Menning

Spila franska flaututónlist

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Flytjendurnir Emilía Rós og Ástríður Alda þykja afar samstilltar.
Flytjendurnir Emilía Rós og Ástríður Alda þykja afar samstilltar.
Emilía Rós Sigfúsdóttir og Ástríður Alda Sigurðardóttir koma fram á hádegistónleikum í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg á morgun milli klukkan 12.10 og 12.40.

Á tónleikunum sem bera yfirskriftina Sanctuary – Griðastaður, með vísun í málverkið Sanctuary eftir Jón Óskar, verður flutt frönsk tónlist eftir þá C. Saint-Saëns, G. Fauré og F. Poulenc.

Það eru Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands sem standa fyrir hádegistónleikum síðasta föstudag hvers mánaðar er bjóða upp á fjölbreytta tónlist til að vinda ofan af vinnuvikunni, stilla hugann af fyrir helgina og endurræsa skilningarvitin.

Aðgangur er ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×