Tónlist

Góðir dómar í London

Freyr Bjarnason skrifar
Emilíana Torrini stóð sig vel á tónleikunum.
Emilíana Torrini stóð sig vel á tónleikunum. Mynd/Jajajamusic.com
Emilíana Torrini fær góða dóma fyrir frammistöðu sína á norræna tónleikakvöldinu Ja Ja Ja sem var haldið í London á dögunum.

Vefsíðan Musicomh segir tónlist Emilíönu hafa verið kærkomna tilbreytingu og að tónleikar hennar hafi verið bestir þetta kvöld. Önnur vefsíða, The Line Of Best Fit, hafði þetta að segja:

„Emilíana Torrini batt endahnútinn á hátíðina á spennandi nótum með hljómsveit á bak við sig spilandi lög af síðustu þremur plötum hennar.“

Á meðal annarra sem komu fram á tónleikakvöldinu var hljómsveitin Byrta með hinum færeysku Guðrið Hansdóttur og Janus Rasmussen, sem þótti einnig standa sig vel. 

Hér fyrir neðan má sjá Emilíönu taka lagið Echo Horse og Byrtu taka lagið Andvekur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.