga allir sinn skerf á þessari hátíðlegu efnisskrá, að sögn Sigríðar, sem segir tónleikana verða klassíska með tangó- og djassívafi. Hún nefnir sérstaklega Veturinn úr árstíðunum fjórum eftir tangósnillinginn Piazzolla, leikinn af Sigrúnu Eðvaldsdóttur. Einnig lofar hún hátíðlegri jólatónlist frá ýmsum tímum í flutningi Kristjáns Jóhannssonar. Sigríður telur líka upp söngkonuna Elsu Waage, ásamt öflugri kammersveit undir stjórn Antoniu Hevsi og strengjasveit Guðnýjar Guðmundsdóttur. Einnig Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og kórana Vox Feminae og Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur, Kjartan Valdimarsson, Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Gunnar Kvaran, að ógleymdri Hallgerði Rúnarsdóttur. „Ég held að þetta verði flottustu tónleikar sem við höfum haldið,“ segir Sigríður. „Það er kraftaverk út af fyrir sig að fá allt þetta fólk til að leggja fram krafta sína í þágu þessa góða málefnis.“ Caritas Internatinonalis starfar innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar og er ein öflugasta hjálparstofnun heims. Starfsemin hófst í Þýskalandi árið 1897 og eru nú yfir 200 ríki sem eiga aðild að sambandinu. Caritas Ísland var stofnað árið 1989 og tekið inn í Caritas Internationalis á Rómarfundi 1991 með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Á aðventu hefur Caritas Ísland skipulagt fjölmörg verkefni hérlendis vegna þeirra sem minna mega sín og hefur staðið fyrir fjáröflun meðal annars með styrktartónleikum í Kristskirkju frá árinu 1994. Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við ætlum að taka þátt í átakssöfnun fyrir geðgjörgæsludeild Landspítalans fyrir bráðveikasta fólkið og fengum landsliðið í klassískri tónlist eins og það leggur sig til að troða upp. Þetta verður bara dásamlegt,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir, formaður Caritasar, um tónleika í Kristskirkju á morgun, sunnudag, klukkan 16. Bach, Händel, Verdi, Sigvaldi Kaldalóns og Adaolpe Adam eiga allir sinn skerf á þessari hátíðlegu efnisskrá, að sögn Sigríðar, sem segir tónleikana verða klassíska með tangó- og djassívafi. Hún nefnir sérstaklega Veturinn úr árstíðunum fjórum eftir tangósnillinginn Piazzolla, leikinn af Sigrúnu Eðvaldsdóttur. Einnig lofar hún hátíðlegri jólatónlist frá ýmsum tímum í flutningi Kristjáns Jóhannssonar. Sigríður telur líka upp söngkonuna Elsu Waage, ásamt öflugri kammersveit undir stjórn Antoniu Hevsi og strengjasveit Guðnýjar Guðmundsdóttur. Einnig Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og kórana Vox Feminae og Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur, Kjartan Valdimarsson, Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Gunnar Kvaran, að ógleymdri Hallgerði Rúnarsdóttur. „Ég held að þetta verði flottustu tónleikar sem við höfum haldið,“ segir Sigríður. „Það er kraftaverk út af fyrir sig að fá allt þetta fólk til að leggja fram krafta sína í þágu þessa góða málefnis.“ Caritas Internatinonalis starfar innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar og er ein öflugasta hjálparstofnun heims. Starfsemin hófst í Þýskalandi árið 1897 og eru nú yfir 200 ríki sem eiga aðild að sambandinu. Caritas Ísland var stofnað árið 1989 og tekið inn í Caritas Internationalis á Rómarfundi 1991 með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Á aðventu hefur Caritas Ísland skipulagt fjölmörg verkefni hérlendis vegna þeirra sem minna mega sín og hefur staðið fyrir fjáröflun meðal annars með styrktartónleikum í Kristskirkju frá árinu 1994.
Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira